Kæra ríkisstjórn! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. desember 2021 08:30 Í nýjum stjórnarsàttmála ykkar kemur skýrt fram að bæta eigi hag fatlaðs fólks. Talað er um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og setja á laggirnar sérstaka mannréttindastofnun. Afar gleðilegt en því miður ekki ný loforð því að Alþingi hafði með ályktun sinni 3. júní 2019 mótatkvæðalaust lagt fyrir ykkur að leggja fram frumvarp þannig að samningurinn yrði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020 og skyldan til að stofna sjálfstæða mannréttindastofnun féll á ykkur þegar samningurinn var fullgiltur árið 2016, þ.e. fyrir meira en 5 árum síðan. En við skulum halda í vonina vera bjartsýn og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hvetja ykkur áfram til dáða vera til taks og liðsinna ykkur þegar á þarf að halda. Í sáttmálanum ykkar er fleira gleðilegt en þar stendur að auka þurfi menntunartækifæri fatlaðs fólks sem og atvinnutækifærin. Eins gleðilegt og mikilvægt það er að þessum málum sé fundinn staður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er jafn dapurlegt að finna ekkert um fjármögnun menntunartækifæranna í fjárlögum. Menntun er eitt mikilvægasta tækið fyrir einstakling til þess að styrkja stöðu sína og möguleika á atvinnu við hæfi. Málið er alvarlegt og það er brýnt. Í dag útskrifast á bilinu 60-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Ungmenni sem eins og við öll eiga sínar vonir og drauma um frekari tækifæri til þess að efla færni sína og gera sig enn meira gildandi á vinnumarkaði. Því eins og við vitum öll þá er menntun lykill að þátttöku í samfélagi þar sem breytingar eru hraðar. Störf breytast og umbyltast, úreltast og ný verða til. Það sem hins vegar bíður þessa hóps á komandi hausti eru 12 pláss við Háskóla Íslands við starfstengt diplómanám og einhver örnámskeið hingað og þangað en þó aðallega hjá Fjölmennt, símenntunar og þekkingarmiðstöð fyrir fatlað fólk sem býr við svo þröngan kost að ekki næst að halda uppi heildstæðum atvinnutengdum námsbrsutum því fjármagnið skortir. Aðrar leiðir innan okkar góða menntakerfis eru ekki færar. Fyrir utan einstaka ungmenni sem er leitt áfram inn á almennar brautir framhaldsskólans sem er þó allt undir þeim sem fara fyrir námi á hverjum stað komið að ákveða hvort sé gerlegt. Þessi staða er því miður ekki boðleg og hreint út sagt algjörlega til skammar. Því vil ég hvetja ykkur kæra ríkisstjórn sem allt getið að kippa þessu í liðinn og skapa raunveruleg tækifæri fyrir öll ungmenni til þess að byggja upp sína framtíð á sínum forsendum. Það skiptir okkur sem samfélag máli og það skiptir ungt fatlað fólk gríðarlega miklu máli að geta horft til framtíðar full sjálfstraust með þau skilaboð frá ykkur að þau séu einhvers virði og verðugir samfélagsþegnar sem ætlast er til að taki virkan þátt í samfélaginu okkar. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Í nýjum stjórnarsàttmála ykkar kemur skýrt fram að bæta eigi hag fatlaðs fólks. Talað er um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og setja á laggirnar sérstaka mannréttindastofnun. Afar gleðilegt en því miður ekki ný loforð því að Alþingi hafði með ályktun sinni 3. júní 2019 mótatkvæðalaust lagt fyrir ykkur að leggja fram frumvarp þannig að samningurinn yrði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020 og skyldan til að stofna sjálfstæða mannréttindastofnun féll á ykkur þegar samningurinn var fullgiltur árið 2016, þ.e. fyrir meira en 5 árum síðan. En við skulum halda í vonina vera bjartsýn og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hvetja ykkur áfram til dáða vera til taks og liðsinna ykkur þegar á þarf að halda. Í sáttmálanum ykkar er fleira gleðilegt en þar stendur að auka þurfi menntunartækifæri fatlaðs fólks sem og atvinnutækifærin. Eins gleðilegt og mikilvægt það er að þessum málum sé fundinn staður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er jafn dapurlegt að finna ekkert um fjármögnun menntunartækifæranna í fjárlögum. Menntun er eitt mikilvægasta tækið fyrir einstakling til þess að styrkja stöðu sína og möguleika á atvinnu við hæfi. Málið er alvarlegt og það er brýnt. Í dag útskrifast á bilinu 60-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Ungmenni sem eins og við öll eiga sínar vonir og drauma um frekari tækifæri til þess að efla færni sína og gera sig enn meira gildandi á vinnumarkaði. Því eins og við vitum öll þá er menntun lykill að þátttöku í samfélagi þar sem breytingar eru hraðar. Störf breytast og umbyltast, úreltast og ný verða til. Það sem hins vegar bíður þessa hóps á komandi hausti eru 12 pláss við Háskóla Íslands við starfstengt diplómanám og einhver örnámskeið hingað og þangað en þó aðallega hjá Fjölmennt, símenntunar og þekkingarmiðstöð fyrir fatlað fólk sem býr við svo þröngan kost að ekki næst að halda uppi heildstæðum atvinnutengdum námsbrsutum því fjármagnið skortir. Aðrar leiðir innan okkar góða menntakerfis eru ekki færar. Fyrir utan einstaka ungmenni sem er leitt áfram inn á almennar brautir framhaldsskólans sem er þó allt undir þeim sem fara fyrir námi á hverjum stað komið að ákveða hvort sé gerlegt. Þessi staða er því miður ekki boðleg og hreint út sagt algjörlega til skammar. Því vil ég hvetja ykkur kæra ríkisstjórn sem allt getið að kippa þessu í liðinn og skapa raunveruleg tækifæri fyrir öll ungmenni til þess að byggja upp sína framtíð á sínum forsendum. Það skiptir okkur sem samfélag máli og það skiptir ungt fatlað fólk gríðarlega miklu máli að geta horft til framtíðar full sjálfstraust með þau skilaboð frá ykkur að þau séu einhvers virði og verðugir samfélagsþegnar sem ætlast er til að taki virkan þátt í samfélaginu okkar. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun