„Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2022 07:19 Eldur kom upp í sinu við Úlfarsfell. Axel Már Arnarsson „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. Hann segir að frá því um kvöldmatarleytið í gær hafi slökkvilið farið í um sjötíu útköll á slökkvibílum og í um áttatíu sjúkraflutninga. „Við vorum að fara í allt mögulegt. Það kom upp eldur í tveimur húsum – í Kópavogi og Grafarvogi. Það voru gróðureldar hér og þar. Meðal annars kom upp eldur í sinu fyrir ofan Bauhaus í Úlfarsárdal og annar fyrir neðan Korpúlfsstaði. Svo var tilkynnt um eld í ruslatunnum, póstkössum og fleiru. Ég hef aldrei upplifað annað eins á mínum ferli.“ Upp úr miðnætti biðlaði varðstjóri hjá slökkviliði til almennings að hætta að skjóta upp flugeldum vegna allra þeirra elda sem voru að kvikna á víð og dreif um alla borg. Í samtali við fréttastofu lýsti hann ástandinu sem „skelfilegu“. „Þetta voru stórir gróðureldar sumir hverjir. Það kviknaði í lúpínubreiðum [í Grafarvogi] og þetta var bara hörkumikið bál og erfitt að eiga við. Þetta var ekki bara í Reykjavík heldur veit ég að Akranes var í hörkueldum og Selfyssingarnir voru líka,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu. Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Áramót Gróðureldar á Íslandi Flugeldar Tengdar fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðinsins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flugeldum „Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi. 1. janúar 2022 00:28 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Hann segir að frá því um kvöldmatarleytið í gær hafi slökkvilið farið í um sjötíu útköll á slökkvibílum og í um áttatíu sjúkraflutninga. „Við vorum að fara í allt mögulegt. Það kom upp eldur í tveimur húsum – í Kópavogi og Grafarvogi. Það voru gróðureldar hér og þar. Meðal annars kom upp eldur í sinu fyrir ofan Bauhaus í Úlfarsárdal og annar fyrir neðan Korpúlfsstaði. Svo var tilkynnt um eld í ruslatunnum, póstkössum og fleiru. Ég hef aldrei upplifað annað eins á mínum ferli.“ Upp úr miðnætti biðlaði varðstjóri hjá slökkviliði til almennings að hætta að skjóta upp flugeldum vegna allra þeirra elda sem voru að kvikna á víð og dreif um alla borg. Í samtali við fréttastofu lýsti hann ástandinu sem „skelfilegu“. „Þetta voru stórir gróðureldar sumir hverjir. Það kviknaði í lúpínubreiðum [í Grafarvogi] og þetta var bara hörkumikið bál og erfitt að eiga við. Þetta var ekki bara í Reykjavík heldur veit ég að Akranes var í hörkueldum og Selfyssingarnir voru líka,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu.
Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Áramót Gróðureldar á Íslandi Flugeldar Tengdar fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðinsins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flugeldum „Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi. 1. janúar 2022 00:28 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðinsins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flugeldum „Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi. 1. janúar 2022 00:28