Innlent

Ungmenni réðust á og brutu nef á nýjum vagnstjóra Strætó

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Um var að ræða vagn á leið 24 en árásin átti sér stað í Spönginni.
Um var að ræða vagn á leið 24 en árásin átti sér stað í Spönginni.

Hópur ungmenna réðist á bílstjóra Strætó í Spönginni seint í gærkvöldi, með þeim afleiðingum að vagnstjórinn þurfti að leita aðstoðar á neyðarmóttöku Landspítala.

Reyndist hann nefbrotinn. Framrúða vagnsins brotnaði einnig í árásinni.

Að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó, eru upplýsingar um tildrög árásarinnar á reiki en stjórnendur fyrirtækisins gera ráð fyrir að ræða við vagnstjórann fyrir hádegi.

Guðmundur segir lögreglu ekki hafa sett sig í samband við Strætó enn sem komið er en myndavélar eru í öllum nýrri vögnum. Umrædd bifreið var í verktöku fyrir Strætó og verður það undir verktakanum komið að sækja bætur vegna skemmdanna.

Þá er það undir bílstjóranum komið hvort hann ákveður að kæra árásina. Hann var, að sögn Guðmundar, nýbyrjaður að keyra fyrir Strætó.


Tengdar fréttir

Undar­legt að starfs­fólk þurfi að eiga við drukkna ung­linga­hópa

Framkvæmdastjóri Hagkaupa segir undarlegt að starfsfólk verslunarkeðjunnar þurfi að eiga við hópa af drukknum unglingum í og við verslanirnar. Í haust hafa komið upp nokkur alvarleg atvik við verslanir Hagkaupa. Framkvæmdastjórinn kann ekki öruggar skýringar á því, en veltir upp styttum opnunartíma í miðbænum, Covid-þreytu eða breyttum uppeldisáherslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×