Vilja gera út af við áform Landsnets með breyttu aðalskipulagi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. desember 2021 18:30 Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga, segir afstöðu sveitarfélagsins hafa verið skýra frá upphafi; jarðstrengur skal það verða. vísir/arnar Sveitarfélagið Vogar stendur eitt í vegi fyrir því að framkvæmdir við Suðurnesjalínu tvö geti hafist. Bæjarstjónin samþykkti tillögu að nýju aðalskipulagi í gær þar sem möguleiki á lagningu loftlínu er útilokaður. Ferlið við að koma á annarri flutningsleið raforku á Suðurnesin hefur verið í gangi í um tvo áratugi. Það hefur verið langt og strembið og þess vegna þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að málið er enn og aftur komið í uppnám. Og málið strandar nú algerlega á sveitarfélaginu Vogum. Öll hin sveitarfélögin sem koma að málinu, Reykjanesbær, Grindavík og Hafnarfjörður hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Vogar höfnuðu því hins vegar og hófu í gær ferli við að breyta aðalskipulagi sínu til að koma endanlega í veg fyrir að Landsnet fái sínu framgengt. Deilurnar snúast ekki um hvort þörf sé á línunni heldur hvernig hún verði útfærð. Landsnet vill leggja aðra loftlínu við hlið Suðurnesjalínu 1 en Vogum finnst skapast allt of mikil sjónmengun af því. Því vill bærinn að línan verði lögð í jörðu. Núverandi aðalskipulag Voga leyfir báða kosti en nú stendur til að breyta því. Þá útilokiði alveg þann möguleika að hún verði í lofti? „Já, eftir að hið nýja aðalskipulag tekur gildi þá er það það eina sem leyft verður,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Þetta stangast þó á við kerfisáætlun Landsnets, sem sveitarfélögum er skylt að taka mið af samkvæmt lögum, og við svæðisskipulag Suðurnesja, sem gerir ráð fyrir að sveitarfélögin leyfi báða kosti. Stærstur hluti Suðurnesjalínu 1 liggur í gegn um Voga. Landsnet vill reisa aðra loftlínu við hlið hennar en Vogar vilja setja hana í jörðu.vísir/arnar „En það er hins vegar alveg rétt að svæðisskipulagið er þarna líka og það þarf þá, til að þetta öðlist allt gildi, væntanlega að uppfæra það til samræmis við þetta,“ segir Ásgeir. Til að ná fram breytingum á skipulagsáætlun Suðurnesja verða þó öll sveitarfélög sem koma að henni að samþykkja þær. Þar sem Vogar standa einir í baráttu sinni fyrir jarðstreng má auðvitað velta því fyrir sér hvort hin sveitarfélögin hleypi slíkum breytingum í gegn. Taka umsókn Landsnets aftur fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi ákvörðun Voga um að synja Landsneti um framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu úr gildi í október. Sú umsókn er því aftur til meðferðar hjá sveitarfélaginu. „Við erum þessa dagana að ganga frá ráðningu verkefnastjóra sem við munum fá til aðstoðar til þess að ganga úr skugga um það að okkar aðkoma að umfjölluninni sé rétt og vel gerð og vel að henni staðið,“ segir Ásgeir. Þannig verði gengið úr skugga um að brugðist verði við þeim ábendingum sem úrskurðarnefndin beindi til sveitarfélagsins þegar fyrri ákvörðun um synjun var felld úr gildi. Í þeim úrskurði má reyndar hálfpartinn lesa að nefndin sé að beina því til sveitarfélagsins að veita leyfið fyrir loftlínu. En liggur ekki í augum uppi að henni verði synjað aftur ef þið eruð að breyta núna aðalskipulagi þar sem þið eruð að banna loftlínu? „Sko það má ekki gleyma því að sveitarstjórnin getur markað sér stefnu að sjálfsögðu. En að sama skapi þarf hún að fara að lögum og gæta að þeim sjónarmiðum sem okkur er gert að uppfylla samkvæmt gildandi lögum,“ segir Ásgeir. Það verði síðan að koma í ljós þegar þar að kemur hver niðurstaðan verði þegar búið er að fara yfir umsóknina á ný. „En það er alveg rétt sem þú segir að afstaðan er alveg ljós. En við, stjórnsýslan og sveitarstjórnin hér, munum að sjálf sögðu axla ábyrgð hvað varðar málefnalega umfjöllun á þessa umsókn.“ Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Ferlið við að koma á annarri flutningsleið raforku á Suðurnesin hefur verið í gangi í um tvo áratugi. Það hefur verið langt og strembið og þess vegna þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að málið er enn og aftur komið í uppnám. Og málið strandar nú algerlega á sveitarfélaginu Vogum. Öll hin sveitarfélögin sem koma að málinu, Reykjanesbær, Grindavík og Hafnarfjörður hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Vogar höfnuðu því hins vegar og hófu í gær ferli við að breyta aðalskipulagi sínu til að koma endanlega í veg fyrir að Landsnet fái sínu framgengt. Deilurnar snúast ekki um hvort þörf sé á línunni heldur hvernig hún verði útfærð. Landsnet vill leggja aðra loftlínu við hlið Suðurnesjalínu 1 en Vogum finnst skapast allt of mikil sjónmengun af því. Því vill bærinn að línan verði lögð í jörðu. Núverandi aðalskipulag Voga leyfir báða kosti en nú stendur til að breyta því. Þá útilokiði alveg þann möguleika að hún verði í lofti? „Já, eftir að hið nýja aðalskipulag tekur gildi þá er það það eina sem leyft verður,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Þetta stangast þó á við kerfisáætlun Landsnets, sem sveitarfélögum er skylt að taka mið af samkvæmt lögum, og við svæðisskipulag Suðurnesja, sem gerir ráð fyrir að sveitarfélögin leyfi báða kosti. Stærstur hluti Suðurnesjalínu 1 liggur í gegn um Voga. Landsnet vill reisa aðra loftlínu við hlið hennar en Vogar vilja setja hana í jörðu.vísir/arnar „En það er hins vegar alveg rétt að svæðisskipulagið er þarna líka og það þarf þá, til að þetta öðlist allt gildi, væntanlega að uppfæra það til samræmis við þetta,“ segir Ásgeir. Til að ná fram breytingum á skipulagsáætlun Suðurnesja verða þó öll sveitarfélög sem koma að henni að samþykkja þær. Þar sem Vogar standa einir í baráttu sinni fyrir jarðstreng má auðvitað velta því fyrir sér hvort hin sveitarfélögin hleypi slíkum breytingum í gegn. Taka umsókn Landsnets aftur fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi ákvörðun Voga um að synja Landsneti um framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu úr gildi í október. Sú umsókn er því aftur til meðferðar hjá sveitarfélaginu. „Við erum þessa dagana að ganga frá ráðningu verkefnastjóra sem við munum fá til aðstoðar til þess að ganga úr skugga um það að okkar aðkoma að umfjölluninni sé rétt og vel gerð og vel að henni staðið,“ segir Ásgeir. Þannig verði gengið úr skugga um að brugðist verði við þeim ábendingum sem úrskurðarnefndin beindi til sveitarfélagsins þegar fyrri ákvörðun um synjun var felld úr gildi. Í þeim úrskurði má reyndar hálfpartinn lesa að nefndin sé að beina því til sveitarfélagsins að veita leyfið fyrir loftlínu. En liggur ekki í augum uppi að henni verði synjað aftur ef þið eruð að breyta núna aðalskipulagi þar sem þið eruð að banna loftlínu? „Sko það má ekki gleyma því að sveitarstjórnin getur markað sér stefnu að sjálfsögðu. En að sama skapi þarf hún að fara að lögum og gæta að þeim sjónarmiðum sem okkur er gert að uppfylla samkvæmt gildandi lögum,“ segir Ásgeir. Það verði síðan að koma í ljós þegar þar að kemur hver niðurstaðan verði þegar búið er að fara yfir umsóknina á ný. „En það er alveg rétt sem þú segir að afstaðan er alveg ljós. En við, stjórnsýslan og sveitarstjórnin hér, munum að sjálf sögðu axla ábyrgð hvað varðar málefnalega umfjöllun á þessa umsókn.“
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16