Samstarf eða sameining? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. janúar 2022 13:01 Nær hálft kjörtímabilið sem nú er að líða hefur verið undir áhrifum heimsfaraldurs, sem hefur snert alla starfsemi sveitarfélaga. Framlínufólk í félagsþjónustu og leik- og grunnskólum hefur unnið þrekvirki með því að halda okkar mikilvægustu þjónustu gangandi og tryggja öryggi þeirra sem ekki geta án hennar verið. Við höfum sammælst um að halda samfélaginu í eins föstum skorðum og mögulegt er. Það hefur vissulega reynt á og krafist aukinnar vinnu allra sem að þessari mikilvægu grunnþjónustu koma. Við erum flest á þeirri skoðun að okkur hafi tekist vel til að stýra málum þrátt fyrir alla óvissuna og uppákomurnar sem heimsfaraldur býður upp á. En hvernig fórum við að þessu? Hver er lykillinn að því að sveitarfélögin standa þetta gríðarlega rask af sér, sum laskaðri en önnur en samt upprétt, gefast ekki upp og halda samfélaginu gangandi? Á höfuðborgarsvæðinu er svarið augljóst: Samvinna sveitarfélaga. Með henni hefur nærþjónusta haldist órofin, þar sem sveitarfélögin hafa staðið þétt saman og haldið utan um aðgerðir og útfærslur sem hafa oft verið flóknar og afar krefjandi. Allt til þess gert að skapa íbúum eins eðlilegt daglegt líf og kostur er. Í skólunum, bæði leik- og grunnskólum, er búið að ná góðum tökum á hólfaskiptingum og meiriháttar umbreytingu kennslu með fjarkennslu. Innan félagsþjónustunnar hefur hverri áætlun á eftir annarri verið komið á laggirnar til að tryggja að einstaklingar, sem komast ekki af án þjónustu, geti haldið áfram sínu daglega lífi eins og kostur er. Hér er allt undir, skipulag, útsjónarsemi og faglegur styrkur, samstarf þar sem allir hafa lagst á eitt og ómetanlegt vinnuframlag allra sem að koma í þágu samfélagsins. Það verður seint þakkað að fullu. Undanfarin misseri hafa leitt okkur fyrir sjónir hversu hratt og vel við getum unnið saman, þegar mikið liggur við. Sú staðreynd hlýtur að vera okkur veganesti inn í verkefni sveitarfélaganna næstu misserin. Við eigum að efla samstarfið áfram, setja íbúana og þjónustuna við þá í fyrsta sætið og láta ekki bæjar- eða valdmörk koma í veg fyrir möguleikana á enn betri og öflugri þjónustu. Við þekkjum vel til samstarfs frá fyrri tíð, til dæmis í sorphirðu og almenningssamgöngum og höfum hafið samstarf um stafræna umbreytingu stjórnsýslunnar. Það er risavaxið verkefni sem nær vonandi að nýta reynslu, einfalda kerfi, deila kostnaði og nýta betur skattfé. Við getum hugsað stórt og það eigum við að gera áfram. Húsnæðisuppbygging er enn eitt verkefnið sem sveitarfélögin ættu að tryggja enn frekara samstarf um og deila ábyrgð í uppbyggingu þannig að öllum sé gert kleift að velja sér búsetu óháð efnahag. Aukin samvinna kallar óneitanlega á vangaveltur um annan kost, sem er hugsanleg sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Heimsfaraldurinn hefur kennt okkur að saman erum við sterkari. Við verðum að hafa þá reynslu í huga, nú þegar við höldum í vonina um að fá til baka frelsið okkar. Gerum betur og gerum það saman. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nær hálft kjörtímabilið sem nú er að líða hefur verið undir áhrifum heimsfaraldurs, sem hefur snert alla starfsemi sveitarfélaga. Framlínufólk í félagsþjónustu og leik- og grunnskólum hefur unnið þrekvirki með því að halda okkar mikilvægustu þjónustu gangandi og tryggja öryggi þeirra sem ekki geta án hennar verið. Við höfum sammælst um að halda samfélaginu í eins föstum skorðum og mögulegt er. Það hefur vissulega reynt á og krafist aukinnar vinnu allra sem að þessari mikilvægu grunnþjónustu koma. Við erum flest á þeirri skoðun að okkur hafi tekist vel til að stýra málum þrátt fyrir alla óvissuna og uppákomurnar sem heimsfaraldur býður upp á. En hvernig fórum við að þessu? Hver er lykillinn að því að sveitarfélögin standa þetta gríðarlega rask af sér, sum laskaðri en önnur en samt upprétt, gefast ekki upp og halda samfélaginu gangandi? Á höfuðborgarsvæðinu er svarið augljóst: Samvinna sveitarfélaga. Með henni hefur nærþjónusta haldist órofin, þar sem sveitarfélögin hafa staðið þétt saman og haldið utan um aðgerðir og útfærslur sem hafa oft verið flóknar og afar krefjandi. Allt til þess gert að skapa íbúum eins eðlilegt daglegt líf og kostur er. Í skólunum, bæði leik- og grunnskólum, er búið að ná góðum tökum á hólfaskiptingum og meiriháttar umbreytingu kennslu með fjarkennslu. Innan félagsþjónustunnar hefur hverri áætlun á eftir annarri verið komið á laggirnar til að tryggja að einstaklingar, sem komast ekki af án þjónustu, geti haldið áfram sínu daglega lífi eins og kostur er. Hér er allt undir, skipulag, útsjónarsemi og faglegur styrkur, samstarf þar sem allir hafa lagst á eitt og ómetanlegt vinnuframlag allra sem að koma í þágu samfélagsins. Það verður seint þakkað að fullu. Undanfarin misseri hafa leitt okkur fyrir sjónir hversu hratt og vel við getum unnið saman, þegar mikið liggur við. Sú staðreynd hlýtur að vera okkur veganesti inn í verkefni sveitarfélaganna næstu misserin. Við eigum að efla samstarfið áfram, setja íbúana og þjónustuna við þá í fyrsta sætið og láta ekki bæjar- eða valdmörk koma í veg fyrir möguleikana á enn betri og öflugri þjónustu. Við þekkjum vel til samstarfs frá fyrri tíð, til dæmis í sorphirðu og almenningssamgöngum og höfum hafið samstarf um stafræna umbreytingu stjórnsýslunnar. Það er risavaxið verkefni sem nær vonandi að nýta reynslu, einfalda kerfi, deila kostnaði og nýta betur skattfé. Við getum hugsað stórt og það eigum við að gera áfram. Húsnæðisuppbygging er enn eitt verkefnið sem sveitarfélögin ættu að tryggja enn frekara samstarf um og deila ábyrgð í uppbyggingu þannig að öllum sé gert kleift að velja sér búsetu óháð efnahag. Aukin samvinna kallar óneitanlega á vangaveltur um annan kost, sem er hugsanleg sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Heimsfaraldurinn hefur kennt okkur að saman erum við sterkari. Við verðum að hafa þá reynslu í huga, nú þegar við höldum í vonina um að fá til baka frelsið okkar. Gerum betur og gerum það saman. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun