Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2022 09:11 Fjölmenni við þinghús Bandaríkjanna fyrir ári síðan. EPA/MICHAEL REYNOLDS Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. Fimm létu lífið þennan dag og í kjölfar hans og tugir lögregluþjóna særðust í átökum við múginn. Bandaríkjamenn eru þó langt frá því að vera sammála um hvað gerðist þennan dag. Fæstir kjósendur Repúblikanaflokksins líta þennan dag jafn alvarlegum augum og kjósendur Demókrataflokksins. Þá eru dæmi um að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi jafnvel lýst óeirðaseggjum sem friðsömum mótmælendum og ferðamönnum. Sjá einnig: Atburðarásin í myndum Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. Vopnaðar sveitir öfgamanna höfðu þó skipulagt sig fyrir atlöguna. Lögreglunni á þinginu hafði borist fregnir af því að stuðningsmenn Trumps ætluðu sér að fara vopnaðir í þinghúsið að minnsta kosti tveimur vikum áður en æstur múgurinn réðst þar inn í janúar. Hér má sjá langt og ítarlegt myndband frá New York Times þar sem farið er ítarlega yfir atburðarás árásarinnar. Fyrir rúmlega ári síðan hafði Trump gengið hart fram með því markmiði að fá niðurstöðum kosninganna snúið. Það gerði hann að miklu leyti á grunni lyga um það að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um slíkt hafa sannanir um svik aldrei litið dagsins ljós en vegna þeirra og af ótta við að reiða Trump neita margir þingmenn Repúblikanaflokksins að viðurkenna opinberlega að Biden hafi unnið kosningarnar án svindls. Trump þrýsti á embættismenn í tilteknum ríkjum sem hafa eitthvað um framkvæmd kosninga að segja en í Georgíu hótaði hann innanríkisráðherra og krafðist þess að hann „fyndi atkvæði“. Sjá einnig: Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Þegar það gekk ekki leitaði Trumps til Mike Pence, varaforseta, sem hafði það formlega hlutverk að taka þátt í staðfestingu úrslita kosninganna þann 6. janúar. Trump krafðist þess að Pence stöðvaði staðfestinguna, en varaforsetinn svaraði réttilega að það væri ekki í hans valdi. Hlutverk hans væri eingöngu formlegs eðlis. Æstur múgur ruddi sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna.EPA/MICHAEL REYNOLDS Það var Trump ekki sáttur við og fór hann hörðum orðum um Pence. Í kjölfarið voru stuðningsmenn Trumps ekki sáttir við Pence, eins og augljóst var þann 6. janúar í fyrra þegar þeir kölluðu eftir því að varaforsetinn yrði hengdur. Sjá einnig: Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Hvatti múginn til að berjast Trump ákvað í kjölfarið á því að halda svokallaðan baráttufund við Hvíta húsið í aðdraganda staðfestingar úrslitanna. Þar stigu hann, hans helstu stuðningsmenn á þingi og sonur hans á svið og virtust þeir hvetja múginn áfram. Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum til að berjast til að bjarga landi þeirra. Þau væru hinir raunverulegu Bandaríkjamenn og nú væri tíminn til að sýna styrk. „Við munum aldrei gefast upp. Við munum aldrei viðurkenna ósigur. Það gerist ekki. Þú viðurkennir ekki ósigur vegna þjófnaðar,“ sagði Trump. „Við unnum þessar kosningar og við unnum þær með yfirburðum. Þetta voru ekki jafnar kosningar.“ Á meðan árásin stóð yfir, fylgdist Trump með sjónvarpsfréttum í Hvíta húsinu og hafa fjölmiðlar ytra eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins að Trump hafi verið ánægður með það sem hann sá. Bandamenn hans og aðrir hvöttu hann til að gera það sem hann gæti til að stöðva árásina en hann varðist þeim áköllum. Forsetinn deildi fyrst stuttum skilaboðum á Twitter á meðan á árásinni stóð þar sem hann sagði enn og aftur að kosningunum hefði verið stolið. Að endingu birti hann þó myndband þar sem hann hvatt múginn til að fara heim. Hann sagði þau frábært fólk og sagði að þau væru elskuð. Sjá einnig: Þáttastjórnendur Fox News vildu að forsetinn gripi inn í óeirðirnar Með mismunandi sýn á daginn Í nýlegri könnun sem AP fréttaveitan vitnaði nýverið í og sögðust 93 prósent kjósenda Demókrataflokksins sögðu árásina á þinghúsið vera árás á stjórnvöld Bandaríkjanna. Einungis 29 prósent kjósenda Repúblikanaflokksins voru sammála því. Samkvæmt niðurstöðum annarrar könnunar sem fréttaveitan vitnar í segja fjórir af hverjum tíu kjósendum Repúblikanaflokksins að árásin hafi verið ofbeldisfull en það segja níu af hverjum tíu kjósendum Demókrataflokksins. Óeirðarseggir gengu um þinghúsið óáreittir.EPA/JIM LO SCALZO Standa við bakið á Trump Þingmenn Repúblikanaflokksins eru heilt yfir með svipaðar skoðanir og kjósendur sínir en margir þeirra voru það ekki upprunalega. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, sagði til að mynda eftir árásina að ábyrgðin á henni væri Trumps. Við það bárust fregnir af því að Trump hefði kallað McCarthy „ræfil“ (e. pussy). Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, sagði fólkið sem tók þátt í árásinni hafa reynt að skemma lýðræði Bandaríkjanna og að þeim hefði mistekist. Tónninn breyttist þó fljótt meðal þingmanna og McCarthy fór til að mynda til Flórída og leitaði friðar við forsetann fyrrverandi. Skömmu eftir árásina á þingið hafði Trump verið lýst sem geislavirkum. Hann hafði tapað forsetakosningunum og yfirráðum Repúblikana í öldungadeildinni, starfsmenn hans voru að hætta í mótmælaskyni og hann var harðlega gagnrýndur af bandamönnum sínum. Þá voru forsvarsmenn stærstu samfélagsmiðla heims á leið með að útiloka Trump fyrir að hafa brotið gegn reglum miðlanna varðandi það að ýta undir ofbeldi. Vildi hreinsa flokkinn Um tíma og meðan Repúblikanar virtust enn ósáttir við Trump íhugaði hann að stofna eigin stjórnmálaflokk til höfuðs Repúblikanaflokknum. Hann hætti þó við það og tilkynnti opinberlega að þess í stað ætlaði hann sér að ná fullum tökum á Repúblikanaflokknum og hreinsa flokkinn af þeim sem hann teldi andstæðinga sína. Nú virðist sem tak hans á Repúblikanaflokknum sé þéttara en nokkru sinni áður. Margir þeirra þingmanna sem greitt hafa atkvæði með því að hefja rannsóknir á atburðum þessa dags eru hættir eða að hætta í flokknum og Trump malar enn gull á lygum um kosningasvindl. Sjá einnig: Trump safnar enn fúlgum fjár á grunni lyga Eins og bent er á í grein New York Times, leit strax út fyrir að Trump kæmi óskaddaður frá þessu. Þegar báðar deildir þings komu aftur saman seinna um daginn fyrir ári síðan, eftir að hafa þurft að flýja undan stuðningsmönnum Trumps, greiddu rúmlega helmingur þingmanna Repúblikanaflokksins samt atkvæði gegn því að staðfesta úrslit forsetakosninganna. ÞIngmönnum var gert að leita skjóls þegar árásin var gerð á þingið.AP/Andrew Harnik Trump hefur lýst yfir stuðningi við tæplega hundrað frambjóðendur Repúblikanaflokksins fyrir þingkosningar næsta árs og ætlar hann að beita sér gegn andstæðingum sínum í forvali flokksins. Sjá einnig: Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Trump ætlaði að halda blaðamannafund í dag, þar sem hann ætlaði að sér meðal annars að tala um árásina á þingið. Hann hætti þó óvænt við á dögunum. Stærsta rannsókn Bandaríkjanna Rúmlega sjö hundruð manns hafa verið handtekin vegna árásarinnar en áætlað er að mögulega gætu allt að 2.500 manns verið ákærð vegna hennar, samkvæmt frétt New York Times. Þar á meðal eru um þúsund manns sem gætu verið ákærð fyrir líkamsárásir gegn lögregluþjónum. Sjá einnig: Það verða að vera afleiðingar segir refsiglaður dómari Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt þetta umfangsmestu rannsókn Bandaríkjanna hingað til. Auk þúsunda lögregluþjóna á ýmsum stigum hafa fjölmargir borgarar einnig komið að rannsókninni sem bent hafa á fólk með því að skoða myndefni frá því fyrir ári síðan. Sjá einnig: Fara í hart gegn öfgahópum vegna árásarinnar á þinghúsið Enn sem komið er hefur rannsóknin þó ekki náð til Trumps og hans helstu stuðningsmanna, sem hvöttu fólkið áfram fyrir ári síðan. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði í morgun að ráðuneytið myndi ekki hika við að ákæra neinn vegna árásarinnar, væri tilefni til, burtséð frá stöðu viðkomandi. VIDEO: The US Justice Department intends to pursue any perpetrators of the January 6, 2021 assault on the US Capitol whatever their status, Attorney General Merrick Garland, under pressure to charge former president Donald Trump, says in a speech pic.twitter.com/M0A369v6bU— AFP News Agency (@AFP) January 6, 2022 Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Fréttaskýringar Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Fimm létu lífið þennan dag og í kjölfar hans og tugir lögregluþjóna særðust í átökum við múginn. Bandaríkjamenn eru þó langt frá því að vera sammála um hvað gerðist þennan dag. Fæstir kjósendur Repúblikanaflokksins líta þennan dag jafn alvarlegum augum og kjósendur Demókrataflokksins. Þá eru dæmi um að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi jafnvel lýst óeirðaseggjum sem friðsömum mótmælendum og ferðamönnum. Sjá einnig: Atburðarásin í myndum Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. Vopnaðar sveitir öfgamanna höfðu þó skipulagt sig fyrir atlöguna. Lögreglunni á þinginu hafði borist fregnir af því að stuðningsmenn Trumps ætluðu sér að fara vopnaðir í þinghúsið að minnsta kosti tveimur vikum áður en æstur múgurinn réðst þar inn í janúar. Hér má sjá langt og ítarlegt myndband frá New York Times þar sem farið er ítarlega yfir atburðarás árásarinnar. Fyrir rúmlega ári síðan hafði Trump gengið hart fram með því markmiði að fá niðurstöðum kosninganna snúið. Það gerði hann að miklu leyti á grunni lyga um það að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um slíkt hafa sannanir um svik aldrei litið dagsins ljós en vegna þeirra og af ótta við að reiða Trump neita margir þingmenn Repúblikanaflokksins að viðurkenna opinberlega að Biden hafi unnið kosningarnar án svindls. Trump þrýsti á embættismenn í tilteknum ríkjum sem hafa eitthvað um framkvæmd kosninga að segja en í Georgíu hótaði hann innanríkisráðherra og krafðist þess að hann „fyndi atkvæði“. Sjá einnig: Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Þegar það gekk ekki leitaði Trumps til Mike Pence, varaforseta, sem hafði það formlega hlutverk að taka þátt í staðfestingu úrslita kosninganna þann 6. janúar. Trump krafðist þess að Pence stöðvaði staðfestinguna, en varaforsetinn svaraði réttilega að það væri ekki í hans valdi. Hlutverk hans væri eingöngu formlegs eðlis. Æstur múgur ruddi sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna.EPA/MICHAEL REYNOLDS Það var Trump ekki sáttur við og fór hann hörðum orðum um Pence. Í kjölfarið voru stuðningsmenn Trumps ekki sáttir við Pence, eins og augljóst var þann 6. janúar í fyrra þegar þeir kölluðu eftir því að varaforsetinn yrði hengdur. Sjá einnig: Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Hvatti múginn til að berjast Trump ákvað í kjölfarið á því að halda svokallaðan baráttufund við Hvíta húsið í aðdraganda staðfestingar úrslitanna. Þar stigu hann, hans helstu stuðningsmenn á þingi og sonur hans á svið og virtust þeir hvetja múginn áfram. Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum til að berjast til að bjarga landi þeirra. Þau væru hinir raunverulegu Bandaríkjamenn og nú væri tíminn til að sýna styrk. „Við munum aldrei gefast upp. Við munum aldrei viðurkenna ósigur. Það gerist ekki. Þú viðurkennir ekki ósigur vegna þjófnaðar,“ sagði Trump. „Við unnum þessar kosningar og við unnum þær með yfirburðum. Þetta voru ekki jafnar kosningar.“ Á meðan árásin stóð yfir, fylgdist Trump með sjónvarpsfréttum í Hvíta húsinu og hafa fjölmiðlar ytra eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins að Trump hafi verið ánægður með það sem hann sá. Bandamenn hans og aðrir hvöttu hann til að gera það sem hann gæti til að stöðva árásina en hann varðist þeim áköllum. Forsetinn deildi fyrst stuttum skilaboðum á Twitter á meðan á árásinni stóð þar sem hann sagði enn og aftur að kosningunum hefði verið stolið. Að endingu birti hann þó myndband þar sem hann hvatt múginn til að fara heim. Hann sagði þau frábært fólk og sagði að þau væru elskuð. Sjá einnig: Þáttastjórnendur Fox News vildu að forsetinn gripi inn í óeirðirnar Með mismunandi sýn á daginn Í nýlegri könnun sem AP fréttaveitan vitnaði nýverið í og sögðust 93 prósent kjósenda Demókrataflokksins sögðu árásina á þinghúsið vera árás á stjórnvöld Bandaríkjanna. Einungis 29 prósent kjósenda Repúblikanaflokksins voru sammála því. Samkvæmt niðurstöðum annarrar könnunar sem fréttaveitan vitnar í segja fjórir af hverjum tíu kjósendum Repúblikanaflokksins að árásin hafi verið ofbeldisfull en það segja níu af hverjum tíu kjósendum Demókrataflokksins. Óeirðarseggir gengu um þinghúsið óáreittir.EPA/JIM LO SCALZO Standa við bakið á Trump Þingmenn Repúblikanaflokksins eru heilt yfir með svipaðar skoðanir og kjósendur sínir en margir þeirra voru það ekki upprunalega. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, sagði til að mynda eftir árásina að ábyrgðin á henni væri Trumps. Við það bárust fregnir af því að Trump hefði kallað McCarthy „ræfil“ (e. pussy). Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, sagði fólkið sem tók þátt í árásinni hafa reynt að skemma lýðræði Bandaríkjanna og að þeim hefði mistekist. Tónninn breyttist þó fljótt meðal þingmanna og McCarthy fór til að mynda til Flórída og leitaði friðar við forsetann fyrrverandi. Skömmu eftir árásina á þingið hafði Trump verið lýst sem geislavirkum. Hann hafði tapað forsetakosningunum og yfirráðum Repúblikana í öldungadeildinni, starfsmenn hans voru að hætta í mótmælaskyni og hann var harðlega gagnrýndur af bandamönnum sínum. Þá voru forsvarsmenn stærstu samfélagsmiðla heims á leið með að útiloka Trump fyrir að hafa brotið gegn reglum miðlanna varðandi það að ýta undir ofbeldi. Vildi hreinsa flokkinn Um tíma og meðan Repúblikanar virtust enn ósáttir við Trump íhugaði hann að stofna eigin stjórnmálaflokk til höfuðs Repúblikanaflokknum. Hann hætti þó við það og tilkynnti opinberlega að þess í stað ætlaði hann sér að ná fullum tökum á Repúblikanaflokknum og hreinsa flokkinn af þeim sem hann teldi andstæðinga sína. Nú virðist sem tak hans á Repúblikanaflokknum sé þéttara en nokkru sinni áður. Margir þeirra þingmanna sem greitt hafa atkvæði með því að hefja rannsóknir á atburðum þessa dags eru hættir eða að hætta í flokknum og Trump malar enn gull á lygum um kosningasvindl. Sjá einnig: Trump safnar enn fúlgum fjár á grunni lyga Eins og bent er á í grein New York Times, leit strax út fyrir að Trump kæmi óskaddaður frá þessu. Þegar báðar deildir þings komu aftur saman seinna um daginn fyrir ári síðan, eftir að hafa þurft að flýja undan stuðningsmönnum Trumps, greiddu rúmlega helmingur þingmanna Repúblikanaflokksins samt atkvæði gegn því að staðfesta úrslit forsetakosninganna. ÞIngmönnum var gert að leita skjóls þegar árásin var gerð á þingið.AP/Andrew Harnik Trump hefur lýst yfir stuðningi við tæplega hundrað frambjóðendur Repúblikanaflokksins fyrir þingkosningar næsta árs og ætlar hann að beita sér gegn andstæðingum sínum í forvali flokksins. Sjá einnig: Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Trump ætlaði að halda blaðamannafund í dag, þar sem hann ætlaði að sér meðal annars að tala um árásina á þingið. Hann hætti þó óvænt við á dögunum. Stærsta rannsókn Bandaríkjanna Rúmlega sjö hundruð manns hafa verið handtekin vegna árásarinnar en áætlað er að mögulega gætu allt að 2.500 manns verið ákærð vegna hennar, samkvæmt frétt New York Times. Þar á meðal eru um þúsund manns sem gætu verið ákærð fyrir líkamsárásir gegn lögregluþjónum. Sjá einnig: Það verða að vera afleiðingar segir refsiglaður dómari Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt þetta umfangsmestu rannsókn Bandaríkjanna hingað til. Auk þúsunda lögregluþjóna á ýmsum stigum hafa fjölmargir borgarar einnig komið að rannsókninni sem bent hafa á fólk með því að skoða myndefni frá því fyrir ári síðan. Sjá einnig: Fara í hart gegn öfgahópum vegna árásarinnar á þinghúsið Enn sem komið er hefur rannsóknin þó ekki náð til Trumps og hans helstu stuðningsmanna, sem hvöttu fólkið áfram fyrir ári síðan. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði í morgun að ráðuneytið myndi ekki hika við að ákæra neinn vegna árásarinnar, væri tilefni til, burtséð frá stöðu viðkomandi. VIDEO: The US Justice Department intends to pursue any perpetrators of the January 6, 2021 assault on the US Capitol whatever their status, Attorney General Merrick Garland, under pressure to charge former president Donald Trump, says in a speech pic.twitter.com/M0A369v6bU— AFP News Agency (@AFP) January 6, 2022
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Fréttaskýringar Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira