Strákur fæddur sex mánuðum fyrir hrun skoraði fyrir úrvalsdeildarlið Leiknis R. Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 10:30 Leiknismenn byrja undirbúningstímabilið á því að gefa kornungum leikmanni tækifæri og hann nýtt það vel. Vísir/Hulda Margrét Leiknismenn unnu góðan sigur á HK í Fótbolta.net mótinu um helgina en það var kannski einn markaskorari liðsins sem vakti mesta athygli á þessum leik. Sá heitir Karan Gurung og skoraði fjórða og síðasta mark Leiksins átta mínútum fyrir leikslok eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Daníel Finns Matthíasson hafði skorað tvívegis í þessum 4-0 sigri en fyrsta markið var sjálfsmark markvarðar HK. Það hefði þótt sögulegt bara að senda Karan Gurung inn á völlinn, hvað þá að hann skildi síðan skora mark. Karan Gurung er nefnilega fæddur 21. mars 2008 eða aðeins sex mánuðum fyrir Bankahrunið á Íslandi. Hann heldur því ekki upp á fjórtán ára afmælið sitt fyrr en eftir rúma tvo mánuði. Strákur fæddur árið 2008 á skotskónum fyrir Leikni https://t.co/5Vtro3GbJ4— Fótbolti.net (@Fotboltinet) January 9, 2022 Þetta var auðvitað æfingamót en það verður fróðlegt að sjá hvort þessi efnilegi fótboltamaður fái að spila alvöru leiki á þessu tímabili. Leiknisliðið spilar í úrvalsdeildinni sem hét áður Pepsi Max deildin en mun væntanlega fá nýtt nafn á næstu mánuðum. Metið yfir yngsta leikmann efstu deildar karla frá upphafi á Eyjamaðurinn Eyþór Orri Ómarsson sem var bara 14 ára, 10 mánaða og 26 daga þegar hann kom fyrst við sögu hjá ÍBV í júnímánuði 2018. Leiknismenn eiga sjötta yngsta leikmanninn en Sævar Atli Magnússon var 15 ára, 3 mánaða og 17 daga í sínum fyrsta leik með Leikni í úrvalsdeildinni í október 2015. Sá yngsti til að skora mark í efstu deild er Eiður Smári Guðjohnsen sem var bara 15 ára, 8 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði fyrir Valsmenn í maímánuði 1994. Karan Gurung verður bara 14 ára og 30 daga þegar Leiknismenn spila sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni á komandi sumri sem verður á móti KA á útivelli í apríl. Til þess að slá aldursmet Eyþór Orra þá þarf Karan Gurung „bara“ að spila sinn fyrsta leik í efstu á næsta tímabili og á því munu Leiknismenn spila 27 leiki. Leiknir Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
Sá heitir Karan Gurung og skoraði fjórða og síðasta mark Leiksins átta mínútum fyrir leikslok eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Daníel Finns Matthíasson hafði skorað tvívegis í þessum 4-0 sigri en fyrsta markið var sjálfsmark markvarðar HK. Það hefði þótt sögulegt bara að senda Karan Gurung inn á völlinn, hvað þá að hann skildi síðan skora mark. Karan Gurung er nefnilega fæddur 21. mars 2008 eða aðeins sex mánuðum fyrir Bankahrunið á Íslandi. Hann heldur því ekki upp á fjórtán ára afmælið sitt fyrr en eftir rúma tvo mánuði. Strákur fæddur árið 2008 á skotskónum fyrir Leikni https://t.co/5Vtro3GbJ4— Fótbolti.net (@Fotboltinet) January 9, 2022 Þetta var auðvitað æfingamót en það verður fróðlegt að sjá hvort þessi efnilegi fótboltamaður fái að spila alvöru leiki á þessu tímabili. Leiknisliðið spilar í úrvalsdeildinni sem hét áður Pepsi Max deildin en mun væntanlega fá nýtt nafn á næstu mánuðum. Metið yfir yngsta leikmann efstu deildar karla frá upphafi á Eyjamaðurinn Eyþór Orri Ómarsson sem var bara 14 ára, 10 mánaða og 26 daga þegar hann kom fyrst við sögu hjá ÍBV í júnímánuði 2018. Leiknismenn eiga sjötta yngsta leikmanninn en Sævar Atli Magnússon var 15 ára, 3 mánaða og 17 daga í sínum fyrsta leik með Leikni í úrvalsdeildinni í október 2015. Sá yngsti til að skora mark í efstu deild er Eiður Smári Guðjohnsen sem var bara 15 ára, 8 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði fyrir Valsmenn í maímánuði 1994. Karan Gurung verður bara 14 ára og 30 daga þegar Leiknismenn spila sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni á komandi sumri sem verður á móti KA á útivelli í apríl. Til þess að slá aldursmet Eyþór Orra þá þarf Karan Gurung „bara“ að spila sinn fyrsta leik í efstu á næsta tímabili og á því munu Leiknismenn spila 27 leiki.
Leiknir Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira