Fyrrverandi stuðningsmaður Flokks fólksins segir Ingu drulla yfir spyrla og aðra vinstri hægri Jakob Bjarnar skrifar 11. janúar 2022 14:03 Fyrrverandi stuðningsmaður flokks Ingu Sæland segir framkomu hennar ekki sæma þingmanni. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins birtir skilaboð til sín þar sem henni eru ekki vandaðar kveðjurnar. Sá sem það gerir ætlar ekki að kjósa flokk hennar aftur vegna framkomu sem viðkomandi telur ekki sæma þingmanni. Inga var í hressilegu spjalli í morgun á Bylgjunni og lá ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. Enda sóttvarnaaðgerðir til umræðu sem eru Ingu mikið hjartans mál. Hún vill herða tökin. Spyrlar Bítisins fengu það óþvegið frá þingmanninum ef henni þóttu spurningarnar ekki við sitt skap, sem var oft. Vísir sagði af þessu útvarpsviðtali í morgun. Nú hefur Inga birt á Facebooksíðu sinni skilaboð frá einstaklingi sem hún segir að hafi stutt Flokk fólksins. Inga segist reyndar ekki skilja neitt í neinu því henni þykir sá sem sendi henni skilaboðin sína sér dónaskap, með því að skamma sig fyrir dónaskap. Skilaboðin sem Ingu bárust frá Elísabetu Jóhannesdóttur eru svohljóðandi: „Ég var að hlusta á Ingu Sæland í þættinum Í bítið og mér ofbauð algerlega hvernig hún úthúðaði og talaði niðurlægjandi við spyrjendurn eins og hún gerir ansi oft þar sem hún talar. Þó að þeim hafi fundist það fyndið þá er þessi framkoma alls ekki í lagi. Hún er ekki þingmanni sæmandi, ekki henni neitt frekar en öðrum þingmönnum. Ég kaus ykkur seinast vegna þess að málefnið skiptir mig miklu máli. Það mun ég ekki gera aftur. Inga Sæland er svo dónaleg og drullar yfir spirjendurna og aðra sem hún á í samskiptum við. Það er ofbeldi að úthúða fólki svona. Hún þarf alvarlega að bæta sína framkomu.“ Inga, sem er ekki von að láta nokkurn mann eiga inni hjá sér hvorki eitt né neitt, fylgir hins vegar þessum orðum úr hlaði með því að segja: „Dæmi um "huggulega" framkomu sem ósjaldan flýtur á fjöru stjórnmálamannsins. Talandi um niðrandi framkomu, ótúðun og dónaskap...hm... maður verður smá ringlaður“. Klippa: Inga Sæland lét vaða á súðum í Bítinu Flokkur fólksins Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Inga var í hressilegu spjalli í morgun á Bylgjunni og lá ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. Enda sóttvarnaaðgerðir til umræðu sem eru Ingu mikið hjartans mál. Hún vill herða tökin. Spyrlar Bítisins fengu það óþvegið frá þingmanninum ef henni þóttu spurningarnar ekki við sitt skap, sem var oft. Vísir sagði af þessu útvarpsviðtali í morgun. Nú hefur Inga birt á Facebooksíðu sinni skilaboð frá einstaklingi sem hún segir að hafi stutt Flokk fólksins. Inga segist reyndar ekki skilja neitt í neinu því henni þykir sá sem sendi henni skilaboðin sína sér dónaskap, með því að skamma sig fyrir dónaskap. Skilaboðin sem Ingu bárust frá Elísabetu Jóhannesdóttur eru svohljóðandi: „Ég var að hlusta á Ingu Sæland í þættinum Í bítið og mér ofbauð algerlega hvernig hún úthúðaði og talaði niðurlægjandi við spyrjendurn eins og hún gerir ansi oft þar sem hún talar. Þó að þeim hafi fundist það fyndið þá er þessi framkoma alls ekki í lagi. Hún er ekki þingmanni sæmandi, ekki henni neitt frekar en öðrum þingmönnum. Ég kaus ykkur seinast vegna þess að málefnið skiptir mig miklu máli. Það mun ég ekki gera aftur. Inga Sæland er svo dónaleg og drullar yfir spirjendurna og aðra sem hún á í samskiptum við. Það er ofbeldi að úthúða fólki svona. Hún þarf alvarlega að bæta sína framkomu.“ Inga, sem er ekki von að láta nokkurn mann eiga inni hjá sér hvorki eitt né neitt, fylgir hins vegar þessum orðum úr hlaði með því að segja: „Dæmi um "huggulega" framkomu sem ósjaldan flýtur á fjöru stjórnmálamannsins. Talandi um niðrandi framkomu, ótúðun og dónaskap...hm... maður verður smá ringlaður“. Klippa: Inga Sæland lét vaða á súðum í Bítinu
Flokkur fólksins Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira