Konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2022 12:01 Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju Vísir/Sigurjón Dagvinnulaun félagsmanna Einingar-Iðju hafa hækkað að sögn formannsins og eru konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar. Meðallaun kvenna hækkuðu um rúmlega fimmtíu þúsund milli ára en karla um þrettán þúsund krónur. Eining -Iðja hefur í rúman áratug gert kannanir á stöðu og kjörum félagsmanna sinna. Björn Snæbjörnsson formaður félagsins segir að síðasta könnun hafi komið verulega á óvart. Fyrst var sagt frá málinu í Vikublaðinu. „Meðallaun kvenna fyrir dagvinnu var hærri en karla sem er í fyrsta skipti sem það gerist. Þess ber þó að geta að karlar í hundrað prósent starfi í könnuninni voru fimm af hverjum sjö og könur tvær af hverjum fimm en meðallaunin eru alltaf reiknuð út frá fullri vinnu. Það virðist vera stærri hópur undir samningum sveitarfélaga og ríkis sem svaraði núna en dagvinnulaunin eru hærri þar heldur en á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Björn. Björn segir að þegar dagvinnulaun séu skoðuð miðað við 100% starf komi í ljós að þau hafi hækkuðu um 31 þúsund krónur milli áranna 2020 til 2021 og voru 458 þúsund krónur. Þegar launin voru skoðuð eftir kyni kom í ljós að karlar voru með 453 þúsund krónur í meðallaun í fyrra og höfðu hækkað um 13 þúsund krónur, en konur voru með 464 þúsund krónur og hækkun upp á 51 þúsund krónur milli ára. Heildarlaun karla eru þó mun hærri en kvenna. „Karlar eru með miklu meiri heildarlaun þar er meiri yfirvinna. Þó hefur yfirvinna á Eyjafjarðarsvæðinu minnkað milli ári og er undir landsmeðaltali,“ segir hann. Fólk að neita sér um mikilvæga þjónustu Björn segir svo virðist að lífskjarasamningarnir hafi virkað best fyrir fólk á lægstu kjörunum. „Lífskjarasamningarnar eru að skila fólki á lægstu laununum betri kjörum eins og lagt var upp með. Sérstaklega er fólk á taxtalaunum að fá betri kjör en áður,“ segir hann. Björn segir hins vegar að ánægja með laun hafi minnkað. „Fólk var ánægðara með launin sín 2020 en 2021. Það skýrist væntanlega af því að þrátt fyrir að launin hafi hækkað í krónum hefur ýmislegt annað hækkað á móti. Þá kom fram að stór hluti félagsmanna okkar neitar sér um ýmsa mikilvæga þjónustu. Þannig hafa 32% félagsmanna neitað sér um tannlæknaþjónustu, 22% hafa neitað sér um að fara til almenns læknis og 17% hafa frestað því að taka út lyf. Það er mikið áfall að sjá þær tölur,“ segir Björn. Kjaramál Jafnréttismál Akureyri Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Eining -Iðja hefur í rúman áratug gert kannanir á stöðu og kjörum félagsmanna sinna. Björn Snæbjörnsson formaður félagsins segir að síðasta könnun hafi komið verulega á óvart. Fyrst var sagt frá málinu í Vikublaðinu. „Meðallaun kvenna fyrir dagvinnu var hærri en karla sem er í fyrsta skipti sem það gerist. Þess ber þó að geta að karlar í hundrað prósent starfi í könnuninni voru fimm af hverjum sjö og könur tvær af hverjum fimm en meðallaunin eru alltaf reiknuð út frá fullri vinnu. Það virðist vera stærri hópur undir samningum sveitarfélaga og ríkis sem svaraði núna en dagvinnulaunin eru hærri þar heldur en á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Björn. Björn segir að þegar dagvinnulaun séu skoðuð miðað við 100% starf komi í ljós að þau hafi hækkuðu um 31 þúsund krónur milli áranna 2020 til 2021 og voru 458 þúsund krónur. Þegar launin voru skoðuð eftir kyni kom í ljós að karlar voru með 453 þúsund krónur í meðallaun í fyrra og höfðu hækkað um 13 þúsund krónur, en konur voru með 464 þúsund krónur og hækkun upp á 51 þúsund krónur milli ára. Heildarlaun karla eru þó mun hærri en kvenna. „Karlar eru með miklu meiri heildarlaun þar er meiri yfirvinna. Þó hefur yfirvinna á Eyjafjarðarsvæðinu minnkað milli ári og er undir landsmeðaltali,“ segir hann. Fólk að neita sér um mikilvæga þjónustu Björn segir svo virðist að lífskjarasamningarnir hafi virkað best fyrir fólk á lægstu kjörunum. „Lífskjarasamningarnar eru að skila fólki á lægstu laununum betri kjörum eins og lagt var upp með. Sérstaklega er fólk á taxtalaunum að fá betri kjör en áður,“ segir hann. Björn segir hins vegar að ánægja með laun hafi minnkað. „Fólk var ánægðara með launin sín 2020 en 2021. Það skýrist væntanlega af því að þrátt fyrir að launin hafi hækkað í krónum hefur ýmislegt annað hækkað á móti. Þá kom fram að stór hluti félagsmanna okkar neitar sér um ýmsa mikilvæga þjónustu. Þannig hafa 32% félagsmanna neitað sér um tannlæknaþjónustu, 22% hafa neitað sér um að fara til almenns læknis og 17% hafa frestað því að taka út lyf. Það er mikið áfall að sjá þær tölur,“ segir Björn.
Kjaramál Jafnréttismál Akureyri Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira