Biden segir Trump ógn við lýðræðið Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2022 14:14 Joe Biden með þeim Chuck Schumer og Nancy Pelosi, leiðtogum Demókrataflokksins. AP/Stefani Reynolds Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Í ræðu sinni ætlar Biden að kalla Trump ógn gegn lýðræðinu, fara yfir hvað gerðist fyrir ári síðan og segja Bandaríkjamenn þurfa að lifa eftir sannleikanum, ekki lygum. „Nú þurfum við að ákveða hvurslags þjóð við ætlum að vera,“ sagði Biden í dag samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ætlum við að vera þjóð sem sættir sig við að pólitískt ofbeldi verði almennt? Ætlum við að verða þjóð þar sem pólitískir embættismenn snúa við löglegum vilja þjóðarinnar? Ætlum við að vera þjóð sem lifir ekki við ljós sannleikans heldur í skugga lyga? Við getum ekki leyft okkur að vera slík þjóð. Leiðin fram á við er að horfast í augu við sannleikann og lifa eftir honum.“ Hlusta má á ræður Kamöllu Harris, varaforseta, og Bidens hér að neðan. Ræða Bidens hefst eftir rúmar ellefu mínútur. Þrátt fyrir að þingmenn Repúblikanaflokksins gagnrýndu margir Trump í kjölfar árásarinnar virðast þeir allir hafa skipt um skoðun en ekki einn leiðtogi flokksins hefur sagt að hann ætli að taka þátt í athöfninni í dag. Tveir þeirra svöruðu fyrirspurnum Washington Post og sögðust vera annarsstaðar í landinu. Aðrir svöruðu ekki. Sjá einnig: Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene, sem eru bæði ötulir stuðningsmenn Trumps, ætla að halda blaðamannafund í dag vegna athafnar þingsins. Þau hafa bæði lýst því yfir að fólki sem tók þátt í árásinni á þingið hafi verið föðurlandsvinir og hafa þau einnig tekið undir lygar Trumps um að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Því hefur Trump ítrekað haldið fram en á einu ári hafa engar vísbendingar litið dagsins ljós sem gefa í skyn að hann hafi rétt fyrir sér. Fjölmargar rannsóknir og dómsmál hafa skilað sömu niðurstöðum. Löng og ítarleg rannsókn AP fréttaveitunnar í þeim sex ríkjum sem Trump hefur beint hvað mestri athygli að sýndi fram á 475 tilfelli kosningasvindls. Í nánast öllum tilfellum var um einstaklinga að ræða og voru lang flest atkvæðin ekki talin. Þegar blaðamenn AP höfðu samband við Trump í vegna rannsóknarinnar í byrjun desember endurtók hann mikið af því sem hann hefur sagt áður. Þar að auki bætti hann við að „bráðum“ yrði gefin út skýrsla sem myndi sýna fram á að hundruð þúsund atkvæða hefðu verið greidd ólöglega. Hann vildi ekki segja hvaðan þessi skýrsla ætti að koma að öðru leyti en hún væri frá heimildarmanni sem hann treysti. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Donald Trump Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Í ræðu sinni ætlar Biden að kalla Trump ógn gegn lýðræðinu, fara yfir hvað gerðist fyrir ári síðan og segja Bandaríkjamenn þurfa að lifa eftir sannleikanum, ekki lygum. „Nú þurfum við að ákveða hvurslags þjóð við ætlum að vera,“ sagði Biden í dag samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ætlum við að vera þjóð sem sættir sig við að pólitískt ofbeldi verði almennt? Ætlum við að verða þjóð þar sem pólitískir embættismenn snúa við löglegum vilja þjóðarinnar? Ætlum við að vera þjóð sem lifir ekki við ljós sannleikans heldur í skugga lyga? Við getum ekki leyft okkur að vera slík þjóð. Leiðin fram á við er að horfast í augu við sannleikann og lifa eftir honum.“ Hlusta má á ræður Kamöllu Harris, varaforseta, og Bidens hér að neðan. Ræða Bidens hefst eftir rúmar ellefu mínútur. Þrátt fyrir að þingmenn Repúblikanaflokksins gagnrýndu margir Trump í kjölfar árásarinnar virðast þeir allir hafa skipt um skoðun en ekki einn leiðtogi flokksins hefur sagt að hann ætli að taka þátt í athöfninni í dag. Tveir þeirra svöruðu fyrirspurnum Washington Post og sögðust vera annarsstaðar í landinu. Aðrir svöruðu ekki. Sjá einnig: Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene, sem eru bæði ötulir stuðningsmenn Trumps, ætla að halda blaðamannafund í dag vegna athafnar þingsins. Þau hafa bæði lýst því yfir að fólki sem tók þátt í árásinni á þingið hafi verið föðurlandsvinir og hafa þau einnig tekið undir lygar Trumps um að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Því hefur Trump ítrekað haldið fram en á einu ári hafa engar vísbendingar litið dagsins ljós sem gefa í skyn að hann hafi rétt fyrir sér. Fjölmargar rannsóknir og dómsmál hafa skilað sömu niðurstöðum. Löng og ítarleg rannsókn AP fréttaveitunnar í þeim sex ríkjum sem Trump hefur beint hvað mestri athygli að sýndi fram á 475 tilfelli kosningasvindls. Í nánast öllum tilfellum var um einstaklinga að ræða og voru lang flest atkvæðin ekki talin. Þegar blaðamenn AP höfðu samband við Trump í vegna rannsóknarinnar í byrjun desember endurtók hann mikið af því sem hann hefur sagt áður. Þar að auki bætti hann við að „bráðum“ yrði gefin út skýrsla sem myndi sýna fram á að hundruð þúsund atkvæða hefðu verið greidd ólöglega. Hann vildi ekki segja hvaðan þessi skýrsla ætti að koma að öðru leyti en hún væri frá heimildarmanni sem hann treysti.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Donald Trump Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent