Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2022 15:58 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, segir að höllinni verði skipt upp í fjölmörg smærri rými til að koma til móts við börnin. Vísir/Vilhelm Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir. „Það sem varð okkur að falli er ómíkron, við erum mjög hölt og mikið af starfsfólki hjá okkur í sóttkví og einangrun, þannig að við náum ekki að manna þetta svona vel eins og við ætluðum okkur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fyrst var greint frá þessu á mbl.is. Ragnheiður var stödd í Laugardalshöll að kanna aðstæður þegar fréttamaður náði af henni tali en hún segir að fjöldabólusetningin verði með allt öðrum hætti en hjá fullorðnum. Höllinni verði líklega skipt upp í á bilinu 25 til 30 einstaklingsrými fyrir yngri börn á meðan elstu börnin verði líklega bólusett tvö saman. Einnig verði hægt að bjóða börnum að koma afsíðis ef bólusetningin reynist þeim erfið. Stefnt er að því að bólusetja frá klukkan 12 til 18 í næstu viku og eru foreldrar beðnir um að reyna að virða úthlutaðan tíma. Á ekki von á því að sjá mótmælendur Stefnt er að því að bjóða öllum fimm til ellefu ára börnum á höfuðborgarsvæðinu bólusetningu í Laugardagshöll í næstu viku. Nokkuð hefur verið um mótmæli gegn bólusetningu barna en Ragnheiður á þó ekki von á því að sjá hópa fólks með mótmælaskilti fyrir utan höllina. „Ég efast ekki um að þessi hópur sem er á móti bólusetningum barna er mjög umhugað um velferð og vellíðan barna. Ég hef enga trú á því að hann komi hingað til að valda börnum óþægindum eða vanlíðan.“ Hópurinn geti beint athugasemdum sínum til sóttvarnalæknis eða heilbrigðisráðuneytisins en hún hafi enga trú á því að þeir muni birtast við Laugardalshöll. Barn ekki bólusett ef foreldrar eru ósammála Til stendur að senda forsjáraðilum barna boð í bólusetningu undir lok þessarar viku. Þar verður hlekkur sem forsjáraðilar þurfa að fara inn á fyrir hvert barn og taka afstöðu til þess hvort þiggja eigi bólusetningu. Einnig er í boði að bíða með bólusetningu, til dæmis ef innan við þrír mánuðir eru liðnir frá því að barnið fékk Covid-19, eða hafna boðinu. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, læknis og verkefnisstjóra hjá embætti landlæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Ef forsjáraðilar eru tveir fá þeir báðir skilaboð. Taki þeir ekki afstöðu eða misræmi er í afstöðu þeirra verður barnið ekki bólusett. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, læknir og verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis.Lögreglan „Svo það er mjög mikilvægt að forsjáraðilar svari þessari beiðni um að taka afstöðu. Það stendur til að þessi boð fari út í lok vikunnar og að bólusetning fari svo af stað í stórum stíl eftir helgina,“ sagði Kamilla. Forsjáraðilar verða sjálfkrafa samþykktir fylgdarmenn barns í bólusetningu en geta tilgreint aðra fylgdarmenn sem þurfa að framvísa skilríkjum á bólusetningastað. Bóluefnin gegn Covid-19 veita betri vernd gegn delta afbrigði kórónuveirunnar en ómíkron en fram kom á upplýsingafundinum að delta sé enn ráðandi í yngstu aldurshópunum hér á landi. Kamilla sagði að rannsóknir sýni að tvær bólusetningar hjá fimm til ellefu ára virki eins vel gegn delta og þrír skammtar hjá fullorðnum. Bóluefnin veiti því góða vernd en rannsóknir eigi enn eftir að leiða fyllilega í ljós hvort vörnin sé sú sama gegn ómíkron. Smit meðal barna geti valdið alvarlegum veikindum Fram kemur í nýjum pistli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að bólusetning fimm til ellefu ára barna með tveimur skömmtum bóluefnisins sé um 90% virk til að koma í veg fyrir staðfest Covid-19 smit af völdum delta afbrigðis kórónuveirunnar. Þá segir sóttvarnalæknir að sýking meðal barna geti valdið alvarlegum veikindum þótt það sé sjaldgæft. Rannsóknir bendi til að bólusetning hjá unglingum dragi verulega úr hættu á alvarlegum veikindum. Einnig séu alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningu margfalt sjaldgæfari hjá fimm til ellefu ára en alvarlegir fylgikvillar Covid-19 af völdum delta afbrigðisins. Ekkert barn á aldrinum fimm til ellefu ára hefur verið lagt inn á sjúkrahús hérlendis vegna Covid-19. Fram kemur í samantekt Þórólfs að athugun Sóttvarnastofnunar Evrópu sýni að um 0,6% barna í Bandaríkjunum og Evrópu með einkenni vegna staðfests smits af völdum delta hafi þurft á innlögn að halda og 10% þeirra þurft að leggjast inn á gjörgæsludeild. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
„Það sem varð okkur að falli er ómíkron, við erum mjög hölt og mikið af starfsfólki hjá okkur í sóttkví og einangrun, þannig að við náum ekki að manna þetta svona vel eins og við ætluðum okkur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fyrst var greint frá þessu á mbl.is. Ragnheiður var stödd í Laugardalshöll að kanna aðstæður þegar fréttamaður náði af henni tali en hún segir að fjöldabólusetningin verði með allt öðrum hætti en hjá fullorðnum. Höllinni verði líklega skipt upp í á bilinu 25 til 30 einstaklingsrými fyrir yngri börn á meðan elstu börnin verði líklega bólusett tvö saman. Einnig verði hægt að bjóða börnum að koma afsíðis ef bólusetningin reynist þeim erfið. Stefnt er að því að bólusetja frá klukkan 12 til 18 í næstu viku og eru foreldrar beðnir um að reyna að virða úthlutaðan tíma. Á ekki von á því að sjá mótmælendur Stefnt er að því að bjóða öllum fimm til ellefu ára börnum á höfuðborgarsvæðinu bólusetningu í Laugardagshöll í næstu viku. Nokkuð hefur verið um mótmæli gegn bólusetningu barna en Ragnheiður á þó ekki von á því að sjá hópa fólks með mótmælaskilti fyrir utan höllina. „Ég efast ekki um að þessi hópur sem er á móti bólusetningum barna er mjög umhugað um velferð og vellíðan barna. Ég hef enga trú á því að hann komi hingað til að valda börnum óþægindum eða vanlíðan.“ Hópurinn geti beint athugasemdum sínum til sóttvarnalæknis eða heilbrigðisráðuneytisins en hún hafi enga trú á því að þeir muni birtast við Laugardalshöll. Barn ekki bólusett ef foreldrar eru ósammála Til stendur að senda forsjáraðilum barna boð í bólusetningu undir lok þessarar viku. Þar verður hlekkur sem forsjáraðilar þurfa að fara inn á fyrir hvert barn og taka afstöðu til þess hvort þiggja eigi bólusetningu. Einnig er í boði að bíða með bólusetningu, til dæmis ef innan við þrír mánuðir eru liðnir frá því að barnið fékk Covid-19, eða hafna boðinu. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, læknis og verkefnisstjóra hjá embætti landlæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Ef forsjáraðilar eru tveir fá þeir báðir skilaboð. Taki þeir ekki afstöðu eða misræmi er í afstöðu þeirra verður barnið ekki bólusett. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, læknir og verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis.Lögreglan „Svo það er mjög mikilvægt að forsjáraðilar svari þessari beiðni um að taka afstöðu. Það stendur til að þessi boð fari út í lok vikunnar og að bólusetning fari svo af stað í stórum stíl eftir helgina,“ sagði Kamilla. Forsjáraðilar verða sjálfkrafa samþykktir fylgdarmenn barns í bólusetningu en geta tilgreint aðra fylgdarmenn sem þurfa að framvísa skilríkjum á bólusetningastað. Bóluefnin gegn Covid-19 veita betri vernd gegn delta afbrigði kórónuveirunnar en ómíkron en fram kom á upplýsingafundinum að delta sé enn ráðandi í yngstu aldurshópunum hér á landi. Kamilla sagði að rannsóknir sýni að tvær bólusetningar hjá fimm til ellefu ára virki eins vel gegn delta og þrír skammtar hjá fullorðnum. Bóluefnin veiti því góða vernd en rannsóknir eigi enn eftir að leiða fyllilega í ljós hvort vörnin sé sú sama gegn ómíkron. Smit meðal barna geti valdið alvarlegum veikindum Fram kemur í nýjum pistli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að bólusetning fimm til ellefu ára barna með tveimur skömmtum bóluefnisins sé um 90% virk til að koma í veg fyrir staðfest Covid-19 smit af völdum delta afbrigðis kórónuveirunnar. Þá segir sóttvarnalæknir að sýking meðal barna geti valdið alvarlegum veikindum þótt það sé sjaldgæft. Rannsóknir bendi til að bólusetning hjá unglingum dragi verulega úr hættu á alvarlegum veikindum. Einnig séu alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningu margfalt sjaldgæfari hjá fimm til ellefu ára en alvarlegir fylgikvillar Covid-19 af völdum delta afbrigðisins. Ekkert barn á aldrinum fimm til ellefu ára hefur verið lagt inn á sjúkrahús hérlendis vegna Covid-19. Fram kemur í samantekt Þórólfs að athugun Sóttvarnastofnunar Evrópu sýni að um 0,6% barna í Bandaríkjunum og Evrópu með einkenni vegna staðfests smits af völdum delta hafi þurft á innlögn að halda og 10% þeirra þurft að leggjast inn á gjörgæsludeild. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira