Mikilvæg nýsköpun í tækni á Landspítala Adeline Tracz skrifar 19. janúar 2022 13:00 Stafræn tækni hefur breytt hefðbundinni atvinnustarfsemi um heim allan og þjóðarsjúkrahúsið Landspítali hefur tekið þátt í þeirri þróun af miklum krafti. Stafrænt umhverfi Landspítala er flókið og umfangsmikið á íslenskan mælikvarða og fjölbreytt nýsköpunarverkefni hafa sprottið upp á undanförnum árum. Nýsköpun og tækniframfarir á Landspítala krefjast hugmyndaflugs, kjarks og auðmýktar. Þverfagleg aðkoma verkfræðinga, tölvunarfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga er einnig nauðsynleg til að framfarir á stórum skala raungerist. Hér verður stiklað á stóru og reynt að gefa nokkra mynd af helstu verkefnum á þessu sviði á Landspítala og hvert er stefnt. Uppbygging samþættingarlags Fyrstu skrefin í stafrænni þróunarvegferð Landspítala voru stigin fyrir fjórtán árum með uppbyggingu samþættingarlags á Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala (HUT). Meginhlutverk samþættingarlagsins er að tryggja áreiðanleika gagna í tölvukerfum. Lagið er nokkurs konar skeytamiðja þar sem önnur kerfi geta sótt og sent gögn og átt í hnökralausum samskiptum. Það varð snemma markmið að byggja upp sameiginlegan gagnagrunn upplýsinga og þannig tryggja að allar rannsóknarniðurstöður og sjúklingaupplýsingar séu á einum stað. Það segir sig sjálft að aragrúi skeyta þarf að geta flætt áreynslulaust milli um 70 klínískra tölvukerfa og 9.000 lækningatækja á þessum stærsta vinnustað landsins, sem hefur hátt tæknilegt flækjustig, enda með 6.000 starfsmenn, 2.000 nemendur og um 120.000 skjólstæðinga yfir árið, sem flestir þurfa fjölbreytta þjónustu á spítalanum og koma oft. Heilsugátt: Ómissandi vinnutæki Þessi fyrstu skref voru til dæmis forsenda þess að hægt væri að þróa og smíða vefgátt fyrir hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða. Lausnin heitir Heilsugátt. Hún keyrir ofan á samþættingarlaginu og veitir starfsfólki aðgang að upplýsingunum í rauntíma á einum stað og á skipulagðan hátt. Þar má nefna rafrænt skjáborð sem birtir rauntímayfirlit yfir sjúklinga deildarinnar, vinnuhólf sérfræðings sem birtir meðal annars rannsóknarniðurstöður fyrir lækna, biðlista og tilvísanir sem tryggir afgreiðslu tilvísana og beiðna á rafrænan og öruggan hátt, dulkóðað spjallskilaboðakerfi, sjúklingahópa sem geyma rauntímaupplýsingar um sjúklinga í eftirliti á Landspítala og tímalínu sembirtir sjúkraskrá sjúklings. Heilsugáttin er notuð um land allt af mörgum heilbrigðisstofnunum. Gervigreind þróuð í Covid-19 Í heimsfaraldri Covid-19 hafa ýmis gervigreindarreiknirit verið þróuð og bætt inn í Heilsugátt til að taka sjálfkrafa afstöðu til heilsu sjúklinga og spara óþarfa símhringingar. Einnig var tekið í notkun spálíkan sem metur sjúklingahópinn í rauntíma og lætur vita af líkum á innlögn nýgreindra einstaklinga og stöðu veikinda þeirra. Þannig geta sérfræðingar spítalans metið með nokkuð góðum fyrirvara hversu margir sjúklingar þurfi sennilega á gjörgæsluþjónustu að halda. Eining hefur sjálfvirkni ferla aukist með sendingu spurningalista í Heilsuveru úr Heilsugátt og sjálfvirkri skráningu klínísks mats út frá svörunum. Landspítalaapp fyrir sjúklinga Vorið 2020 spratt síðan upp sú hugmyndað færa gögn og upplýsingar innri kerfa nær sjúklingum og aðstandendum. Styrkur fékkst frá ráðuneyti til að þróa app sem gerir sjúklingum kleift að nálgast upplýsingar um innlögn og viti þannig ætíð hvað fram undan sé á meðan á dvölinni á spítalanum stendur. Landspítalaappið birtir mikilvægar upplýsingar í tengslum við meðferð á Landspítalanum eins og lyfjaupplýsingar, lífsmörk, rannsóknarniðurstöður, tímabókanir og stöðu biðlista og tilvísana. Appið gerir sjúklingi einnig kleift að hafa samband við starfsfólk deildarinnar. Verið er að innleiða það á spítalanum í nokkrum áföngum. Öll rafræn framfaraskref á spítala hafa snúist um að gera skráningu sjálfvirka, tæknivæða ferla, auka afköst og auka upplýsingaflæði milli sjúklinga og starfsfólks og ekki síst hjálpa við að tryggja faglega meðhöndlun sjúklinga. Margt fleira er á döfinni til að gera spítalann skilvirkari. Starfsmannaapp Haldið verður áfram að innleiða núverandi lausnir á allan spítalann og enn meiri kraftur verður lagður í að efla nýsköpun og framþróun. Þróun Landspítalaapps verður tekin lengra og fljótlega verður hægt að skoða þar þróun lífsmarka, svara spurningalistum og opna fyrir aðstandandaaðgang. Samhliða því verður þróað starfsmannaapp sem gerir starfsfólki kleift að fylgjast með sjúklingum og tryggir skjóta afgreiðslu erinda. Snjallforrit munu aðstoða sjúklinga við að rata og starfsfólki að fylgjast með tækjum. Fjarheilbrigðisþjónusta Í beinu framhaldi af Covid-19 og þeirri nýju heimsmynd sem þá hefur fæðst er eðlilegt að spyrja sig hvort heimsókn á spítala sé alltaf nauðsynleg. Er ekki hægt að leysa mörg mál í gegnum fjarheilbrigðisþjónustu? Stafrænar lausnir og snjallforrit sem fylgja með lækningatækjum munu gera kleift að vakta sjúklinga heima. Gögn eins og hjartsláttarmælingar, súrefnismettun, lífsmörk og sykursýkisgildi flæða sjálfkrafa til Landspítala og reiknirit flagga óeðlilegum gildum. Starfsfólk bregst þá við og tekur afstöðu varðandi framhaldið. Það verður sífellt auðveldara að þjálfa algóryþma eða reiknirit og spálíkön og viðamikil gervigreindarreiknirit verða fljótlega tekin í notkun og munu aðstoða heilbrigðisstarfsfólk við flókna ákvörðunartöku og til að nýta betur aðföng á Landspítala. Sýndarveruleiki Ýmis tækni sem við höfum vanist úr vísindaskáldsögum er nú að verða að veruleika, eins og notkun á sýndarveruleika og auknum veruleika (Augmented Reality) innan spítala. Læknir með aðstoð heilmyndargleraugna getur skoðað og uppfært sjúkraskrá sjúklings sem heilmynd og á sama tíma skoðað sneiðmyndir sem einnig birtast sem heilmyndir. Hann mun líka geta deilt heilmynd af sneiðmyndum með sjúklingi sem notar sambærileg vr-gleraugu. Slík tækni getur umbylt heilbrigðisþjónustu og líka nýst við kennslu. Samstarf við Evrópu Óumdeilt er að mikil verðmæti liggja í heilbrigðisupplýsingum og Íslendingum ber að vernda þær eins og kostur er. En einnig þarf að skoða hvernig þær verða best nýttar í rannsóknarskyni á Íslandi og í heiminum öllum til framþróunar á heilbrigðisþjónustu! Kerfislægur aðgangur að sjúklingaupplýsingum hér á landi hefur verið auðveldaður með uppbyggingu Heklunets sem Embætti Landlæknis hefur þróað og bráðum bætist við XROAD sem Stafrænt Ísland er að innleiða. Uppbygging European Health Innovation Hub sem gerir kleift að deila ópersónugreinanlegum heilbrigðisupplýsingum milli landa verður sömuleiðis mikilvægt skref. Ávinningurinn af öllu þessu verður margvíslegur en sérstaklega spennandi er þjálfun gervigreindarreiknirita út frá mjög stórum gagnabönkum. Þjónustur verða aðgengilegar og vottaðar af þeim löndum sem taka þátt í uppbyggingu þeirra og gera kleift að veita betri heilbrigðisþjónustu óháð staðsetningu og efnahagslegri stöðu landa. Höfundur er nýsköpunarstjóri á Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Nýsköpun Stafræn þróun Gervigreind Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Stafræn tækni hefur breytt hefðbundinni atvinnustarfsemi um heim allan og þjóðarsjúkrahúsið Landspítali hefur tekið þátt í þeirri þróun af miklum krafti. Stafrænt umhverfi Landspítala er flókið og umfangsmikið á íslenskan mælikvarða og fjölbreytt nýsköpunarverkefni hafa sprottið upp á undanförnum árum. Nýsköpun og tækniframfarir á Landspítala krefjast hugmyndaflugs, kjarks og auðmýktar. Þverfagleg aðkoma verkfræðinga, tölvunarfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga er einnig nauðsynleg til að framfarir á stórum skala raungerist. Hér verður stiklað á stóru og reynt að gefa nokkra mynd af helstu verkefnum á þessu sviði á Landspítala og hvert er stefnt. Uppbygging samþættingarlags Fyrstu skrefin í stafrænni þróunarvegferð Landspítala voru stigin fyrir fjórtán árum með uppbyggingu samþættingarlags á Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala (HUT). Meginhlutverk samþættingarlagsins er að tryggja áreiðanleika gagna í tölvukerfum. Lagið er nokkurs konar skeytamiðja þar sem önnur kerfi geta sótt og sent gögn og átt í hnökralausum samskiptum. Það varð snemma markmið að byggja upp sameiginlegan gagnagrunn upplýsinga og þannig tryggja að allar rannsóknarniðurstöður og sjúklingaupplýsingar séu á einum stað. Það segir sig sjálft að aragrúi skeyta þarf að geta flætt áreynslulaust milli um 70 klínískra tölvukerfa og 9.000 lækningatækja á þessum stærsta vinnustað landsins, sem hefur hátt tæknilegt flækjustig, enda með 6.000 starfsmenn, 2.000 nemendur og um 120.000 skjólstæðinga yfir árið, sem flestir þurfa fjölbreytta þjónustu á spítalanum og koma oft. Heilsugátt: Ómissandi vinnutæki Þessi fyrstu skref voru til dæmis forsenda þess að hægt væri að þróa og smíða vefgátt fyrir hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða. Lausnin heitir Heilsugátt. Hún keyrir ofan á samþættingarlaginu og veitir starfsfólki aðgang að upplýsingunum í rauntíma á einum stað og á skipulagðan hátt. Þar má nefna rafrænt skjáborð sem birtir rauntímayfirlit yfir sjúklinga deildarinnar, vinnuhólf sérfræðings sem birtir meðal annars rannsóknarniðurstöður fyrir lækna, biðlista og tilvísanir sem tryggir afgreiðslu tilvísana og beiðna á rafrænan og öruggan hátt, dulkóðað spjallskilaboðakerfi, sjúklingahópa sem geyma rauntímaupplýsingar um sjúklinga í eftirliti á Landspítala og tímalínu sembirtir sjúkraskrá sjúklings. Heilsugáttin er notuð um land allt af mörgum heilbrigðisstofnunum. Gervigreind þróuð í Covid-19 Í heimsfaraldri Covid-19 hafa ýmis gervigreindarreiknirit verið þróuð og bætt inn í Heilsugátt til að taka sjálfkrafa afstöðu til heilsu sjúklinga og spara óþarfa símhringingar. Einnig var tekið í notkun spálíkan sem metur sjúklingahópinn í rauntíma og lætur vita af líkum á innlögn nýgreindra einstaklinga og stöðu veikinda þeirra. Þannig geta sérfræðingar spítalans metið með nokkuð góðum fyrirvara hversu margir sjúklingar þurfi sennilega á gjörgæsluþjónustu að halda. Eining hefur sjálfvirkni ferla aukist með sendingu spurningalista í Heilsuveru úr Heilsugátt og sjálfvirkri skráningu klínísks mats út frá svörunum. Landspítalaapp fyrir sjúklinga Vorið 2020 spratt síðan upp sú hugmyndað færa gögn og upplýsingar innri kerfa nær sjúklingum og aðstandendum. Styrkur fékkst frá ráðuneyti til að þróa app sem gerir sjúklingum kleift að nálgast upplýsingar um innlögn og viti þannig ætíð hvað fram undan sé á meðan á dvölinni á spítalanum stendur. Landspítalaappið birtir mikilvægar upplýsingar í tengslum við meðferð á Landspítalanum eins og lyfjaupplýsingar, lífsmörk, rannsóknarniðurstöður, tímabókanir og stöðu biðlista og tilvísana. Appið gerir sjúklingi einnig kleift að hafa samband við starfsfólk deildarinnar. Verið er að innleiða það á spítalanum í nokkrum áföngum. Öll rafræn framfaraskref á spítala hafa snúist um að gera skráningu sjálfvirka, tæknivæða ferla, auka afköst og auka upplýsingaflæði milli sjúklinga og starfsfólks og ekki síst hjálpa við að tryggja faglega meðhöndlun sjúklinga. Margt fleira er á döfinni til að gera spítalann skilvirkari. Starfsmannaapp Haldið verður áfram að innleiða núverandi lausnir á allan spítalann og enn meiri kraftur verður lagður í að efla nýsköpun og framþróun. Þróun Landspítalaapps verður tekin lengra og fljótlega verður hægt að skoða þar þróun lífsmarka, svara spurningalistum og opna fyrir aðstandandaaðgang. Samhliða því verður þróað starfsmannaapp sem gerir starfsfólki kleift að fylgjast með sjúklingum og tryggir skjóta afgreiðslu erinda. Snjallforrit munu aðstoða sjúklinga við að rata og starfsfólki að fylgjast með tækjum. Fjarheilbrigðisþjónusta Í beinu framhaldi af Covid-19 og þeirri nýju heimsmynd sem þá hefur fæðst er eðlilegt að spyrja sig hvort heimsókn á spítala sé alltaf nauðsynleg. Er ekki hægt að leysa mörg mál í gegnum fjarheilbrigðisþjónustu? Stafrænar lausnir og snjallforrit sem fylgja með lækningatækjum munu gera kleift að vakta sjúklinga heima. Gögn eins og hjartsláttarmælingar, súrefnismettun, lífsmörk og sykursýkisgildi flæða sjálfkrafa til Landspítala og reiknirit flagga óeðlilegum gildum. Starfsfólk bregst þá við og tekur afstöðu varðandi framhaldið. Það verður sífellt auðveldara að þjálfa algóryþma eða reiknirit og spálíkön og viðamikil gervigreindarreiknirit verða fljótlega tekin í notkun og munu aðstoða heilbrigðisstarfsfólk við flókna ákvörðunartöku og til að nýta betur aðföng á Landspítala. Sýndarveruleiki Ýmis tækni sem við höfum vanist úr vísindaskáldsögum er nú að verða að veruleika, eins og notkun á sýndarveruleika og auknum veruleika (Augmented Reality) innan spítala. Læknir með aðstoð heilmyndargleraugna getur skoðað og uppfært sjúkraskrá sjúklings sem heilmynd og á sama tíma skoðað sneiðmyndir sem einnig birtast sem heilmyndir. Hann mun líka geta deilt heilmynd af sneiðmyndum með sjúklingi sem notar sambærileg vr-gleraugu. Slík tækni getur umbylt heilbrigðisþjónustu og líka nýst við kennslu. Samstarf við Evrópu Óumdeilt er að mikil verðmæti liggja í heilbrigðisupplýsingum og Íslendingum ber að vernda þær eins og kostur er. En einnig þarf að skoða hvernig þær verða best nýttar í rannsóknarskyni á Íslandi og í heiminum öllum til framþróunar á heilbrigðisþjónustu! Kerfislægur aðgangur að sjúklingaupplýsingum hér á landi hefur verið auðveldaður með uppbyggingu Heklunets sem Embætti Landlæknis hefur þróað og bráðum bætist við XROAD sem Stafrænt Ísland er að innleiða. Uppbygging European Health Innovation Hub sem gerir kleift að deila ópersónugreinanlegum heilbrigðisupplýsingum milli landa verður sömuleiðis mikilvægt skref. Ávinningurinn af öllu þessu verður margvíslegur en sérstaklega spennandi er þjálfun gervigreindarreiknirita út frá mjög stórum gagnabönkum. Þjónustur verða aðgengilegar og vottaðar af þeim löndum sem taka þátt í uppbyggingu þeirra og gera kleift að veita betri heilbrigðisþjónustu óháð staðsetningu og efnahagslegri stöðu landa. Höfundur er nýsköpunarstjóri á Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar