„Alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjargbrúninni“ Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2022 16:21 Hjördís segist skilja sátt við reksturinn. Aðsend Veitingastaðnum Bike Cave í Skerjafirði hefur verið lokað um óákveðinn tíma. Hjördís Andrésdóttir, eigandi Bike Cave, segir að persónulegar frekar en rekstrarlegar ástæður ráði för en mikil óvissa hafi fylgt faraldrinum. „Ég sneri lyklinum í gær þegar ég var búin að klára lagerinn,“ segir Hjördís í samtali við Vísi. Hún auglýsir veitingastaðinn og húsnæðið nú til leigu með vörumerkinu, mataruppskriftum, heimasíðu og öðru tilheyrandi. Einnig stendur áhugasömum til boða að hefja annars konar atvinnurekstur í húsnæðinu. Reiðhjólaviðgerðamaðurinn Jacek Pol sem var með aðstöðu hjá Bike Cave starfar áfram á sínum vegum undir merkjum Hjólhests. „Ég er búin að vera með atvinnurekstur í þessu húsi í vel yfir tuttugu ár. Ég bý fyrir ofan og vildi taka þann kostinn að vera til staðar fyrir börnin mín þó ég væri á næstu hæð fyrir neðan,” segir Hjördís. Nú séu börnin komin á aldur og nýlega hafi henni boðist áhugavert starf sem hún vilji ekki greina frá að svo stöddu. Fyrst tók Hjördís við rekstri hverfisverslunarinnar Skerjavers árið 2000 ásamt handboltamanninum Stefáni Halldórssyni heitnum og síðar framleiddu hjónin Best á kryddblöndurnar í sama húsnæði við Einarsnes 36. Verða áfram á sínum stað Hjördís segir að seinni hluti kórónuveirufaraldursins hafi verið mikil rússíbanareið fyrir veitingabransann. „Einn daginn er allt í lagi, svo koma fimm dagar sem eru alveg glataðir og svo koma tveir sem eru í lagi og svo framvegis.” Þá hafi hún hugsað sig tvisvar um þegar stjórnvöld hækkuðu tryggingagjaldið aftur um síðustu áramót eftir að hafa lækkað það tímabundið út 6,35 prósentum í 6,1 prósent. „Þegar manni býðst vinna út í bæ og veit að maður fær borguð launin sín þá er alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjargbrúninni,“ segir Hjördís. Óvissa ríkir enn um framtíð staðarins.Bike Cave Hún bætir þó við að faraldurinn hafi ekki farið mjög illa með reksturinn og hún skilji ekki eftir sig skuldahala þrátt fyrir að hafa ekki fullnægt skilyrðum stjórnvalda fyrir stuðningi vegna efnahagsáhrifa faraldursins. „Ég er gríðarlega stolt og þakklát fyrir að hafa haft mörg ungmenni héðan úr hverfinu í vinnu og fengið tækifæri til að kenna þeim að vinna.“ Hjördís segir að fjölskyldan skilji nú sátt við reksturinn og ný tækifæri taki við. Sem fyrr verði hægt að finna þau á efri hæðinni. Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
„Ég sneri lyklinum í gær þegar ég var búin að klára lagerinn,“ segir Hjördís í samtali við Vísi. Hún auglýsir veitingastaðinn og húsnæðið nú til leigu með vörumerkinu, mataruppskriftum, heimasíðu og öðru tilheyrandi. Einnig stendur áhugasömum til boða að hefja annars konar atvinnurekstur í húsnæðinu. Reiðhjólaviðgerðamaðurinn Jacek Pol sem var með aðstöðu hjá Bike Cave starfar áfram á sínum vegum undir merkjum Hjólhests. „Ég er búin að vera með atvinnurekstur í þessu húsi í vel yfir tuttugu ár. Ég bý fyrir ofan og vildi taka þann kostinn að vera til staðar fyrir börnin mín þó ég væri á næstu hæð fyrir neðan,” segir Hjördís. Nú séu börnin komin á aldur og nýlega hafi henni boðist áhugavert starf sem hún vilji ekki greina frá að svo stöddu. Fyrst tók Hjördís við rekstri hverfisverslunarinnar Skerjavers árið 2000 ásamt handboltamanninum Stefáni Halldórssyni heitnum og síðar framleiddu hjónin Best á kryddblöndurnar í sama húsnæði við Einarsnes 36. Verða áfram á sínum stað Hjördís segir að seinni hluti kórónuveirufaraldursins hafi verið mikil rússíbanareið fyrir veitingabransann. „Einn daginn er allt í lagi, svo koma fimm dagar sem eru alveg glataðir og svo koma tveir sem eru í lagi og svo framvegis.” Þá hafi hún hugsað sig tvisvar um þegar stjórnvöld hækkuðu tryggingagjaldið aftur um síðustu áramót eftir að hafa lækkað það tímabundið út 6,35 prósentum í 6,1 prósent. „Þegar manni býðst vinna út í bæ og veit að maður fær borguð launin sín þá er alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjargbrúninni,“ segir Hjördís. Óvissa ríkir enn um framtíð staðarins.Bike Cave Hún bætir þó við að faraldurinn hafi ekki farið mjög illa með reksturinn og hún skilji ekki eftir sig skuldahala þrátt fyrir að hafa ekki fullnægt skilyrðum stjórnvalda fyrir stuðningi vegna efnahagsáhrifa faraldursins. „Ég er gríðarlega stolt og þakklát fyrir að hafa haft mörg ungmenni héðan úr hverfinu í vinnu og fengið tækifæri til að kenna þeim að vinna.“ Hjördís segir að fjölskyldan skilji nú sátt við reksturinn og ný tækifæri taki við. Sem fyrr verði hægt að finna þau á efri hæðinni.
Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur