Vara við mikilli svifryksmengun um áramótin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 15:10 Fyrsti dagur ársins gæti vel orðið sá þar sem mestrar svifryksmengunar megi vænta. Vísir/Egill Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Segir þar að búast megi við því að styrkurinn verði áfram hár fram eftir degi á nýársdag ef hæglætisveður verði í borginni. „Miðað við undanfarin ár gæti 1. janúar 2022 orðið fyrsti svifryksdagur árins vegna mengunar frá skoteldum. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömmm á rúmmetra,“ segir í tilkynningunni og fólk hvatt til að fylgjast með loftgæðum á loftgæði.is. Borgarbúar eru hvattir til að sýna aðgát og huga að börnum og dýrum ásamt því að ganga rétt frá flugeldarusli. Svifryksmengun vegna flugelda geti verið mjög varasöm og heilsuspillani en á undanförnum árum hafi verið flutt inn um 600 tonn af skoteldum á hverju ári. Árið í ár sé engin undantekning en fyrir þessi áramót hafi verið flutt inn til landsins tæplega 640 tonn af skoteldum en þar af sé púðurmagnið um 56 tonn. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspá, sem enn sé óljós, en verði hæglætisveður verði auknar líkur á slæmum loftgæðum. Fólk er jafnframt hvatt til að kaupa rótarskot Slysavarnafélagsins Landsbjargar vilji það styrkja starf björgunarsveitanna en á sama tíma huga að loftgæðum. Gæludýraeigendur eru jafnframt hvattir til að huga vel að dýrum sínum. Best sé að halda köttum inni dagana í kring um áramót og hafa hunda ávallt í ól þegar þeim sé hleypt út, þó það sé aðeins út í garð. Reykjavík Flugeldar Áramót Tengdar fréttir Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. 28. desember 2021 14:31 Banna fullyrðingar Landsbjargar um „umhverfisvæna flugelda“ Neytendastofa hefur lagt bann við fullyrðingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í auglýsingum sínum um sölu þeirra á „umhverfisvænni flugeldum“. Eru fullyrðingarnar taldar ósannaðar, veita rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar og til þess fallna að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda. 17. maí 2021 10:22 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Segir þar að búast megi við því að styrkurinn verði áfram hár fram eftir degi á nýársdag ef hæglætisveður verði í borginni. „Miðað við undanfarin ár gæti 1. janúar 2022 orðið fyrsti svifryksdagur árins vegna mengunar frá skoteldum. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömmm á rúmmetra,“ segir í tilkynningunni og fólk hvatt til að fylgjast með loftgæðum á loftgæði.is. Borgarbúar eru hvattir til að sýna aðgát og huga að börnum og dýrum ásamt því að ganga rétt frá flugeldarusli. Svifryksmengun vegna flugelda geti verið mjög varasöm og heilsuspillani en á undanförnum árum hafi verið flutt inn um 600 tonn af skoteldum á hverju ári. Árið í ár sé engin undantekning en fyrir þessi áramót hafi verið flutt inn til landsins tæplega 640 tonn af skoteldum en þar af sé púðurmagnið um 56 tonn. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspá, sem enn sé óljós, en verði hæglætisveður verði auknar líkur á slæmum loftgæðum. Fólk er jafnframt hvatt til að kaupa rótarskot Slysavarnafélagsins Landsbjargar vilji það styrkja starf björgunarsveitanna en á sama tíma huga að loftgæðum. Gæludýraeigendur eru jafnframt hvattir til að huga vel að dýrum sínum. Best sé að halda köttum inni dagana í kring um áramót og hafa hunda ávallt í ól þegar þeim sé hleypt út, þó það sé aðeins út í garð.
Reykjavík Flugeldar Áramót Tengdar fréttir Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. 28. desember 2021 14:31 Banna fullyrðingar Landsbjargar um „umhverfisvæna flugelda“ Neytendastofa hefur lagt bann við fullyrðingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í auglýsingum sínum um sölu þeirra á „umhverfisvænni flugeldum“. Eru fullyrðingarnar taldar ósannaðar, veita rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar og til þess fallna að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda. 17. maí 2021 10:22 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. 28. desember 2021 14:31
Banna fullyrðingar Landsbjargar um „umhverfisvæna flugelda“ Neytendastofa hefur lagt bann við fullyrðingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í auglýsingum sínum um sölu þeirra á „umhverfisvænni flugeldum“. Eru fullyrðingarnar taldar ósannaðar, veita rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar og til þess fallna að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda. 17. maí 2021 10:22