Konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2022 12:01 Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju Vísir/Sigurjón Dagvinnulaun félagsmanna Einingar-Iðju hafa hækkað að sögn formannsins og eru konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar. Meðallaun kvenna hækkuðu um rúmlega fimmtíu þúsund milli ára en karla um þrettán þúsund krónur. Eining -Iðja hefur í rúman áratug gert kannanir á stöðu og kjörum félagsmanna sinna. Björn Snæbjörnsson formaður félagsins segir að síðasta könnun hafi komið verulega á óvart. Fyrst var sagt frá málinu í Vikublaðinu. „Meðallaun kvenna fyrir dagvinnu var hærri en karla sem er í fyrsta skipti sem það gerist. Þess ber þó að geta að karlar í hundrað prósent starfi í könnuninni voru fimm af hverjum sjö og könur tvær af hverjum fimm en meðallaunin eru alltaf reiknuð út frá fullri vinnu. Það virðist vera stærri hópur undir samningum sveitarfélaga og ríkis sem svaraði núna en dagvinnulaunin eru hærri þar heldur en á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Björn. Björn segir að þegar dagvinnulaun séu skoðuð miðað við 100% starf komi í ljós að þau hafi hækkuðu um 31 þúsund krónur milli áranna 2020 til 2021 og voru 458 þúsund krónur. Þegar launin voru skoðuð eftir kyni kom í ljós að karlar voru með 453 þúsund krónur í meðallaun í fyrra og höfðu hækkað um 13 þúsund krónur, en konur voru með 464 þúsund krónur og hækkun upp á 51 þúsund krónur milli ára. Heildarlaun karla eru þó mun hærri en kvenna. „Karlar eru með miklu meiri heildarlaun þar er meiri yfirvinna. Þó hefur yfirvinna á Eyjafjarðarsvæðinu minnkað milli ári og er undir landsmeðaltali,“ segir hann. Fólk að neita sér um mikilvæga þjónustu Björn segir svo virðist að lífskjarasamningarnir hafi virkað best fyrir fólk á lægstu kjörunum. „Lífskjarasamningarnar eru að skila fólki á lægstu laununum betri kjörum eins og lagt var upp með. Sérstaklega er fólk á taxtalaunum að fá betri kjör en áður,“ segir hann. Björn segir hins vegar að ánægja með laun hafi minnkað. „Fólk var ánægðara með launin sín 2020 en 2021. Það skýrist væntanlega af því að þrátt fyrir að launin hafi hækkað í krónum hefur ýmislegt annað hækkað á móti. Þá kom fram að stór hluti félagsmanna okkar neitar sér um ýmsa mikilvæga þjónustu. Þannig hafa 32% félagsmanna neitað sér um tannlæknaþjónustu, 22% hafa neitað sér um að fara til almenns læknis og 17% hafa frestað því að taka út lyf. Það er mikið áfall að sjá þær tölur,“ segir Björn. Kjaramál Jafnréttismál Akureyri Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Eining -Iðja hefur í rúman áratug gert kannanir á stöðu og kjörum félagsmanna sinna. Björn Snæbjörnsson formaður félagsins segir að síðasta könnun hafi komið verulega á óvart. Fyrst var sagt frá málinu í Vikublaðinu. „Meðallaun kvenna fyrir dagvinnu var hærri en karla sem er í fyrsta skipti sem það gerist. Þess ber þó að geta að karlar í hundrað prósent starfi í könnuninni voru fimm af hverjum sjö og könur tvær af hverjum fimm en meðallaunin eru alltaf reiknuð út frá fullri vinnu. Það virðist vera stærri hópur undir samningum sveitarfélaga og ríkis sem svaraði núna en dagvinnulaunin eru hærri þar heldur en á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Björn. Björn segir að þegar dagvinnulaun séu skoðuð miðað við 100% starf komi í ljós að þau hafi hækkuðu um 31 þúsund krónur milli áranna 2020 til 2021 og voru 458 þúsund krónur. Þegar launin voru skoðuð eftir kyni kom í ljós að karlar voru með 453 þúsund krónur í meðallaun í fyrra og höfðu hækkað um 13 þúsund krónur, en konur voru með 464 þúsund krónur og hækkun upp á 51 þúsund krónur milli ára. Heildarlaun karla eru þó mun hærri en kvenna. „Karlar eru með miklu meiri heildarlaun þar er meiri yfirvinna. Þó hefur yfirvinna á Eyjafjarðarsvæðinu minnkað milli ári og er undir landsmeðaltali,“ segir hann. Fólk að neita sér um mikilvæga þjónustu Björn segir svo virðist að lífskjarasamningarnir hafi virkað best fyrir fólk á lægstu kjörunum. „Lífskjarasamningarnar eru að skila fólki á lægstu laununum betri kjörum eins og lagt var upp með. Sérstaklega er fólk á taxtalaunum að fá betri kjör en áður,“ segir hann. Björn segir hins vegar að ánægja með laun hafi minnkað. „Fólk var ánægðara með launin sín 2020 en 2021. Það skýrist væntanlega af því að þrátt fyrir að launin hafi hækkað í krónum hefur ýmislegt annað hækkað á móti. Þá kom fram að stór hluti félagsmanna okkar neitar sér um ýmsa mikilvæga þjónustu. Þannig hafa 32% félagsmanna neitað sér um tannlæknaþjónustu, 22% hafa neitað sér um að fara til almenns læknis og 17% hafa frestað því að taka út lyf. Það er mikið áfall að sjá þær tölur,“ segir Björn.
Kjaramál Jafnréttismál Akureyri Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent