Stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi Jón Bjarni Steinsson skrifar 29. desember 2021 14:09 Heimsfaraldur Covid hefur leikið heiminn grátt síðustu tæpu tvö ár. Fólk og fyrirtæki hafa fundið mismikið fyrir áhrifum hans, sumir blómstra á meðan aðrir hafa þurft að reyna lifa af við mikil höft. Ferðaþjónustan og veitingageirinn hafa líklega þurft að moka mesta flórinn hvað þetta varðar. Núna í mars verða liðin tvö ár frá fyrstu höftum á veitingarekstur, þann tíma hefur hann aldrei fengið að starfa haftalaus. Sumum hefur verið gert að loka á meðan aðrir hafa þurft að laga sig að samkomutakmörkunum sem taka stöðugum breytingum. Síðustu „stóru“ takmarkanirnar tóku gildi aðfaranótt 13. Nóvember síðastliðinn, þær voru siðan hertar enn frekar á Þorláksmessu. Þessar takmarkanir lömuðu skemmtistaði, takmörkuðu bari og krár verulega og hjuggu skörð í rekstur veitingastaða. Ríkisstjórnin og þar fremstur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa strítt veitingafólki með því síðustu vikur að stjórnvöld muni „að sjálfsögðu“ koma til bjargar og aðstoða þennan rekstur við að halda sér á floti í gegnum þessa nýjustu bylgju. Enda ekki vanþörf á því að öll þau úrræði sem rekstraraðilum hafa staðið til boða eru útrunnin. Nóvember var síðasti mánuður viðspyrnustyrks og aðrar aðgerðir þegar runnar út. Þeir sem síðan hafa verið svo vitlausir síðasta rúma árið að hefja nýjan rekstur hafa aldrei haft aðgang að neinni aðstoð. Bjarni Benediktsson laug – fjárlög voru afgreidd í dag og þingmenn komnir í „langþráð“ jólafrí fram til 17 janúar. Á meðan geta þeir sem treystu því að einhver aðstoð væri á leiðinni bara étið það sem úti frýs. Það er bara eins og það er, þetta er ákvörðun þeirra sem ráða. En hverjar eru hugsanlegar afleiðingar af þessu sinnuleysi yfirvalda? Þær eru margvíslegar, en það er álit höfundar, að sé það ekki nú þegar hafið þá mun þetta ástand mjög fljótlega fara að leiða til þess að aðilar leiti allra leiða til þess að kreista út það sem hægt er. Það eru allir löngu búnir að hagræða af sér neðri endann. Næsta skref er að þeir sem verst eru staddir fari að taka fram hjá sjóði og borga fólki svart. Sem er sérstaklega sorglegt í ljósi þess að síðustu 10-15 ár hefur þessi iðnaður mjög hratt þróast í þá átt að þessir hlutir séu almennt í mjög góðu lagi. Þetta mun valda ójafnvægi vegna þess að þeir sem hafa rétt við munu standa höllum fæti gagnvart samkeppnisaðilum sem gera það ekki. Og það er kannski kaldhæðnislegt að líklega hafa gjaldþrot í þessum rekstri ekki verið jafn tíð og ætla mætti vegna þess einmitt að stór hluti rekstraraðila eru með sín mál í lagi, í góðum rekstri, og hafa þess vegna getað veðrað þetta af sér með skilningi og trausti frá kröfuhöfum. En sá tankur er orðinn tómur – fram undan eru verstu mánuðir ársins í veitingarekstri og skilaboðin frá yfirvöldum mjög skýr - þeim er einfaldlega skítsama!!! Kannski halda þau að þetta leysist bara með stórri gjaldþrotahrinu núna á vormánuðum. Það er því miður mikill misskilningur – veitingastaðir hafa margir hverjir rúllað á undan sér skuldum við ríki, lánastofnanir og birgja í gegnum þetta allt. Þegar þeir fara að hrynja þannig að kröfuhafar fái ekkert upp í sínar kröfur þá hefur það keðjuverkandi áhrif. Tug milljarða króna keðjuverkandi áhrif. Það er dýrt spaug ef sú ákvörðun verður tekin að grípa ekki STRAX til einhverra aðgerða. Kæra Ríkisstjórn: Plís..... Ekki gera ekki neitt. Höfundur er skattalögfræðingur, veitingamaður og viðburðahaldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur Covid hefur leikið heiminn grátt síðustu tæpu tvö ár. Fólk og fyrirtæki hafa fundið mismikið fyrir áhrifum hans, sumir blómstra á meðan aðrir hafa þurft að reyna lifa af við mikil höft. Ferðaþjónustan og veitingageirinn hafa líklega þurft að moka mesta flórinn hvað þetta varðar. Núna í mars verða liðin tvö ár frá fyrstu höftum á veitingarekstur, þann tíma hefur hann aldrei fengið að starfa haftalaus. Sumum hefur verið gert að loka á meðan aðrir hafa þurft að laga sig að samkomutakmörkunum sem taka stöðugum breytingum. Síðustu „stóru“ takmarkanirnar tóku gildi aðfaranótt 13. Nóvember síðastliðinn, þær voru siðan hertar enn frekar á Þorláksmessu. Þessar takmarkanir lömuðu skemmtistaði, takmörkuðu bari og krár verulega og hjuggu skörð í rekstur veitingastaða. Ríkisstjórnin og þar fremstur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa strítt veitingafólki með því síðustu vikur að stjórnvöld muni „að sjálfsögðu“ koma til bjargar og aðstoða þennan rekstur við að halda sér á floti í gegnum þessa nýjustu bylgju. Enda ekki vanþörf á því að öll þau úrræði sem rekstraraðilum hafa staðið til boða eru útrunnin. Nóvember var síðasti mánuður viðspyrnustyrks og aðrar aðgerðir þegar runnar út. Þeir sem síðan hafa verið svo vitlausir síðasta rúma árið að hefja nýjan rekstur hafa aldrei haft aðgang að neinni aðstoð. Bjarni Benediktsson laug – fjárlög voru afgreidd í dag og þingmenn komnir í „langþráð“ jólafrí fram til 17 janúar. Á meðan geta þeir sem treystu því að einhver aðstoð væri á leiðinni bara étið það sem úti frýs. Það er bara eins og það er, þetta er ákvörðun þeirra sem ráða. En hverjar eru hugsanlegar afleiðingar af þessu sinnuleysi yfirvalda? Þær eru margvíslegar, en það er álit höfundar, að sé það ekki nú þegar hafið þá mun þetta ástand mjög fljótlega fara að leiða til þess að aðilar leiti allra leiða til þess að kreista út það sem hægt er. Það eru allir löngu búnir að hagræða af sér neðri endann. Næsta skref er að þeir sem verst eru staddir fari að taka fram hjá sjóði og borga fólki svart. Sem er sérstaklega sorglegt í ljósi þess að síðustu 10-15 ár hefur þessi iðnaður mjög hratt þróast í þá átt að þessir hlutir séu almennt í mjög góðu lagi. Þetta mun valda ójafnvægi vegna þess að þeir sem hafa rétt við munu standa höllum fæti gagnvart samkeppnisaðilum sem gera það ekki. Og það er kannski kaldhæðnislegt að líklega hafa gjaldþrot í þessum rekstri ekki verið jafn tíð og ætla mætti vegna þess einmitt að stór hluti rekstraraðila eru með sín mál í lagi, í góðum rekstri, og hafa þess vegna getað veðrað þetta af sér með skilningi og trausti frá kröfuhöfum. En sá tankur er orðinn tómur – fram undan eru verstu mánuðir ársins í veitingarekstri og skilaboðin frá yfirvöldum mjög skýr - þeim er einfaldlega skítsama!!! Kannski halda þau að þetta leysist bara með stórri gjaldþrotahrinu núna á vormánuðum. Það er því miður mikill misskilningur – veitingastaðir hafa margir hverjir rúllað á undan sér skuldum við ríki, lánastofnanir og birgja í gegnum þetta allt. Þegar þeir fara að hrynja þannig að kröfuhafar fái ekkert upp í sínar kröfur þá hefur það keðjuverkandi áhrif. Tug milljarða króna keðjuverkandi áhrif. Það er dýrt spaug ef sú ákvörðun verður tekin að grípa ekki STRAX til einhverra aðgerða. Kæra Ríkisstjórn: Plís..... Ekki gera ekki neitt. Höfundur er skattalögfræðingur, veitingamaður og viðburðahaldari.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar