Sumarhiti í Alaska: 19,4 gráður mældust á Kódíakeyju Atli Ísleifsson skrifar 29. desember 2021 08:20 Hlýindi og rigningar um miðjan vetur hafa orðið tíðari í Alaska síðustu tvo áratugina. Getty Hitinn á Kódíakeyju í Alaska í Bandaríkjunum mældist 19,4 gráður síðastliðinn sunnudag, en aldrei áður hefur svo hár hiti mælst í ríkinu í desembermánuði. Fyrra hitamet fyrir desember var þar slegið um heilar 3,9 gráður. Veðurstofa Bandaríkjanna segir frá þessu, en þessi mikli hiti hefur haft í för með sér gríðarlegt úrhelli á Kódíak. Á þessum árstíma hefur vanalega verið mikil snjókoma á staðnum. Rick Thoman, sérfræðingur hjá Loftslagsmiðstöð Alaska, segir í samtali við Guardian segir það „fáránlegt“ að sjá slíkar hitatölur á staðnum. Nýja metið hafi fallið í hitabylgju þar sem meðal annars hafi mælst 18,3 gráðu hiti á flugvellinum í Kódíak og 16,6 gráðu hiti í Cold Bay á Aljútaeyjum. Þá hafi liðið átta dagar í röð þar sem hitinn fór yfir tíu gráður í bænum Aleutian á eynni Unalaska. The Kodiak Tide Gauge station recorded an amazing 67°F yesterday. This is a new statewide temperature record for December. The Kodiak Airport recorded 65°F. This broke their monthly record by 9°F! The weather balloon launched at the same time confirms these amazing readings. pic.twitter.com/IuTPCGOrFU— NWS Alaska Region (@NWSAlaska) December 27, 2021 Thoman segist ekki hafa talið að slíkar hitatölur væru mögulegar í Alaska. Hlýindi og rigningar um miðjan vetur hafa þó orðið tíðari í Alaska síðustu tvo áratugina og segir Thoman þetta vera merki um loftslagsbreytingar. „Þetta er nákvæmlega það sem við megum reikna með í hlýrri heimi.“ Hann segist reikna með að þróunin haldi áfram, að vetrar verði áfram kaldir en hlýrri kaflar verði tíðari. Bandaríkin Norðurslóðir Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Veðurstofa Bandaríkjanna segir frá þessu, en þessi mikli hiti hefur haft í för með sér gríðarlegt úrhelli á Kódíak. Á þessum árstíma hefur vanalega verið mikil snjókoma á staðnum. Rick Thoman, sérfræðingur hjá Loftslagsmiðstöð Alaska, segir í samtali við Guardian segir það „fáránlegt“ að sjá slíkar hitatölur á staðnum. Nýja metið hafi fallið í hitabylgju þar sem meðal annars hafi mælst 18,3 gráðu hiti á flugvellinum í Kódíak og 16,6 gráðu hiti í Cold Bay á Aljútaeyjum. Þá hafi liðið átta dagar í röð þar sem hitinn fór yfir tíu gráður í bænum Aleutian á eynni Unalaska. The Kodiak Tide Gauge station recorded an amazing 67°F yesterday. This is a new statewide temperature record for December. The Kodiak Airport recorded 65°F. This broke their monthly record by 9°F! The weather balloon launched at the same time confirms these amazing readings. pic.twitter.com/IuTPCGOrFU— NWS Alaska Region (@NWSAlaska) December 27, 2021 Thoman segist ekki hafa talið að slíkar hitatölur væru mögulegar í Alaska. Hlýindi og rigningar um miðjan vetur hafa þó orðið tíðari í Alaska síðustu tvo áratugina og segir Thoman þetta vera merki um loftslagsbreytingar. „Þetta er nákvæmlega það sem við megum reikna með í hlýrri heimi.“ Hann segist reikna með að þróunin haldi áfram, að vetrar verði áfram kaldir en hlýrri kaflar verði tíðari.
Bandaríkin Norðurslóðir Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira