Færeyska stjórnin heldur velli eftir lygilega atburðarás Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2021 08:52 Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja. Epa. Samkomulag hefur náðst um áframhaldandi stjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Mikil óvissa ríkti um framtíð færeysku landsstjórnarinnar eftir að Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Greint var frá því fyrir jól að Miðflokkurinn með Jenis av Rana, mennta- og menningarmálaráðherra og formann flokksins í broddi fylkingar hafi hótað að sprengja ríkisstjórnina ef málið næði fram að ganga. Tveir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði með umræddum lagafrumvörpum sem voru lögð fram af minnihlutanum. Sagði Miðflokkurinn að Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafi brotið ríkisstjórnarsáttmála flokkanna og að frekara samstarf væri nær ómögulegt. Árið 2017 voru hjónabönd samkynhneigðra gerð lögleg í Færeyjum en nú var kosið um hvort jafna ætti réttindi samkynhneigðra og gagnkynhneigðra para. Jenis av Rana gaf til kynna að Miðflokkur hans væri á leið úr stjórnarsamstarfinu. Samkomulag hefur nú náðst milli flokkanna. EPA Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, staðfesti í gær að loknum fundi fulltrúa stjórnarflokkanna að samstarf þeirra myndi halda áfram. Hann tilkynnti jafnframt að Johan Dahl, samflokksmaður hans í Sambandsflokknum, myndi ekki lengur tilheyra landsstjórninni. Johan studdi frumvörp stjórnarandstöðunnar og hafði gefið út að hann gæti ekki starfað með Miðflokknum. Johann mun áfram vera þingmaður Sambandsflokksins. Samþykkt eftir óvenjulegan þingmannakapal Annika Olsen, þingmaður Fólka flokksins, greiddi sömuleiðis atkvæði með frumvörpum stjórnarandstöðunnar. Mikið hefur gengið á í færeyskum stjórnmálum síðustu vikur í tengslum við málið. Aðgerðir andstæðinga frumvarpanna snerist að miklu leyti um að koma Anniku Olsen, varaþingmanni Fólkaflokksins út af þingi, þar sem hún hafði lýst því yfir að hún myndi styðja málin. Tveir ráðherrar Fólkaflokksins sögðu af sér embætti til þess að taka sæti sín á þingi á ný, allt til þess að koma Anniku Olsen út. Héðinn Zachariasson óskaði einnig eftir leyfi frá þingstörfum, sem varð til þess að Annika Olsen tók aftur sæti á þingi. Varð þetta til þess að meirihluti náðist til þess að koma frumvörpunum í gegn. Frumvörpin tvö voru samþykkt með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13. Færeyjar Hinsegin Tengdar fréttir Metfjöldi greindist í Færeyjum Nýtt met yfir fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna á einum degi féll í Færeyjum í dag, líkt og á Íslandi. 28. desember 2021 22:07 Færeyska stjórnin hangir á bláþræði eftir lygilega atburðarás Ríkisstjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum hangir á bláþræði eftir að færeyska Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Atburðarásin í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var lygileg. 21. desember 2021 14:15 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Greint var frá því fyrir jól að Miðflokkurinn með Jenis av Rana, mennta- og menningarmálaráðherra og formann flokksins í broddi fylkingar hafi hótað að sprengja ríkisstjórnina ef málið næði fram að ganga. Tveir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði með umræddum lagafrumvörpum sem voru lögð fram af minnihlutanum. Sagði Miðflokkurinn að Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafi brotið ríkisstjórnarsáttmála flokkanna og að frekara samstarf væri nær ómögulegt. Árið 2017 voru hjónabönd samkynhneigðra gerð lögleg í Færeyjum en nú var kosið um hvort jafna ætti réttindi samkynhneigðra og gagnkynhneigðra para. Jenis av Rana gaf til kynna að Miðflokkur hans væri á leið úr stjórnarsamstarfinu. Samkomulag hefur nú náðst milli flokkanna. EPA Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, staðfesti í gær að loknum fundi fulltrúa stjórnarflokkanna að samstarf þeirra myndi halda áfram. Hann tilkynnti jafnframt að Johan Dahl, samflokksmaður hans í Sambandsflokknum, myndi ekki lengur tilheyra landsstjórninni. Johan studdi frumvörp stjórnarandstöðunnar og hafði gefið út að hann gæti ekki starfað með Miðflokknum. Johann mun áfram vera þingmaður Sambandsflokksins. Samþykkt eftir óvenjulegan þingmannakapal Annika Olsen, þingmaður Fólka flokksins, greiddi sömuleiðis atkvæði með frumvörpum stjórnarandstöðunnar. Mikið hefur gengið á í færeyskum stjórnmálum síðustu vikur í tengslum við málið. Aðgerðir andstæðinga frumvarpanna snerist að miklu leyti um að koma Anniku Olsen, varaþingmanni Fólkaflokksins út af þingi, þar sem hún hafði lýst því yfir að hún myndi styðja málin. Tveir ráðherrar Fólkaflokksins sögðu af sér embætti til þess að taka sæti sín á þingi á ný, allt til þess að koma Anniku Olsen út. Héðinn Zachariasson óskaði einnig eftir leyfi frá þingstörfum, sem varð til þess að Annika Olsen tók aftur sæti á þingi. Varð þetta til þess að meirihluti náðist til þess að koma frumvörpunum í gegn. Frumvörpin tvö voru samþykkt með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13.
Færeyjar Hinsegin Tengdar fréttir Metfjöldi greindist í Færeyjum Nýtt met yfir fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna á einum degi féll í Færeyjum í dag, líkt og á Íslandi. 28. desember 2021 22:07 Færeyska stjórnin hangir á bláþræði eftir lygilega atburðarás Ríkisstjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum hangir á bláþræði eftir að færeyska Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Atburðarásin í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var lygileg. 21. desember 2021 14:15 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Metfjöldi greindist í Færeyjum Nýtt met yfir fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna á einum degi féll í Færeyjum í dag, líkt og á Íslandi. 28. desember 2021 22:07
Færeyska stjórnin hangir á bláþræði eftir lygilega atburðarás Ríkisstjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum hangir á bláþræði eftir að færeyska Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Atburðarásin í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var lygileg. 21. desember 2021 14:15