Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2021 12:54 Jakob E. Jakobsson óskaði eftir svörum fyrir klukkan 14 í dag. Vísir/Vilhelm Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar. Dæmi eru um að tónleikahaldarar hafi fengið undanþágu frá samkomutakmörkunum á Þorláksmessu. Bubbi Morthens fékk leyfi fyrir tónleikum í Hörpu og Emmsjé Gauti fyrir þrennum tónleikum í Háskólabíó. Var vísað til þess að tónleikahaldarar hefðu ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. Jakob ávarpar viðskiptavini Jómfrúarinnar á Facebook, fastagesti á Þorláksmessu. „Ég fæ að ávarpa ykkur hér þar sem við, sökum anna, höfum ekki tækifæri á að vera í beinu sambandi. Vegna morgundagsins og yfirvofandi þyngdra takmarkanna, sem koma sér afar illa fyrir okkar fallega dag, þá hefur Jómfrúin óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna morgundagsins 23. desember til Heilbrigðisráðuneytis,“ segir Jakob. „Að mati okkar er beiðni sú fullkomlega sambærileg þeim undanþágum sem þegar hafa verið veittar og við því vongóð um jákvæð svör.“ Óskað hafi verið eftir því að ráðuneytið afgreiddi málið fyrir klukkan tvö í dag til að hægt sé að gera ráðstafanir í samræmi við niðurstöðuna. „Við vitum því meira seinnipartinn,“ segir Jakob. 200 skötuskammtar á leið í ruslið Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, sendu í morgun bréf á heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir undanþágu frá hertum sóttvarnareglum fyrir hönd 130 veitingahúsa víðs vegar af landinu. Blik Bistro & Grill í Mosfellsbæ hefur sóst eftir undanþágu á Þorláksmessu í skötuveisluna. „Um 500 manns voru skráðir yfir daginn og vegna hertra sóttvarnaraðgerða hefur þessi fjöldi fallið í 300 manns. Við munum að sjálfsögðu fylgja öllum sóttvörnum í 20 manns í hólfi en vildum svo sannarlega halda því í 50 fram að jólum. Við höfum pantað inn hráefni fyrir 500 manns og er við því búist að 200 skammtar lendi í ruslinu með tilheyrandi kostnaði,“ segir Ólafur Björn Guðmundsson eigandi Blik Bistro & Grill. Veitingastaðir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Dæmi eru um að tónleikahaldarar hafi fengið undanþágu frá samkomutakmörkunum á Þorláksmessu. Bubbi Morthens fékk leyfi fyrir tónleikum í Hörpu og Emmsjé Gauti fyrir þrennum tónleikum í Háskólabíó. Var vísað til þess að tónleikahaldarar hefðu ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. Jakob ávarpar viðskiptavini Jómfrúarinnar á Facebook, fastagesti á Þorláksmessu. „Ég fæ að ávarpa ykkur hér þar sem við, sökum anna, höfum ekki tækifæri á að vera í beinu sambandi. Vegna morgundagsins og yfirvofandi þyngdra takmarkanna, sem koma sér afar illa fyrir okkar fallega dag, þá hefur Jómfrúin óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna morgundagsins 23. desember til Heilbrigðisráðuneytis,“ segir Jakob. „Að mati okkar er beiðni sú fullkomlega sambærileg þeim undanþágum sem þegar hafa verið veittar og við því vongóð um jákvæð svör.“ Óskað hafi verið eftir því að ráðuneytið afgreiddi málið fyrir klukkan tvö í dag til að hægt sé að gera ráðstafanir í samræmi við niðurstöðuna. „Við vitum því meira seinnipartinn,“ segir Jakob. 200 skötuskammtar á leið í ruslið Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, sendu í morgun bréf á heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir undanþágu frá hertum sóttvarnareglum fyrir hönd 130 veitingahúsa víðs vegar af landinu. Blik Bistro & Grill í Mosfellsbæ hefur sóst eftir undanþágu á Þorláksmessu í skötuveisluna. „Um 500 manns voru skráðir yfir daginn og vegna hertra sóttvarnaraðgerða hefur þessi fjöldi fallið í 300 manns. Við munum að sjálfsögðu fylgja öllum sóttvörnum í 20 manns í hólfi en vildum svo sannarlega halda því í 50 fram að jólum. Við höfum pantað inn hráefni fyrir 500 manns og er við því búist að 200 skammtar lendi í ruslinu með tilheyrandi kostnaði,“ segir Ólafur Björn Guðmundsson eigandi Blik Bistro & Grill.
Veitingastaðir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun