Þingmaður VG segist hafa verið misnotaður af starfsmanni SÁÁ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2022 11:51 Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, segir starfsmann Staðarfells, sem var þá meðferðarheimili SÁÁ í Dölum, hafa misnotað aðstöðu sína gegn henni. Vísir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa verið misnotuð af starfsmanni á Staðarfelli, sem var meðferðarheimili SÁÁ í Dölum. Hún segir sína sögu ekki einsdæmi og segir hallarbylltingu og yfirmannahrókeringar ekki duga til, breyta þurfi menningunni innan samtakanna. Greint var frá því í gær að Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, hafi sagt af sér eftir að upp komst að hann hafi keypt sér vændi af skjólstæðingi samtakanna þegar hann var meðlimur í framkvæmdastjórn SÁÁ á árunum 2016 til 2018. Í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla í gær sagðist hann hafa svarað auglýsingu konunnar um kaup á kynlífi en skilaboð milli hans og konunnar, sem Stundin birti í morgun, sýna að Einar hafði frumkvæði að samskiptunum. Jódís Skúladóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi, segir í færslu á Facebook sem hún birti í gær að hún hafi sjálf orðið fyrir misnotkun þegar hún var í eftirmeðferð á Staðarfelli í Dölum. Maðurinn hafi tvívegis misnotað aðstöðu sína gegn henni, annars vegar þegar hún var sautján ára gömul og aftur þremur árum síðar. „Þegar ég mætti með rútunni í eftirmeðferð á Staðarfell í Dölum tók á móti mér maður sem var kanóna innan SÁÁ, sá sami hafði misnotað yfirburðaaðstöðu sína gagnvart mér þremur árum fyrr. Ég hafði þá verið 17 ára, hann 30 ára. Hann, edrú, gaf mér áfengi, káfaði á mér og tróð tungunni upp í mig. Ég forðaði mér en hann mætti heim til mín um nóttina og vildi komast inn,“ skrifar Jódís. Hún segir að þegar þau hafi mæst aftur á Staðarfelli, þremur árum síðar, hafi maðurinn kallað hana afsíðis. „Og spurði hvort við værum ekki bara ok? Það kæmi sér illa fyrir okkur bæði að vera eitthvað að ræða þetta.“ Hallarbyltingar og yfirmannahrókeringar ekki nóg Jódís er einn stofnfélaga Rótarinnar - félags um velferð og lífsgæði kvenna, og segist hún hafa mætt á stofnfundinn vegna þess að henni hafi blöskrað margt í starfsemi og hugmyndafræði SÁÁ. Fyrst og fremst hafi henni blöskrað ýmislegt sem snerist að konum og börnum og þau rótgrónu kvenfjandsamlegu og karllægu gildi sem ríktu innan samtakanna. Jódís segir í upphafi færslunnar að nú sé nóg komið og kallar eftir aðgerðum. Margir eigi SÁÁ margt að þakka. Samtökin haldi úti öflugu meðferðarúrræði sem flest líti á sme hið eina raunhæfa þegar fíknivandi sé annars vegar. Ekki sé þó hægt að líta fram hjá því að hvert ömurlegt málið hafi rekið annað árum saman innan samtakanna. „Ég þekki vel til, bæði sem skjólstæðingur, aðstandandi og starfsmaður til skamms tíma. Þegar fólk á líf sitt að launa úrræði sem það í góðri trú leitar til er erfitt og sárt að sjá gallana og taka undir gagnrýni á þetta sama úrræði,“ skrifar Jódís. Hún segir nauðsynlegt að eins og með alla aðra heilbrigðisþjónustu eigi i þessum málum að reka öflugt opinbert kerfi þar sem byggt er á klínískri menntun og nýjustu rannsóknum og vísindum. Taka þurfi á málum innan SÁÁ. „Þessar yfirmannahrókeringar og hallarbyltingar innan SÁÁ duga ekki til meðan menningin breytist ekki,“ skrifar Jódís. „Ég vil taka fram að innan SÁÁ starfar margt fólk sem flest er framúrskarandi í sínum störfum. Gagnrýni mín snýr ekki að því starfsfólki sem mætir til starfa af heildinum og sinnir sjúklingum af alúð á degi hverjum. Það er bara tímabært að við sem samfélag horfumst í augu við að heilbrigðisþjónustu ætti ekki að reka á frjálsum félagasamtökum án þess að nokkurra spurninga sé spurt!“ Fyrirsögn fréttarinnar sagði að misnotkunin hafi átt sér stað á meðferðarheimili SÁÁ en það hefur nú verið leiðrétt. Ólga innan SÁÁ Kynferðisofbeldi Fíkn Félagasamtök Mál Einars Hermannssonar Vinstri græn Tengdar fréttir Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Greint var frá því í gær að Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, hafi sagt af sér eftir að upp komst að hann hafi keypt sér vændi af skjólstæðingi samtakanna þegar hann var meðlimur í framkvæmdastjórn SÁÁ á árunum 2016 til 2018. Í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla í gær sagðist hann hafa svarað auglýsingu konunnar um kaup á kynlífi en skilaboð milli hans og konunnar, sem Stundin birti í morgun, sýna að Einar hafði frumkvæði að samskiptunum. Jódís Skúladóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi, segir í færslu á Facebook sem hún birti í gær að hún hafi sjálf orðið fyrir misnotkun þegar hún var í eftirmeðferð á Staðarfelli í Dölum. Maðurinn hafi tvívegis misnotað aðstöðu sína gegn henni, annars vegar þegar hún var sautján ára gömul og aftur þremur árum síðar. „Þegar ég mætti með rútunni í eftirmeðferð á Staðarfell í Dölum tók á móti mér maður sem var kanóna innan SÁÁ, sá sami hafði misnotað yfirburðaaðstöðu sína gagnvart mér þremur árum fyrr. Ég hafði þá verið 17 ára, hann 30 ára. Hann, edrú, gaf mér áfengi, káfaði á mér og tróð tungunni upp í mig. Ég forðaði mér en hann mætti heim til mín um nóttina og vildi komast inn,“ skrifar Jódís. Hún segir að þegar þau hafi mæst aftur á Staðarfelli, þremur árum síðar, hafi maðurinn kallað hana afsíðis. „Og spurði hvort við værum ekki bara ok? Það kæmi sér illa fyrir okkur bæði að vera eitthvað að ræða þetta.“ Hallarbyltingar og yfirmannahrókeringar ekki nóg Jódís er einn stofnfélaga Rótarinnar - félags um velferð og lífsgæði kvenna, og segist hún hafa mætt á stofnfundinn vegna þess að henni hafi blöskrað margt í starfsemi og hugmyndafræði SÁÁ. Fyrst og fremst hafi henni blöskrað ýmislegt sem snerist að konum og börnum og þau rótgrónu kvenfjandsamlegu og karllægu gildi sem ríktu innan samtakanna. Jódís segir í upphafi færslunnar að nú sé nóg komið og kallar eftir aðgerðum. Margir eigi SÁÁ margt að þakka. Samtökin haldi úti öflugu meðferðarúrræði sem flest líti á sme hið eina raunhæfa þegar fíknivandi sé annars vegar. Ekki sé þó hægt að líta fram hjá því að hvert ömurlegt málið hafi rekið annað árum saman innan samtakanna. „Ég þekki vel til, bæði sem skjólstæðingur, aðstandandi og starfsmaður til skamms tíma. Þegar fólk á líf sitt að launa úrræði sem það í góðri trú leitar til er erfitt og sárt að sjá gallana og taka undir gagnrýni á þetta sama úrræði,“ skrifar Jódís. Hún segir nauðsynlegt að eins og með alla aðra heilbrigðisþjónustu eigi i þessum málum að reka öflugt opinbert kerfi þar sem byggt er á klínískri menntun og nýjustu rannsóknum og vísindum. Taka þurfi á málum innan SÁÁ. „Þessar yfirmannahrókeringar og hallarbyltingar innan SÁÁ duga ekki til meðan menningin breytist ekki,“ skrifar Jódís. „Ég vil taka fram að innan SÁÁ starfar margt fólk sem flest er framúrskarandi í sínum störfum. Gagnrýni mín snýr ekki að því starfsfólki sem mætir til starfa af heildinum og sinnir sjúklingum af alúð á degi hverjum. Það er bara tímabært að við sem samfélag horfumst í augu við að heilbrigðisþjónustu ætti ekki að reka á frjálsum félagasamtökum án þess að nokkurra spurninga sé spurt!“ Fyrirsögn fréttarinnar sagði að misnotkunin hafi átt sér stað á meðferðarheimili SÁÁ en það hefur nú verið leiðrétt.
Ólga innan SÁÁ Kynferðisofbeldi Fíkn Félagasamtök Mál Einars Hermannssonar Vinstri græn Tengdar fréttir Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18
Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent