Bíll Hilmars fannst óskemmdur í Mjódd Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2022 16:25 Bíllin lítur nákvæmlega eins út nú eftir þjófnaðinn og þegar mynd þessi var tekin. Aðsend Hilmar Ögmundsson ráðgjafi lenti í óheppilegu atviki á föstudag þegar bíl hans var stolið á meðan hann skrapp inn að sækja ung börn sín. Hilmar vissi ekkert um afdrif bílsins fyrr en í dag þegar hann fannst stráheill í Mjódd í Breiðholti. Hilmar var með bíl sinn í gangi fyrir utan heimili sitt að Kópalind í Kópavogi og skaust inn til að ná í börn sín sem eru tvö, stelpa og strákur, sex og sjö ára gömul, til að fara með þau í skóla. Rétt á meðan vindur ungur maður sér inn í bílinn og ekur á brott. Hilmar segir að þetta hafi ekki verið neinn fagmaður því hann var að baksa við að koma bílnum í bakkgír. Svo virðist sem ungi maðurinn hafi bara þurft að nota bílinn í nokkrar útréttingar en hann lagði honum við Landsbankann í Mjódd og skildi hann þar eftir. Vert er að taka fram að slíkum nytjastuldi fylgir sjaldnast þung refsing, enda ekki framinn í auðgunarskyni. Lögreglan hefur málið þó til rannsóknar og að sögn Hilmars er til myndefni úr myndavél Landsbankans sem farið verður yfir á morgun. Ólíkt því sem oft gerist þegar bílum er stolið fannst bíll Hilmars að öllu óskemmdur. Eina tjón Hilmars er týndur bíllykill sem ungi maðurinn hefur líkast til enn í fórum sínum. Hilmar segist þó eiga aukalykil. Hilmar þakkar þeim sem deilt hafa tilkynningu hans um stuldinn kærlega. Kópavogur Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Hörfa frá Kúrsk Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Stórfelldur laxadauði í Berufirði Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Sjá meira
Hilmar var með bíl sinn í gangi fyrir utan heimili sitt að Kópalind í Kópavogi og skaust inn til að ná í börn sín sem eru tvö, stelpa og strákur, sex og sjö ára gömul, til að fara með þau í skóla. Rétt á meðan vindur ungur maður sér inn í bílinn og ekur á brott. Hilmar segir að þetta hafi ekki verið neinn fagmaður því hann var að baksa við að koma bílnum í bakkgír. Svo virðist sem ungi maðurinn hafi bara þurft að nota bílinn í nokkrar útréttingar en hann lagði honum við Landsbankann í Mjódd og skildi hann þar eftir. Vert er að taka fram að slíkum nytjastuldi fylgir sjaldnast þung refsing, enda ekki framinn í auðgunarskyni. Lögreglan hefur málið þó til rannsóknar og að sögn Hilmars er til myndefni úr myndavél Landsbankans sem farið verður yfir á morgun. Ólíkt því sem oft gerist þegar bílum er stolið fannst bíll Hilmars að öllu óskemmdur. Eina tjón Hilmars er týndur bíllykill sem ungi maðurinn hefur líkast til enn í fórum sínum. Hilmar segist þó eiga aukalykil. Hilmar þakkar þeim sem deilt hafa tilkynningu hans um stuldinn kærlega.
Kópavogur Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Hörfa frá Kúrsk Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Stórfelldur laxadauði í Berufirði Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Sjá meira