Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2021 09:34 Styttan, sem stóð við Háskólann í Hong Kong og heitir Skammarsúlan (e. Pillar of shame), hefur verið fjarlægð. EPA-EFE/JEROME FAVRE Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. Styttan, sem stóð fyrir framan Háskólann í Hong Kong, er nokkuð grafísk og sýnir uppstöfluð lík til að minnast mótmælendanna sem var banað af kínverskum stjórnvöldum árið 1989. Styttan, til minningar um atvikið, var ein fárra sem enn var uppi í Hong Kong en mótmælin eru mjög viðkvæmt viðfangsefni á kínversku áhrifasvæði. Fjarlæging styttunnar er sögð marka aukin áhrif kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu en áhrif stjórnvalda í Peking hafa farið vaxandi í Hong Kong undanfarin tvö ár. Hong Kong var eitt sinn eitt fárra áhrifasvæða í Kína sem heimilaði að minnst væri á mótmælin á Torgi hins himneska friðar. Talið er að hundruð ef ekki nokkur þúsund stúdentar, sem aðhylltust lýðræði, hafi verið skotnir til bana af kínverska hernum 4. júní 1989 en mótmæli á torginu höfðu þá staðið yfir síðan um miðjan apríl sama ár. „Ákvörðunin um fjarlægingu styttunnar byggði á utanaðkomandi ráðgjöf og áhættumati. Þetta var talið það besta fyrir háskólann,“ sagði í yfirlýsingu frá háskólanum í gær. Stjórnvöld í Hong Kong hafa undanfarið ráðist í aðgerðir gegn þeim sem mótmælt hafa auknum áhrifum stjórnvalda í Peking á sjálfsstjórnarsvæðinu. Háskólastúdentar hafa verið með háværari mótmælendum gegn auknum áhrifum Kína og margir þeirra hafa verið fangelsaðir eða flúið land. „Háskólinn hefur haft verulegar áhyggjur af öryggi styttunnar,“ sagði í yfirlýsingunni. Fyrstu vísbendingar um fjarlægingu styttunnar komu fram í gær þegar háskólastarfsmenn girtu styttuna af. Vinnumenn tóku hana svo niður í nótt og öryggisverðir stóðu vörð og meinuðu fréttamönnum aðgang. Hong Kong Kína Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47 Minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar 25 ár eru í dag liðin frá kínverski herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt kínversk stjórnvöld harkalega fyrir aðgerðir sínar í aðdraganda dagsins. 4. júní 2014 11:40 Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. 4. júní 2012 12:57 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Styttan, sem stóð fyrir framan Háskólann í Hong Kong, er nokkuð grafísk og sýnir uppstöfluð lík til að minnast mótmælendanna sem var banað af kínverskum stjórnvöldum árið 1989. Styttan, til minningar um atvikið, var ein fárra sem enn var uppi í Hong Kong en mótmælin eru mjög viðkvæmt viðfangsefni á kínversku áhrifasvæði. Fjarlæging styttunnar er sögð marka aukin áhrif kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu en áhrif stjórnvalda í Peking hafa farið vaxandi í Hong Kong undanfarin tvö ár. Hong Kong var eitt sinn eitt fárra áhrifasvæða í Kína sem heimilaði að minnst væri á mótmælin á Torgi hins himneska friðar. Talið er að hundruð ef ekki nokkur þúsund stúdentar, sem aðhylltust lýðræði, hafi verið skotnir til bana af kínverska hernum 4. júní 1989 en mótmæli á torginu höfðu þá staðið yfir síðan um miðjan apríl sama ár. „Ákvörðunin um fjarlægingu styttunnar byggði á utanaðkomandi ráðgjöf og áhættumati. Þetta var talið það besta fyrir háskólann,“ sagði í yfirlýsingu frá háskólanum í gær. Stjórnvöld í Hong Kong hafa undanfarið ráðist í aðgerðir gegn þeim sem mótmælt hafa auknum áhrifum stjórnvalda í Peking á sjálfsstjórnarsvæðinu. Háskólastúdentar hafa verið með háværari mótmælendum gegn auknum áhrifum Kína og margir þeirra hafa verið fangelsaðir eða flúið land. „Háskólinn hefur haft verulegar áhyggjur af öryggi styttunnar,“ sagði í yfirlýsingunni. Fyrstu vísbendingar um fjarlægingu styttunnar komu fram í gær þegar háskólastarfsmenn girtu styttuna af. Vinnumenn tóku hana svo niður í nótt og öryggisverðir stóðu vörð og meinuðu fréttamönnum aðgang.
Hong Kong Kína Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47 Minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar 25 ár eru í dag liðin frá kínverski herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt kínversk stjórnvöld harkalega fyrir aðgerðir sínar í aðdraganda dagsins. 4. júní 2014 11:40 Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. 4. júní 2012 12:57 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47
Minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar 25 ár eru í dag liðin frá kínverski herinn réðst gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt kínversk stjórnvöld harkalega fyrir aðgerðir sínar í aðdraganda dagsins. 4. júní 2014 11:40
Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. 4. júní 2012 12:57