Forseti FIFA segir meirihluta fyrir því að hafa HM á tveggja ára fresti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. desember 2021 07:01 Arsene Wenger hefur farið fremstur í flokki þegar kemur að hugmyndinni um að halda HM í fótbolta á tveggja ára fresti. Valeriano Di Domenico - Pool/Getty Images Fulltrúar á leiðtogafundi Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA hafa fengið þær fregnir að ef HM í knattspyrnu verður haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra skili það allt að auka 3,3 milljörðum punda í tekjur á fjögurra ára tímabili. Það samsvarar tæplega 570 milljörðum íslenskra króna, en breytingin er hluti af breyttu leikjadagatali FIFA sem sambandið hefur lagt til. Frá þessu er greint á vef BBC. Öllum 211 aðildarríkjum var boðið á leiðtogafundinn þar sem hugmyndir Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóra Arsenal, um að tvöfalda tíðni Heimsmeistaramótsins eru ræddar. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sem og það Suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, segist styðja hugmyndina. Fulltrúar á fundinum fengu að vita að fjárhagsleg áhrif á miðasölu, sýningarrétt og sölu auglýsinga sem HM aukinn fjöldi Heimsmeistaramóta myndi hafa væru að tekjurnar myndu aukast frá 5,3 milljörðum punda árið 2030 þegar 48 þjóðir taka þátt í þremur löndum, upp í 8,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili með tveimur Heimsmeistaramótum. Hins vegar birti UEFA skýrslu á föstudaginn þar sem kom fram að breyting á leikjadagatali myndi sjá til þess að tekjur evrópsku aðildafélaganna myndu minnka um 2,1-2,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili. „Meirihlutinn myndi líklega kjósa með HM á tveggja ára fresti“ Gianni Infantino er viss um að fleiri séu með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti en á móti henni.EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Gianni Infantino, forseti FIFA, segist vongóður um að samstaða náist varðandi breytt leikjadagatal þrátt fyrir mikla mótstöðu frá Evrópu og Suður-Ameríku. „Ef ég væri að fara að kjósa á morgun þá myndi meirihlutinn líklega kjósa með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti,“ sagði Infantino. „En við erum að horfa á allt dagatalið. Við erum að skoða hvernig við getum gert fótboltann betri og við verðum að sjá hversu marga við getum fengið með okkur í lið til að endurskipuleggja fótbolta framtíðarinnar.“ „Við höldum samtalinu áfram, við höldum greiningunni áfram og við vonumst til að komast áfram í þessu máli með einum eða öðrum hætti. Eða þá að finna einhvern meðalveg.“ FIFA UEFA Fótbolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira
Það samsvarar tæplega 570 milljörðum íslenskra króna, en breytingin er hluti af breyttu leikjadagatali FIFA sem sambandið hefur lagt til. Frá þessu er greint á vef BBC. Öllum 211 aðildarríkjum var boðið á leiðtogafundinn þar sem hugmyndir Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóra Arsenal, um að tvöfalda tíðni Heimsmeistaramótsins eru ræddar. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sem og það Suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, segist styðja hugmyndina. Fulltrúar á fundinum fengu að vita að fjárhagsleg áhrif á miðasölu, sýningarrétt og sölu auglýsinga sem HM aukinn fjöldi Heimsmeistaramóta myndi hafa væru að tekjurnar myndu aukast frá 5,3 milljörðum punda árið 2030 þegar 48 þjóðir taka þátt í þremur löndum, upp í 8,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili með tveimur Heimsmeistaramótum. Hins vegar birti UEFA skýrslu á föstudaginn þar sem kom fram að breyting á leikjadagatali myndi sjá til þess að tekjur evrópsku aðildafélaganna myndu minnka um 2,1-2,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili. „Meirihlutinn myndi líklega kjósa með HM á tveggja ára fresti“ Gianni Infantino er viss um að fleiri séu með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti en á móti henni.EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Gianni Infantino, forseti FIFA, segist vongóður um að samstaða náist varðandi breytt leikjadagatal þrátt fyrir mikla mótstöðu frá Evrópu og Suður-Ameríku. „Ef ég væri að fara að kjósa á morgun þá myndi meirihlutinn líklega kjósa með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti,“ sagði Infantino. „En við erum að horfa á allt dagatalið. Við erum að skoða hvernig við getum gert fótboltann betri og við verðum að sjá hversu marga við getum fengið með okkur í lið til að endurskipuleggja fótbolta framtíðarinnar.“ „Við höldum samtalinu áfram, við höldum greiningunni áfram og við vonumst til að komast áfram í þessu máli með einum eða öðrum hætti. Eða þá að finna einhvern meðalveg.“
FIFA UEFA Fótbolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira