Færeyska stjórnin heldur velli eftir lygilega atburðarás Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2021 08:52 Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja. Epa. Samkomulag hefur náðst um áframhaldandi stjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Mikil óvissa ríkti um framtíð færeysku landsstjórnarinnar eftir að Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Greint var frá því fyrir jól að Miðflokkurinn með Jenis av Rana, mennta- og menningarmálaráðherra og formann flokksins í broddi fylkingar hafi hótað að sprengja ríkisstjórnina ef málið næði fram að ganga. Tveir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði með umræddum lagafrumvörpum sem voru lögð fram af minnihlutanum. Sagði Miðflokkurinn að Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafi brotið ríkisstjórnarsáttmála flokkanna og að frekara samstarf væri nær ómögulegt. Árið 2017 voru hjónabönd samkynhneigðra gerð lögleg í Færeyjum en nú var kosið um hvort jafna ætti réttindi samkynhneigðra og gagnkynhneigðra para. Jenis av Rana gaf til kynna að Miðflokkur hans væri á leið úr stjórnarsamstarfinu. Samkomulag hefur nú náðst milli flokkanna. EPA Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, staðfesti í gær að loknum fundi fulltrúa stjórnarflokkanna að samstarf þeirra myndi halda áfram. Hann tilkynnti jafnframt að Johan Dahl, samflokksmaður hans í Sambandsflokknum, myndi ekki lengur tilheyra landsstjórninni. Johan studdi frumvörp stjórnarandstöðunnar og hafði gefið út að hann gæti ekki starfað með Miðflokknum. Johann mun áfram vera þingmaður Sambandsflokksins. Samþykkt eftir óvenjulegan þingmannakapal Annika Olsen, þingmaður Fólka flokksins, greiddi sömuleiðis atkvæði með frumvörpum stjórnarandstöðunnar. Mikið hefur gengið á í færeyskum stjórnmálum síðustu vikur í tengslum við málið. Aðgerðir andstæðinga frumvarpanna snerist að miklu leyti um að koma Anniku Olsen, varaþingmanni Fólkaflokksins út af þingi, þar sem hún hafði lýst því yfir að hún myndi styðja málin. Tveir ráðherrar Fólkaflokksins sögðu af sér embætti til þess að taka sæti sín á þingi á ný, allt til þess að koma Anniku Olsen út. Héðinn Zachariasson óskaði einnig eftir leyfi frá þingstörfum, sem varð til þess að Annika Olsen tók aftur sæti á þingi. Varð þetta til þess að meirihluti náðist til þess að koma frumvörpunum í gegn. Frumvörpin tvö voru samþykkt með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13. Færeyjar Hinsegin Tengdar fréttir Metfjöldi greindist í Færeyjum Nýtt met yfir fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna á einum degi féll í Færeyjum í dag, líkt og á Íslandi. 28. desember 2021 22:07 Færeyska stjórnin hangir á bláþræði eftir lygilega atburðarás Ríkisstjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum hangir á bláþræði eftir að færeyska Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Atburðarásin í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var lygileg. 21. desember 2021 14:15 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Greint var frá því fyrir jól að Miðflokkurinn með Jenis av Rana, mennta- og menningarmálaráðherra og formann flokksins í broddi fylkingar hafi hótað að sprengja ríkisstjórnina ef málið næði fram að ganga. Tveir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði með umræddum lagafrumvörpum sem voru lögð fram af minnihlutanum. Sagði Miðflokkurinn að Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafi brotið ríkisstjórnarsáttmála flokkanna og að frekara samstarf væri nær ómögulegt. Árið 2017 voru hjónabönd samkynhneigðra gerð lögleg í Færeyjum en nú var kosið um hvort jafna ætti réttindi samkynhneigðra og gagnkynhneigðra para. Jenis av Rana gaf til kynna að Miðflokkur hans væri á leið úr stjórnarsamstarfinu. Samkomulag hefur nú náðst milli flokkanna. EPA Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, staðfesti í gær að loknum fundi fulltrúa stjórnarflokkanna að samstarf þeirra myndi halda áfram. Hann tilkynnti jafnframt að Johan Dahl, samflokksmaður hans í Sambandsflokknum, myndi ekki lengur tilheyra landsstjórninni. Johan studdi frumvörp stjórnarandstöðunnar og hafði gefið út að hann gæti ekki starfað með Miðflokknum. Johann mun áfram vera þingmaður Sambandsflokksins. Samþykkt eftir óvenjulegan þingmannakapal Annika Olsen, þingmaður Fólka flokksins, greiddi sömuleiðis atkvæði með frumvörpum stjórnarandstöðunnar. Mikið hefur gengið á í færeyskum stjórnmálum síðustu vikur í tengslum við málið. Aðgerðir andstæðinga frumvarpanna snerist að miklu leyti um að koma Anniku Olsen, varaþingmanni Fólkaflokksins út af þingi, þar sem hún hafði lýst því yfir að hún myndi styðja málin. Tveir ráðherrar Fólkaflokksins sögðu af sér embætti til þess að taka sæti sín á þingi á ný, allt til þess að koma Anniku Olsen út. Héðinn Zachariasson óskaði einnig eftir leyfi frá þingstörfum, sem varð til þess að Annika Olsen tók aftur sæti á þingi. Varð þetta til þess að meirihluti náðist til þess að koma frumvörpunum í gegn. Frumvörpin tvö voru samþykkt með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13.
Færeyjar Hinsegin Tengdar fréttir Metfjöldi greindist í Færeyjum Nýtt met yfir fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna á einum degi féll í Færeyjum í dag, líkt og á Íslandi. 28. desember 2021 22:07 Færeyska stjórnin hangir á bláþræði eftir lygilega atburðarás Ríkisstjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum hangir á bláþræði eftir að færeyska Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Atburðarásin í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var lygileg. 21. desember 2021 14:15 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Metfjöldi greindist í Færeyjum Nýtt met yfir fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna á einum degi féll í Færeyjum í dag, líkt og á Íslandi. 28. desember 2021 22:07
Færeyska stjórnin hangir á bláþræði eftir lygilega atburðarás Ríkisstjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum hangir á bláþræði eftir að færeyska Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Atburðarásin í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var lygileg. 21. desember 2021 14:15