Skólastjórnendur upplifi bréf Arnars Þórs sem hótun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2022 20:15 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. vísir/helena Skólastjórnendur upplifa kröfu varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að þeir verði kallaðir til ábyrgðar vegna bólusetninga barna, sem hótun, að sögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Um sé að ræða hræðsluáróður sem ekki eigi að taka mark á. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómari sem nú er í forsvari fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi, sendi skólastjórnendum bréf í vikunni þar sem hann gagnrýnir bólusetningar barna. Hann segir í bréfinu að starfsfólk skóla megi ekki taka þátt í að börn séu gerð að ógn og að ekki megi firra sig ábyrgð með vísan til fákunnáttu. Bólusetningar stríði gegn siðareglum kennara og viðtakendur beðnir um að undirrita bréfið með vísan til faglegrar og siðferðislegrar ábyrgðar sinnar í þessu samhengi, líkt og það er orðað í bréfinu. Ómaklegt að beina þessu að stjórnendum „Ég veit að margir stjórnendur upplifa þetta sem hótun til sín og ég hefði talið öllu nær að beina sjónum að þeim sem bera ábyrgð og taka þessar ákvarðanir,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Það séu heilbrigðisyfirvöld, heilsugæsla og sveitarstjórnir sem ákveði hvort og hvar bólusetningar barna fari fram en ekki skólastjórnendur eða starfsfólk skólanna. Þarna sé að ákveðnu leyti um hræðsluáróður að ræða. „Mér finnst þetta ómaklega gert að beina spjótum að okkar ágætu stjórnendum sem svo sannarlega hafa staðið i ströngu núna á öllu Covid-tímabilinu og þurfa að fá þessa sendingu til viðbótar,“ segir Helgi. Skólastarfsmenn beri ekki ábyrgðina Arnar Þór segir í bréfi sínu að bóluefnin séu ekki fullrannsökuð og að börn eigi að njóta vafans. Helgi segir að engar ákvarðanir séu teknar nema með öll gögn til hliðsjónar. „Þungamiðjan í hinni vísindalegu aðferð er efinn. Og menn stökkva ekki af stað fyrr en búið að rannsaka og rannsaka aftur. Þórólfur hefur verið sérstaklega varkár með þetta, varkár í yfirlýsingum þangað til hann er búinn að safna niðurstöðum rannsóknar víða að og þar til hann tekur ákvörðun og kemur með sínar tillögur. Það má ekki gleyma því að það eru vísindin þarna að baki,“ segir Helgi. Sérðu einhverja ástæðu til að bregðast við þessu? „Mín áskorun til stjórnenda er bara að munið að það eru sveitarstjórnirnar sem bera ábyrgð á þessu og heilbrigðisyfirvöld, ekki þið,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Veltu upp ábyrgð kennara á bólusetningu barna í löngu bréfi Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. 8. janúar 2022 13:17 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómari sem nú er í forsvari fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi, sendi skólastjórnendum bréf í vikunni þar sem hann gagnrýnir bólusetningar barna. Hann segir í bréfinu að starfsfólk skóla megi ekki taka þátt í að börn séu gerð að ógn og að ekki megi firra sig ábyrgð með vísan til fákunnáttu. Bólusetningar stríði gegn siðareglum kennara og viðtakendur beðnir um að undirrita bréfið með vísan til faglegrar og siðferðislegrar ábyrgðar sinnar í þessu samhengi, líkt og það er orðað í bréfinu. Ómaklegt að beina þessu að stjórnendum „Ég veit að margir stjórnendur upplifa þetta sem hótun til sín og ég hefði talið öllu nær að beina sjónum að þeim sem bera ábyrgð og taka þessar ákvarðanir,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Það séu heilbrigðisyfirvöld, heilsugæsla og sveitarstjórnir sem ákveði hvort og hvar bólusetningar barna fari fram en ekki skólastjórnendur eða starfsfólk skólanna. Þarna sé að ákveðnu leyti um hræðsluáróður að ræða. „Mér finnst þetta ómaklega gert að beina spjótum að okkar ágætu stjórnendum sem svo sannarlega hafa staðið i ströngu núna á öllu Covid-tímabilinu og þurfa að fá þessa sendingu til viðbótar,“ segir Helgi. Skólastarfsmenn beri ekki ábyrgðina Arnar Þór segir í bréfi sínu að bóluefnin séu ekki fullrannsökuð og að börn eigi að njóta vafans. Helgi segir að engar ákvarðanir séu teknar nema með öll gögn til hliðsjónar. „Þungamiðjan í hinni vísindalegu aðferð er efinn. Og menn stökkva ekki af stað fyrr en búið að rannsaka og rannsaka aftur. Þórólfur hefur verið sérstaklega varkár með þetta, varkár í yfirlýsingum þangað til hann er búinn að safna niðurstöðum rannsóknar víða að og þar til hann tekur ákvörðun og kemur með sínar tillögur. Það má ekki gleyma því að það eru vísindin þarna að baki,“ segir Helgi. Sérðu einhverja ástæðu til að bregðast við þessu? „Mín áskorun til stjórnenda er bara að munið að það eru sveitarstjórnirnar sem bera ábyrgð á þessu og heilbrigðisyfirvöld, ekki þið,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Veltu upp ábyrgð kennara á bólusetningu barna í löngu bréfi Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. 8. janúar 2022 13:17 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Veltu upp ábyrgð kennara á bólusetningu barna í löngu bréfi Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. 8. janúar 2022 13:17