Heimamenn fylla skarðið sem risinn skildi eftir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2022 14:10 Húsvíkingar og nærsveitungar verða ekki lengi án byggingarvöruverslunar. Vísir/Vilhelm Heimamenn á Húsavík láta ekki deigan síga þótt búið sé að loka einu byggingarvöruverslun bæjarins. Verktakar á svæðinu hafa tekið höndum saman og munu þeir opna nýja byggingarvöruverslun í bænum í næsta mánuði. Tilkynnt var í október að Húsasmiðjan ætlaði sér að loka útibúum fyrirtækisins á Húsavík og Dalvík, við litla hrifningu heimamanna. Verslun Húsasmiðjunnar á Húsavík var lokað um áramótin en nú er verið að reisa nýja og stærri verslun fyrirtækisins á Akureyri, þar sem ætlunin er að þjónusta Norðurland. Byggingarverktakar á Húsavík og nágrenni telja sig þó ekki geta verið án byggingarvöruverslunar á svæðinu, og því hafa nokkrir þeirra tekið saman um rekstur nýrrar byggingarvöruverslunar sem mun bera nafnið Heimamenn. „Menn bara geta ekki verið án þess,“ segir Brynjar T. Baldursson, sem er framkvæmdastjóri Heimamanna. Segir hann að mikilvægt að hægt sé að nálgast þessa helstu hluti sem hægt er að fá í slíkum verslunum í heimabyggð. „Oft vantar bara einhverja hluti núna og þá er gott að geta gengið að því. Það skiptir miklu,“ segir hann. Reyndu að fá Húsasmiðjuna til að hætta við að hætta Nefnir hann að mikil uppbygging sé í gangi á svæðinu, til að mynda nýtt sextíu rýma hjúkrunarheimili, fjölbýlishús fyrir 55 ára og eldri, auk þess sem að fyrirhuguð sé töluverð uppbygging á iðnaðarsvæðinu við Bakka. Heimamenn reyndu ýmislegt til að fá Húsasmiðjuna til að hætta við að hætta, en allt kom fyrir ekki. „Það mætti gríðarlegu mótlæti. Það var allt reynt. Það var mikið fundað með þeim og eins með Byko en það virtist enginn vilji að halda þessu úti,“ segir Brynjar Brynjar T. Baldursson, framkvæmdastjóri Heimamanna. Á boðstólnum verða hefðbundnar byggingarvörur en Brynjar segir að nú þegar sé búið að ganga frá samningum við helstu birgja. Þá eru Heimamenn ekki að finna upp hjólið, en verslunin verður staðsett þar sem Húsasmiðjan var áður, að Vallholtsvegi 8. „Kannski heldur minna í sniðum, allavega í byrjun. Að vera með þessar grunnvörur til bygginga. Málningu, skrúfur, festingavörur og pípulagnaefni,“ segir Brynjar. Reikna með að opna í næsta mánuði Hann segir að verktakarnir sem standi að þessu renni svolítið blint í sjóinn, en þeir telji mikilvægt að hægt sé að versla byggingarvörur í heimabyggð. „Auðvitað er þetta brekka og menn fara svolítið blint af stað í þetta. Menn þurfa að leggja út býsn af peningum, það er þannig.“ Reiknað er með að reksturinn hefjist í næsta mánuði, sem fyrr segir í því húsnæði sem Húsasmiðjan var áður með. „Þeir afhenda að vísu ekki húsið fyrr en núna um mánaðarmótin. Þá fáum við þetta afhent og þá er ekkert annað að gera en að fara að rusla upp.“ Neytendur Norðurþing Byggingariðnaður Verslun Tengdar fréttir Húsasmiðjunni lokað á Dalvík og Húsavík Verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík verður lokað um næstu áramót. Starfsmönnum fyrirtækisins í bæjunum verður boðið að vinna í nýrri verslun á Akureyri sem opna á á Freyjunesi á næsta ári. 21. október 2021 19:22 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Tilkynnt var í október að Húsasmiðjan ætlaði sér að loka útibúum fyrirtækisins á Húsavík og Dalvík, við litla hrifningu heimamanna. Verslun Húsasmiðjunnar á Húsavík var lokað um áramótin en nú er verið að reisa nýja og stærri verslun fyrirtækisins á Akureyri, þar sem ætlunin er að þjónusta Norðurland. Byggingarverktakar á Húsavík og nágrenni telja sig þó ekki geta verið án byggingarvöruverslunar á svæðinu, og því hafa nokkrir þeirra tekið saman um rekstur nýrrar byggingarvöruverslunar sem mun bera nafnið Heimamenn. „Menn bara geta ekki verið án þess,“ segir Brynjar T. Baldursson, sem er framkvæmdastjóri Heimamanna. Segir hann að mikilvægt að hægt sé að nálgast þessa helstu hluti sem hægt er að fá í slíkum verslunum í heimabyggð. „Oft vantar bara einhverja hluti núna og þá er gott að geta gengið að því. Það skiptir miklu,“ segir hann. Reyndu að fá Húsasmiðjuna til að hætta við að hætta Nefnir hann að mikil uppbygging sé í gangi á svæðinu, til að mynda nýtt sextíu rýma hjúkrunarheimili, fjölbýlishús fyrir 55 ára og eldri, auk þess sem að fyrirhuguð sé töluverð uppbygging á iðnaðarsvæðinu við Bakka. Heimamenn reyndu ýmislegt til að fá Húsasmiðjuna til að hætta við að hætta, en allt kom fyrir ekki. „Það mætti gríðarlegu mótlæti. Það var allt reynt. Það var mikið fundað með þeim og eins með Byko en það virtist enginn vilji að halda þessu úti,“ segir Brynjar Brynjar T. Baldursson, framkvæmdastjóri Heimamanna. Á boðstólnum verða hefðbundnar byggingarvörur en Brynjar segir að nú þegar sé búið að ganga frá samningum við helstu birgja. Þá eru Heimamenn ekki að finna upp hjólið, en verslunin verður staðsett þar sem Húsasmiðjan var áður, að Vallholtsvegi 8. „Kannski heldur minna í sniðum, allavega í byrjun. Að vera með þessar grunnvörur til bygginga. Málningu, skrúfur, festingavörur og pípulagnaefni,“ segir Brynjar. Reikna með að opna í næsta mánuði Hann segir að verktakarnir sem standi að þessu renni svolítið blint í sjóinn, en þeir telji mikilvægt að hægt sé að versla byggingarvörur í heimabyggð. „Auðvitað er þetta brekka og menn fara svolítið blint af stað í þetta. Menn þurfa að leggja út býsn af peningum, það er þannig.“ Reiknað er með að reksturinn hefjist í næsta mánuði, sem fyrr segir í því húsnæði sem Húsasmiðjan var áður með. „Þeir afhenda að vísu ekki húsið fyrr en núna um mánaðarmótin. Þá fáum við þetta afhent og þá er ekkert annað að gera en að fara að rusla upp.“
Neytendur Norðurþing Byggingariðnaður Verslun Tengdar fréttir Húsasmiðjunni lokað á Dalvík og Húsavík Verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík verður lokað um næstu áramót. Starfsmönnum fyrirtækisins í bæjunum verður boðið að vinna í nýrri verslun á Akureyri sem opna á á Freyjunesi á næsta ári. 21. október 2021 19:22 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Húsasmiðjunni lokað á Dalvík og Húsavík Verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík verður lokað um næstu áramót. Starfsmönnum fyrirtækisins í bæjunum verður boðið að vinna í nýrri verslun á Akureyri sem opna á á Freyjunesi á næsta ári. 21. október 2021 19:22
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent