Húsnæðisvandi verkafólks Agnieszka Ewa Ziólkowska skrifar 22. janúar 2022 15:01 Á síðustu árum hefur íbúðaverð á Íslandi hækkað óvenju mikið og langt umfram laun. Aukinn húsnæðiskostnaður hefur því grafið undan kaupmætti sem samið var um í síðustu kjarasamningum. Á sama tíma hefur ríkið nær alveg þurrkað út vaxtabótakerfið sem áður auðveldaði láglaunafólki að eignast sitt eigið íbúðarhúsnæði. Staðan á leigumarkaði hefur einnig verið erfið og einkennst af háu leiguverði, miklu óöryggi og lélegu húsnæði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Kjarafréttum Eflingar þar sem fjallað er um ófremdarástandið á húsnæðismarkaði. Þessi þróun hefur gert fólki erfiðara fyrir að eignast húsnæði, einkum lágtekjufólki eins og Eflingarfélögum. Áður hafði verkafólk félagslega húsnæðiskerfið og veglegt vaxtabótakerfi sem auðvelduðu húsnæðisöflun. Félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður árið 1999 og vaxtabótakerfið átti að koma í staðinn. En á síðustu átta árum hefur vaxtabótakerfið einnig verið lagt niður að mestu leyti. Á sama tíma hefur íbúðaverð hækkað upp úr öllum hæðum. Lágtekjufjölskyldur hafa tapað rúmlega 40.000 krónum í mánaðarlegar vaxtabætur frá árinu 2010. Það er umtalsverð kjaraskerðing. Þeir sem kaupa íbúð í fyrsta sinn og aðrir sem skipta um húsnæði þurfa því að skuldsetja sig meira en áður hefur tíðkast. Vegna þess hversu erfitt er að eignast húsnæði á Íslandi í dag hafa margir neyðst til að fara út á leigumarkaðinn. Þar er ástandið ekki betra. Skortur hefur verið á ódýru leiguhúsnæði og jafnvel þó bygging almennra leiguíbúða á vegum Bjargs og fleiri félaga hafi komið til frá 2016 þá dugar það hvergi nærri til að laga þann vanda sem fyrir var. Lítið framboð á húsnæði veldur ennfremur því að innflytjendur sem vinna í láglaunastörfum búa margir við ömurlegar aðstæður í ófullnægjandi atvinnuhúsnæði. Ekki batnar staðan þegar ferðamenn taka hluta af betra leiguhúsnæðinu í gegnum AirBnB og fleiri miðlanir. Stjórnvöld hafa ekki staðið við loforð til verkalýðshreyfingarinnar um að setja hömlur á ákvörðun leiguverðs og hækkanir þess frá einum tíma til annars. Almennt er leigumarkaðurinn á Íslandi óreglulegri og sveiflukenndari en leigumarkaðir á hinum Norðurlöndunum. Það þýðir að húsnæðisaðstæður þeirra sem ekki geta keypt sitt eigið eru afleitar. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir verkafólk, ekki síst innflytjendur og ungt fólk, sem neyðast frekar en aðrir til að fara inn á leigumarkaðinn. Þegar verkalýðshreyfingin samdi við stjórnvöld um að auka framlög til byggingar almennra leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum í tengslum við gerð kjarasamninga árið 2015 og svo þegar samið var um hlutdeildarlán í Lífskjarasamningnum 2019 þá var það ekki hluti af samkomulaginu að vaxtabótakerfið yrði aflagt í framhaldinu. Þetta áttu að vera viðbætur við kerfið eins og það var fyrir. Enda getur þetta ekki komið í staðinn fyrir félagslega húsnæðiskerfið og vaxtabótakerfið. Með því að leggja niður vaxtabótakerfið hafa stjórnvöld því komið aftan að verkalýðshreyfingunni. Húsnæðiskostnaður á Íslandi er nú einn sá hæsti í heimi, bæði fyrir þá sem búa í eigin húsnæði og leigjendur. Verðhækkanir á síðustu árum hafa verið óhóflegar og þó að leiga hafi ekki hækkað á meðan Kóvid-faraldurinn gengur yfir (vegna tímabundinnar fækkunar innflytjenda og erlendra ferðamanna) þá er viðbúið að hækkanir taki við á fullum krafti þegar uppsveifla atvinnulífsins eftir kreppuna fer af stað á ný. Staðan í húsnæðismálum er því mjög slæm, bæði fyrir eigendur og leigjendur. Verkalýðshreyfingin þarf að þrýsta á stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga að gerðar verði verulegar umbætur í húsnæðismálum. Það þarf að auka framboð á íbúðarhúsnæði, bæði til eignar og leigu. Einnig þarf að endurheimta vaxtabótakerfið og efla barnabótakerfið til að fólk ráði við að afla húsnæðis fyrir sig og sína. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir verka- og láglaunafólk og ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði. Höfundur er formaður Eflingar – stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur íbúðaverð á Íslandi hækkað óvenju mikið og langt umfram laun. Aukinn húsnæðiskostnaður hefur því grafið undan kaupmætti sem samið var um í síðustu kjarasamningum. Á sama tíma hefur ríkið nær alveg þurrkað út vaxtabótakerfið sem áður auðveldaði láglaunafólki að eignast sitt eigið íbúðarhúsnæði. Staðan á leigumarkaði hefur einnig verið erfið og einkennst af háu leiguverði, miklu óöryggi og lélegu húsnæði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Kjarafréttum Eflingar þar sem fjallað er um ófremdarástandið á húsnæðismarkaði. Þessi þróun hefur gert fólki erfiðara fyrir að eignast húsnæði, einkum lágtekjufólki eins og Eflingarfélögum. Áður hafði verkafólk félagslega húsnæðiskerfið og veglegt vaxtabótakerfi sem auðvelduðu húsnæðisöflun. Félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður árið 1999 og vaxtabótakerfið átti að koma í staðinn. En á síðustu átta árum hefur vaxtabótakerfið einnig verið lagt niður að mestu leyti. Á sama tíma hefur íbúðaverð hækkað upp úr öllum hæðum. Lágtekjufjölskyldur hafa tapað rúmlega 40.000 krónum í mánaðarlegar vaxtabætur frá árinu 2010. Það er umtalsverð kjaraskerðing. Þeir sem kaupa íbúð í fyrsta sinn og aðrir sem skipta um húsnæði þurfa því að skuldsetja sig meira en áður hefur tíðkast. Vegna þess hversu erfitt er að eignast húsnæði á Íslandi í dag hafa margir neyðst til að fara út á leigumarkaðinn. Þar er ástandið ekki betra. Skortur hefur verið á ódýru leiguhúsnæði og jafnvel þó bygging almennra leiguíbúða á vegum Bjargs og fleiri félaga hafi komið til frá 2016 þá dugar það hvergi nærri til að laga þann vanda sem fyrir var. Lítið framboð á húsnæði veldur ennfremur því að innflytjendur sem vinna í láglaunastörfum búa margir við ömurlegar aðstæður í ófullnægjandi atvinnuhúsnæði. Ekki batnar staðan þegar ferðamenn taka hluta af betra leiguhúsnæðinu í gegnum AirBnB og fleiri miðlanir. Stjórnvöld hafa ekki staðið við loforð til verkalýðshreyfingarinnar um að setja hömlur á ákvörðun leiguverðs og hækkanir þess frá einum tíma til annars. Almennt er leigumarkaðurinn á Íslandi óreglulegri og sveiflukenndari en leigumarkaðir á hinum Norðurlöndunum. Það þýðir að húsnæðisaðstæður þeirra sem ekki geta keypt sitt eigið eru afleitar. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir verkafólk, ekki síst innflytjendur og ungt fólk, sem neyðast frekar en aðrir til að fara inn á leigumarkaðinn. Þegar verkalýðshreyfingin samdi við stjórnvöld um að auka framlög til byggingar almennra leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum í tengslum við gerð kjarasamninga árið 2015 og svo þegar samið var um hlutdeildarlán í Lífskjarasamningnum 2019 þá var það ekki hluti af samkomulaginu að vaxtabótakerfið yrði aflagt í framhaldinu. Þetta áttu að vera viðbætur við kerfið eins og það var fyrir. Enda getur þetta ekki komið í staðinn fyrir félagslega húsnæðiskerfið og vaxtabótakerfið. Með því að leggja niður vaxtabótakerfið hafa stjórnvöld því komið aftan að verkalýðshreyfingunni. Húsnæðiskostnaður á Íslandi er nú einn sá hæsti í heimi, bæði fyrir þá sem búa í eigin húsnæði og leigjendur. Verðhækkanir á síðustu árum hafa verið óhóflegar og þó að leiga hafi ekki hækkað á meðan Kóvid-faraldurinn gengur yfir (vegna tímabundinnar fækkunar innflytjenda og erlendra ferðamanna) þá er viðbúið að hækkanir taki við á fullum krafti þegar uppsveifla atvinnulífsins eftir kreppuna fer af stað á ný. Staðan í húsnæðismálum er því mjög slæm, bæði fyrir eigendur og leigjendur. Verkalýðshreyfingin þarf að þrýsta á stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga að gerðar verði verulegar umbætur í húsnæðismálum. Það þarf að auka framboð á íbúðarhúsnæði, bæði til eignar og leigu. Einnig þarf að endurheimta vaxtabótakerfið og efla barnabótakerfið til að fólk ráði við að afla húsnæðis fyrir sig og sína. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir verka- og láglaunafólk og ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði. Höfundur er formaður Eflingar – stéttarfélags.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun