Þrír sakfelldir fyrir að ræna áfengi og appelsínum úr sumarbústað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. desember 2021 19:20 Mennirnir rændu appelsínum og áfengi úr sumarbústað á Akureyri. Vísir/Tryggvi Þrír karlmenn hafa verið dæmdir í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotist inn í sumarbústað á Akureyri og stolið appelsínum og áfengi. Mennirnir þrír voru ákærðir fyrir að hafa aðfaranótt mánudagsins 20. janúar 2020 staðið saman að því að fara inn í sumarbústað á Akureyri og stela þaðan einni rauðvínsflösku, einni hvítvínsflösku, sex bjórum, ausu, brýni, fótum undan Bang & Olufsen hátalara og nokkrum appelsínum. Þá hafi þeir gert tilraun til að stela hátalaranum, ryksugu og ullarteppi en þeir flúðu af vettvangi þegar forsvarsmaður eigenda sumarbústaðarins kom að þeim. Tveir mannanna sóttu ekki þing, þrátt fyrir að hafa verið kallaðir fyrir dóminn. Segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem féll á þriðjudag, að þar sem brotin varði ekki þyngri viðurlögum verði framlögð gögn að teljast nægjanleg til sakfellingar. Þriðji maðurinn mætti fyrir dóm og játaði sök. Fyrri brot tveggja mannanna voru tekin til hliðsjónar við ákvörðun refsingarinnar. Annar þeirra hafði verið dæmdur fyrir umferðalagabrot í mars 2020 og dæmdur til að greiða 140 þúsund króna sekt auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum. Hinn maðurinn hafði í september 2020 verið ákærður fyrir þjófnað og gerði hann sátt við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra um að greiða 100 þúsund krónur í sekt. Þá hlaut hann dóm í ágúst á þessu ári fyrir þjófnað og var refsingin 20 þúsund króna sekt. Dómsmál Akureyri Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Mennirnir þrír voru ákærðir fyrir að hafa aðfaranótt mánudagsins 20. janúar 2020 staðið saman að því að fara inn í sumarbústað á Akureyri og stela þaðan einni rauðvínsflösku, einni hvítvínsflösku, sex bjórum, ausu, brýni, fótum undan Bang & Olufsen hátalara og nokkrum appelsínum. Þá hafi þeir gert tilraun til að stela hátalaranum, ryksugu og ullarteppi en þeir flúðu af vettvangi þegar forsvarsmaður eigenda sumarbústaðarins kom að þeim. Tveir mannanna sóttu ekki þing, þrátt fyrir að hafa verið kallaðir fyrir dóminn. Segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem féll á þriðjudag, að þar sem brotin varði ekki þyngri viðurlögum verði framlögð gögn að teljast nægjanleg til sakfellingar. Þriðji maðurinn mætti fyrir dóm og játaði sök. Fyrri brot tveggja mannanna voru tekin til hliðsjónar við ákvörðun refsingarinnar. Annar þeirra hafði verið dæmdur fyrir umferðalagabrot í mars 2020 og dæmdur til að greiða 140 þúsund króna sekt auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum. Hinn maðurinn hafði í september 2020 verið ákærður fyrir þjófnað og gerði hann sátt við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra um að greiða 100 þúsund krónur í sekt. Þá hlaut hann dóm í ágúst á þessu ári fyrir þjófnað og var refsingin 20 þúsund króna sekt.
Dómsmál Akureyri Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent