Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Icelandair Eiður Þór Árnason skrifar 7. janúar 2022 14:14 Rakel Óttarsdóttir og Sylvía Kristín Ólafsdóttir. Aðsend Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Icelandair Group. Einnig hefur Rakel Óttarsdóttir verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá félaginu. Taka þær sæti í framkvæmdastjórn félagsins og leiða tvö svið sem eru hluti af nýju skipulagi sem kynnt var í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group en þær munu hefja störf á fyrsta ársfjórðungi. Snýr aftur til Icelandair Sylvía Kristín hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo síðastliðið ár. Sylvía starfaði hjá Icelandair á árunum 2018 til 2021, fyrst sem forstöðumaður stuðningsdeildar flugrekstrar og síðar sem forstöðumaður leiðakerfis félagsins. Hún starfaði hjá Landsvirkjun frá árinu 2015 þar sem hún var meðal annars deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði. Áður starfaði hún hjá höfuðstöðvum Amazon í Evrópu um fimm ára skeið, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle-deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind, markaðsmál og vöruþróun fyrir vefbækur. Sylvía er með M.Sc. próf í Operational research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía er jafnframt stjórnarformaður Íslandssjóða. Var hjá Alvotech og Arion banka Fram kemur í tilkynningu að Rakel hafi starfað sem framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Alvotech síðan seinni hluta árs 2020 og áður verið yfirmaður upplýsingatæknisviðs og alþjóðlegrar verkefnastofu Össurar (CIO and VP of Global Program Office). Fyrir þann tíma, starfaði hún í um 14 ár hjá Arion banka, þar sem hún var meðal annars framkvæmdastjóri þróunar- og markaðssvið frá 2011 og framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs frá 2016 þar sem hún leiddi mótun og framkvæmd stafrænnar stefnu bankans. Rakel er með MBA gráðu frá Duke University í Bandaríkjunum og B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.Vísir/Egill Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það það mikinn styrk fyrir félagið að fá Sylvíu og Rakel til liðs við stjórnendahópinn. „Sylvía þekkir Icelandair og flugrekstrarumhverfið mjög vel eftir fyrri störf hjá okkur og mun leiða þjónustu- og markaðsmál þar sem höfuðáhersla er lögð á upplifun viðskiptavina og að styrkja Icelandair vörumerkið enn frekar. Rakel kemur með mikla reynslu inn í félagið á sviði stafrænnar þróunar og upplýsingatækni og mun meðal annars leiða stafræna vegferð félagsins með það að markmiði að stuðla að einföldu og ánægjulegu ferðalagi fyrir viðskiptavini okkar og leggja grunninn að bættri nýtingu gagna við ákvarðanatöku,“ segir Bogi Nils í tilkynningu. Icelandair Fréttir af flugi Vistaskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Sylvía hættir hjá Origo Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu. 7. janúar 2022 13:50 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Taka þær sæti í framkvæmdastjórn félagsins og leiða tvö svið sem eru hluti af nýju skipulagi sem kynnt var í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group en þær munu hefja störf á fyrsta ársfjórðungi. Snýr aftur til Icelandair Sylvía Kristín hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo síðastliðið ár. Sylvía starfaði hjá Icelandair á árunum 2018 til 2021, fyrst sem forstöðumaður stuðningsdeildar flugrekstrar og síðar sem forstöðumaður leiðakerfis félagsins. Hún starfaði hjá Landsvirkjun frá árinu 2015 þar sem hún var meðal annars deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði. Áður starfaði hún hjá höfuðstöðvum Amazon í Evrópu um fimm ára skeið, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle-deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind, markaðsmál og vöruþróun fyrir vefbækur. Sylvía er með M.Sc. próf í Operational research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía er jafnframt stjórnarformaður Íslandssjóða. Var hjá Alvotech og Arion banka Fram kemur í tilkynningu að Rakel hafi starfað sem framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Alvotech síðan seinni hluta árs 2020 og áður verið yfirmaður upplýsingatæknisviðs og alþjóðlegrar verkefnastofu Össurar (CIO and VP of Global Program Office). Fyrir þann tíma, starfaði hún í um 14 ár hjá Arion banka, þar sem hún var meðal annars framkvæmdastjóri þróunar- og markaðssvið frá 2011 og framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs frá 2016 þar sem hún leiddi mótun og framkvæmd stafrænnar stefnu bankans. Rakel er með MBA gráðu frá Duke University í Bandaríkjunum og B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.Vísir/Egill Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það það mikinn styrk fyrir félagið að fá Sylvíu og Rakel til liðs við stjórnendahópinn. „Sylvía þekkir Icelandair og flugrekstrarumhverfið mjög vel eftir fyrri störf hjá okkur og mun leiða þjónustu- og markaðsmál þar sem höfuðáhersla er lögð á upplifun viðskiptavina og að styrkja Icelandair vörumerkið enn frekar. Rakel kemur með mikla reynslu inn í félagið á sviði stafrænnar þróunar og upplýsingatækni og mun meðal annars leiða stafræna vegferð félagsins með það að markmiði að stuðla að einföldu og ánægjulegu ferðalagi fyrir viðskiptavini okkar og leggja grunninn að bættri nýtingu gagna við ákvarðanatöku,“ segir Bogi Nils í tilkynningu.
Icelandair Fréttir af flugi Vistaskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Sylvía hættir hjá Origo Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu. 7. janúar 2022 13:50 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Sylvía hættir hjá Origo Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu. 7. janúar 2022 13:50