Teitur dæmdur fyrir skattsvik Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2022 22:55 Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar og samstæðu. Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar, hefur hlotið fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Honum ber einnig að greiða rúmlega fimmtán milljón króna sekt innan fjögurra vikna, ella fara í fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu í gær. Ákæra héraðssaksóknara var í þremur liðum en samkvæmt fyrsta lið var Teitur ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins Sitrus sem áður hét Læknavefur MD. Teitur var framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi einkahlutafélagsins. Vangreiddur virðisaukaskattur hljóðar upp á rúmar tíu milljónir króna en félag Teits stóð ekki skil á virðisaukaskatti árin 2013, 2014 og 2015. Þá var Teitur ákærður fyrir að hafa brotið gegn lögum um bókhald og vanrækt að geyma bókhaldsgögn og skjöl sem tengdust rekstrinum með fullnægjandi hætti. Hann var einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt ávinning af virðisaukaskattsbrotinu, meðal annars í eigin þágu. Teitur var sýknaður af ákærunni fyrir peningaþvætti. Umfangsmikil ásetningsbrot Teitur neitaði sök og bar fyrir sig að fjárhæð vangoldins virðisaukaskatts hafi verið röng í ákæru. Þá kvaðst hann einnig hafa greitt allan vangoldinn virðisaukaskatt. Í dóminum segir að hann hafi sagt við skattrannsóknarstjóra, þegar hann var til rannsóknar árið 2017, að hann hafi ekki haft ásetning til skattsvikanna. Hann kvaðst enn fremur hafa persónulega innt af hendi umtalsverðar greiðslur fyrir og eftir gjaldþrot félagsins. Héraðsdómari féllst ekki á málatilbúnað Teits og sagði að líta yrði til þess að brotin væru umfangsmikil ásetningsbrot. Þó bæri að líta til þess að málsmeðferð hjá skattrannsóknarstjóra hafi dregist töluvert en ákæra var gefin út rúmum þremur og hálfu ári eftir að málið kom fyrst á borð skattrannsóknarstjóra. Þá hafi Teitur aldrei áður hlotið refsingu og sjónarmiðin voru til mildunar dómsins að nokkru leyti. Greiða 15 milljónir innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi Teitur var því dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Honum ber einnig að greiða rúmlega fimmtán milljón króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms, ella sæta fangelsi í 240 daga. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa verið gerðar breytingar á stjórn Heilsuverndar og ber Teitur nú ekki ábyrgð á daglegum rekstri. Hann mun þó enn koma að starfsemi félagsins. Talið sig hafa greitt það sem honum bar Teitur segir í yfirlýsingu að hann hafi tekið þátt í að fjármagna sprotafyrirtæki í auglýsingagerð fyrir níu árum og verið skráður sem framkvæmdastjóri félagsins. Hann hafi aldrei verið starfsmaður þess og hvorki þegið laun né aðra fjármuni frá félaginu. „Við lok rekstrar lá fyrir að vanskil voru á opinberum gjöldum. Á þeim tíma axlaði ég ábyrgð með því að láta félaginu í té viðbótarfjármagn til greiðslu þeirra. Þá gerði ég upp vanskil og fékk staðfestingu á því frá innheimtumanni ríkissjóðs áður en félagið var lýst gjaldþrota. Ég taldi mig hafa greitt það sem mér bar. Þá tók ég það ítrekað fram, að kæmi í ljós við nánari rannsókn að skuldin væri hærri en sú fjárhæð sem ég hafði þegar greitt, þá myndi ég greiða þá skuld að fullu, sem ég hef gert.“ Yfirlýsing Teits Guðmundssonar í heild sinni Fyrir 9 árum tók ég þátt í að fjármagna sprotafyrirtæki í auglýsingagerð og var skráður sem framkvæmdastjóri félagsins. Ég hef í gær hlotið dóm vegna aðkomu minnar að því. Ég var aldrei starfsmaður þess og þáði hvorki laun né aðra fjármuni frá félaginu. Reksturinn gekk ekki upp og var félagið tekið til gjaldþrotaskipta 21. október 2015. Við lok rekstrar lá fyrir að vanskil voru á opinberum gjöldum. Á þeim tíma axlaði ég ábyrgð með því að láta félaginu í té viðbótarfjármagn til greiðslu þeirra. Þá gerði ég upp vanskil og fékk staðfestingu á því frá innheimtumanni ríkissjóðs áður en félagið var lýst gjaldþrota. Ég taldi mig hafa greitt það sem mér bar. Þá tók ég það ítrekað fram, að kæmi í ljós við nánari rannsókn að skuldin væri hærri en sú fjárhæð sem ég hafði þegar greitt, þá myndi ég greiða þá skuld að fullu, sem ég hef gert. Þetta mál hefur verið mér þungbært, en það er léttir að því sé nú lokið. Um nýliðin áramót voru gerðar breytingar á stjórnskipun Heilsuverndar á þá leið að ég ber ekki lengur ábyrgð á daglegum rekstri. Eftir sem áður mun ég koma að uppbyggingu og eftirfylgni þeirra fjölmörgu verkefna sem eru á verksviði félagsins og tengdra félaga. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Sjá meira
Ákæra héraðssaksóknara var í þremur liðum en samkvæmt fyrsta lið var Teitur ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins Sitrus sem áður hét Læknavefur MD. Teitur var framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi einkahlutafélagsins. Vangreiddur virðisaukaskattur hljóðar upp á rúmar tíu milljónir króna en félag Teits stóð ekki skil á virðisaukaskatti árin 2013, 2014 og 2015. Þá var Teitur ákærður fyrir að hafa brotið gegn lögum um bókhald og vanrækt að geyma bókhaldsgögn og skjöl sem tengdust rekstrinum með fullnægjandi hætti. Hann var einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt ávinning af virðisaukaskattsbrotinu, meðal annars í eigin þágu. Teitur var sýknaður af ákærunni fyrir peningaþvætti. Umfangsmikil ásetningsbrot Teitur neitaði sök og bar fyrir sig að fjárhæð vangoldins virðisaukaskatts hafi verið röng í ákæru. Þá kvaðst hann einnig hafa greitt allan vangoldinn virðisaukaskatt. Í dóminum segir að hann hafi sagt við skattrannsóknarstjóra, þegar hann var til rannsóknar árið 2017, að hann hafi ekki haft ásetning til skattsvikanna. Hann kvaðst enn fremur hafa persónulega innt af hendi umtalsverðar greiðslur fyrir og eftir gjaldþrot félagsins. Héraðsdómari féllst ekki á málatilbúnað Teits og sagði að líta yrði til þess að brotin væru umfangsmikil ásetningsbrot. Þó bæri að líta til þess að málsmeðferð hjá skattrannsóknarstjóra hafi dregist töluvert en ákæra var gefin út rúmum þremur og hálfu ári eftir að málið kom fyrst á borð skattrannsóknarstjóra. Þá hafi Teitur aldrei áður hlotið refsingu og sjónarmiðin voru til mildunar dómsins að nokkru leyti. Greiða 15 milljónir innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi Teitur var því dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Honum ber einnig að greiða rúmlega fimmtán milljón króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms, ella sæta fangelsi í 240 daga. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa verið gerðar breytingar á stjórn Heilsuverndar og ber Teitur nú ekki ábyrgð á daglegum rekstri. Hann mun þó enn koma að starfsemi félagsins. Talið sig hafa greitt það sem honum bar Teitur segir í yfirlýsingu að hann hafi tekið þátt í að fjármagna sprotafyrirtæki í auglýsingagerð fyrir níu árum og verið skráður sem framkvæmdastjóri félagsins. Hann hafi aldrei verið starfsmaður þess og hvorki þegið laun né aðra fjármuni frá félaginu. „Við lok rekstrar lá fyrir að vanskil voru á opinberum gjöldum. Á þeim tíma axlaði ég ábyrgð með því að láta félaginu í té viðbótarfjármagn til greiðslu þeirra. Þá gerði ég upp vanskil og fékk staðfestingu á því frá innheimtumanni ríkissjóðs áður en félagið var lýst gjaldþrota. Ég taldi mig hafa greitt það sem mér bar. Þá tók ég það ítrekað fram, að kæmi í ljós við nánari rannsókn að skuldin væri hærri en sú fjárhæð sem ég hafði þegar greitt, þá myndi ég greiða þá skuld að fullu, sem ég hef gert.“ Yfirlýsing Teits Guðmundssonar í heild sinni Fyrir 9 árum tók ég þátt í að fjármagna sprotafyrirtæki í auglýsingagerð og var skráður sem framkvæmdastjóri félagsins. Ég hef í gær hlotið dóm vegna aðkomu minnar að því. Ég var aldrei starfsmaður þess og þáði hvorki laun né aðra fjármuni frá félaginu. Reksturinn gekk ekki upp og var félagið tekið til gjaldþrotaskipta 21. október 2015. Við lok rekstrar lá fyrir að vanskil voru á opinberum gjöldum. Á þeim tíma axlaði ég ábyrgð með því að láta félaginu í té viðbótarfjármagn til greiðslu þeirra. Þá gerði ég upp vanskil og fékk staðfestingu á því frá innheimtumanni ríkissjóðs áður en félagið var lýst gjaldþrota. Ég taldi mig hafa greitt það sem mér bar. Þá tók ég það ítrekað fram, að kæmi í ljós við nánari rannsókn að skuldin væri hærri en sú fjárhæð sem ég hafði þegar greitt, þá myndi ég greiða þá skuld að fullu, sem ég hef gert. Þetta mál hefur verið mér þungbært, en það er léttir að því sé nú lokið. Um nýliðin áramót voru gerðar breytingar á stjórnskipun Heilsuverndar á þá leið að ég ber ekki lengur ábyrgð á daglegum rekstri. Eftir sem áður mun ég koma að uppbyggingu og eftirfylgni þeirra fjölmörgu verkefna sem eru á verksviði félagsins og tengdra félaga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fyrir 9 árum tók ég þátt í að fjármagna sprotafyrirtæki í auglýsingagerð og var skráður sem framkvæmdastjóri félagsins. Ég hef í gær hlotið dóm vegna aðkomu minnar að því. Ég var aldrei starfsmaður þess og þáði hvorki laun né aðra fjármuni frá félaginu. Reksturinn gekk ekki upp og var félagið tekið til gjaldþrotaskipta 21. október 2015. Við lok rekstrar lá fyrir að vanskil voru á opinberum gjöldum. Á þeim tíma axlaði ég ábyrgð með því að láta félaginu í té viðbótarfjármagn til greiðslu þeirra. Þá gerði ég upp vanskil og fékk staðfestingu á því frá innheimtumanni ríkissjóðs áður en félagið var lýst gjaldþrota. Ég taldi mig hafa greitt það sem mér bar. Þá tók ég það ítrekað fram, að kæmi í ljós við nánari rannsókn að skuldin væri hærri en sú fjárhæð sem ég hafði þegar greitt, þá myndi ég greiða þá skuld að fullu, sem ég hef gert. Þetta mál hefur verið mér þungbært, en það er léttir að því sé nú lokið. Um nýliðin áramót voru gerðar breytingar á stjórnskipun Heilsuverndar á þá leið að ég ber ekki lengur ábyrgð á daglegum rekstri. Eftir sem áður mun ég koma að uppbyggingu og eftirfylgni þeirra fjölmörgu verkefna sem eru á verksviði félagsins og tengdra félaga.
Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Sjá meira