Andleg heilsa íþróttafólks Andri Hrafn Sigurðsson skrifar 16. desember 2021 10:31 Við lifum á tímum þar sem umræða um andlega heilsu er orðin sjálfsögð sem betur fer. En ég tel að við þurfum að opna meira á umræðuna um andlega líðan íþróttafólks og velta fyrir okkur úrræðum fyrir þennan hóp. Það er áhyggjuefni hversu illa mörgum líður sem stunda íþróttir, sérstaklega fótbolta. Við höfum tekið jákvæð skref, leikmenn hafa komið fram opinberlega bæði hérlendis og erlendis og talað um andlega líðan og almennt virðumst við vera opnari fyrir því að ræða hvernig okkur líður. Sálfræðingar eru farnir að vinna meira með íþróttafélögunum og jafnvel orðnir hluti af teyminu í kringum liðið og íþróttafólk, sem er gott. Ungir leikmenn eiga sér fyrirmyndir sem þeir líta upp til, og bara það að sjá að þeir komi fram opinberlega og ræði þessar tilfinningar getur hjálpað. Undanfarið í mínu starfi er orðið algengara að fólk komi til mín sem þjáist af miklum kvíða í tengslum við íþróttir, þá aðallega fótbolta. Það sem er áhugavert er að það má greina ákveðið mynstur hjá þessu íþróttafólki. Þau eru mjög kröfuhörð, með mikinn frammistöðu kvíða, hafa áhyggjur af neikvæðri umfjöllun um sig í fjölmiðlum og hafa áhyggjur af því að ná ekki markmiðum sínum. Það sem við vitum er að æfingar, matarræði, líkamsástand, utanaðkomandi þættir og andlega hliðin (kvíði, sjálfstraust, einbeiting) hefur áhrif á árangur. Kvíði getur verið okkur mjög mikilvægur og við finnum flest fyrir honum í tengslum við hluti sem skipta okkur máli. Hæfilega mikill kvíði eða spenna getur því hjálpað þannig að við undirbúum okkur betur, leggjum okkur meira fram og hjálpað til að ná einbeitingu. En skuggahlið kvíðans er að hann getur hamlað okkur í að ná árangri. Maður veltir eðlilega fyrir sér hvort þetta sé að verða algengara vandamál. Það væri áhugavert að rannsaka það betur. Er þetta að breytast og ef svo er, hvers vegna? Þegar maður skoðar umhverfið þá eru leikmenn undir meira eftirliti núna en þeir voru. Fótboltinn að breytast, kröfurnar um gæði eru eflaust meiri. Bæði leikmenn og þjálfarar eru að verða betri. það er í dag til miklu meiri tölfræði um leikmenn, hægt að skoða myndbönd, leikmenn eru meira að segja í vesti sem skráir alla tölfræði. Kröfur og væntingar frá umhverfinu hafa mögulega breyst ásamt kröfunum sem einstaklingur setur á sjálfan sig. Í dag komast fleiri leikmenn erlendis í atvinnumennsku og aðgengi að erlendum skólum á fótboltastyrk er auðveldara. Öll umræða um fótbolta er töluvert meiri en hún var í fjölmiðlum/hlaðvörpum og á internetinu. Það er tekið meira eftir frammistöðu leikmanna, það er rýnt í frammistöðu þeirra og þeir fá jafnvel einkunn fyrir sína frammistöðu. Þetta er ekki lengur bara eitt eða tvö M í morgunblaðinu. Aðgengi að upplýsingum er meira. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á andlegri líðan íþróttamanna en þær fáu rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar sýna að þessi vandi er til staðar. Rannsóknir sýna að mögulegar ástæður fyrir þessu eru að afreksíþróttafólk forðist að sýna veikleika og leita aðstoðar því það gæti mögulega dregið úr möguleikum þeirra og tækifærum. Það sama má heyra í viðtölum. Þetta er samkeppnisumhverfi og samkeppnin er mögulega að verða meiri. Þess vegna eiga sumir erfitt með að ræða við þjálfarann um andlega heilsu sína. Hef heyrt setningar eins og: „ég vil ekki að þjálfarinn hafi eitthvað á mig, eða hafi ástæðu til að efast um mig“ Í sálfræðinni er talað um streituvalda/áhættuþætti. Innri streituvaldar hjá aðilunum sjálfum (dæmi, fullkomnunarárátta, sjálfstraust, viðhorf, hugsanir) eða í umhverfinu (dæmi; foreldrar, þjálfarar, samfélagsmiðlar, fjölmiðlar og fleira). Í dag eru margir streituvaldar/áhættuþættir í heimi íþróttafólks: Kröfur og væntingar frá foreldrum í einhverjum tilvikum, íþróttafélögunum, stuðningsmönnum, fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og fleira) Kröfur og væntingar frá þeim sjálfum. a. Fullkomnunaráráttab. Ég verð að standa mig, ég má ekki gera mistök, ef þetta gerist hvað þá,c. Verð að passa að ég sofi rétt, borði rétt og æfi nógu mikið. Samkeppni og álag Samskipti við þjálfara Ofþjálfun og meiðsli Kvíði og áhyggjur getur haft neikvæð áhrif á frammistöðu og stýrt hegðuninni. Áherslan verður meira á að passa sig, leikmenn verða hikandi í aðgerðum, þora ekki að taka áhættur, vera jafnvel óhreyfanlegir og einhæfir. Tilfinningar eins og ótti, hræðsla, kvíði og vonleysi gerir vart við sig. Athyglin verður meiri á utanaðkomandi aðstæður, neikvæðum hugsunum og tilfinningum. Slíkt getur verið sérstaklega áberandi ef sjálfstraustið er lítið – og að fá neikvætt umtal getur orðið sem einhverskonar staðfesting fyrir viðkomandi (ég vissi það, ég er ekki nógu góður…) og í sumum tilfellum mikið áfall eða leitt til þunglyndis. Núna erum við með sjúkraþjálfara sem vinna fyrir flest öll félög í landinu en hvað með sálfræðinga? Ég er þeirra skoðunar að sálfræðingar ættu að vera hluti af teyminu sem starfar í kringum liðið, eða þá að félögin hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu og jafnvel taki þátt í kostnað varðandi sálfræðiþjónustu. Ég tel að félögin og íþróttahreyfingin geti stutt enn betur við leikmenn hvað varðar andlega heilsu. Það er mikilvægt að það sé skýr leið fyrir leikmenn um það hvert þeir geti leitað og við hvern þau eiga að tala. Það er margt gert vel en það er hægt að gera betur. Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem umræða um andlega heilsu er orðin sjálfsögð sem betur fer. En ég tel að við þurfum að opna meira á umræðuna um andlega líðan íþróttafólks og velta fyrir okkur úrræðum fyrir þennan hóp. Það er áhyggjuefni hversu illa mörgum líður sem stunda íþróttir, sérstaklega fótbolta. Við höfum tekið jákvæð skref, leikmenn hafa komið fram opinberlega bæði hérlendis og erlendis og talað um andlega líðan og almennt virðumst við vera opnari fyrir því að ræða hvernig okkur líður. Sálfræðingar eru farnir að vinna meira með íþróttafélögunum og jafnvel orðnir hluti af teyminu í kringum liðið og íþróttafólk, sem er gott. Ungir leikmenn eiga sér fyrirmyndir sem þeir líta upp til, og bara það að sjá að þeir komi fram opinberlega og ræði þessar tilfinningar getur hjálpað. Undanfarið í mínu starfi er orðið algengara að fólk komi til mín sem þjáist af miklum kvíða í tengslum við íþróttir, þá aðallega fótbolta. Það sem er áhugavert er að það má greina ákveðið mynstur hjá þessu íþróttafólki. Þau eru mjög kröfuhörð, með mikinn frammistöðu kvíða, hafa áhyggjur af neikvæðri umfjöllun um sig í fjölmiðlum og hafa áhyggjur af því að ná ekki markmiðum sínum. Það sem við vitum er að æfingar, matarræði, líkamsástand, utanaðkomandi þættir og andlega hliðin (kvíði, sjálfstraust, einbeiting) hefur áhrif á árangur. Kvíði getur verið okkur mjög mikilvægur og við finnum flest fyrir honum í tengslum við hluti sem skipta okkur máli. Hæfilega mikill kvíði eða spenna getur því hjálpað þannig að við undirbúum okkur betur, leggjum okkur meira fram og hjálpað til að ná einbeitingu. En skuggahlið kvíðans er að hann getur hamlað okkur í að ná árangri. Maður veltir eðlilega fyrir sér hvort þetta sé að verða algengara vandamál. Það væri áhugavert að rannsaka það betur. Er þetta að breytast og ef svo er, hvers vegna? Þegar maður skoðar umhverfið þá eru leikmenn undir meira eftirliti núna en þeir voru. Fótboltinn að breytast, kröfurnar um gæði eru eflaust meiri. Bæði leikmenn og þjálfarar eru að verða betri. það er í dag til miklu meiri tölfræði um leikmenn, hægt að skoða myndbönd, leikmenn eru meira að segja í vesti sem skráir alla tölfræði. Kröfur og væntingar frá umhverfinu hafa mögulega breyst ásamt kröfunum sem einstaklingur setur á sjálfan sig. Í dag komast fleiri leikmenn erlendis í atvinnumennsku og aðgengi að erlendum skólum á fótboltastyrk er auðveldara. Öll umræða um fótbolta er töluvert meiri en hún var í fjölmiðlum/hlaðvörpum og á internetinu. Það er tekið meira eftir frammistöðu leikmanna, það er rýnt í frammistöðu þeirra og þeir fá jafnvel einkunn fyrir sína frammistöðu. Þetta er ekki lengur bara eitt eða tvö M í morgunblaðinu. Aðgengi að upplýsingum er meira. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á andlegri líðan íþróttamanna en þær fáu rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar sýna að þessi vandi er til staðar. Rannsóknir sýna að mögulegar ástæður fyrir þessu eru að afreksíþróttafólk forðist að sýna veikleika og leita aðstoðar því það gæti mögulega dregið úr möguleikum þeirra og tækifærum. Það sama má heyra í viðtölum. Þetta er samkeppnisumhverfi og samkeppnin er mögulega að verða meiri. Þess vegna eiga sumir erfitt með að ræða við þjálfarann um andlega heilsu sína. Hef heyrt setningar eins og: „ég vil ekki að þjálfarinn hafi eitthvað á mig, eða hafi ástæðu til að efast um mig“ Í sálfræðinni er talað um streituvalda/áhættuþætti. Innri streituvaldar hjá aðilunum sjálfum (dæmi, fullkomnunarárátta, sjálfstraust, viðhorf, hugsanir) eða í umhverfinu (dæmi; foreldrar, þjálfarar, samfélagsmiðlar, fjölmiðlar og fleira). Í dag eru margir streituvaldar/áhættuþættir í heimi íþróttafólks: Kröfur og væntingar frá foreldrum í einhverjum tilvikum, íþróttafélögunum, stuðningsmönnum, fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og fleira) Kröfur og væntingar frá þeim sjálfum. a. Fullkomnunaráráttab. Ég verð að standa mig, ég má ekki gera mistök, ef þetta gerist hvað þá,c. Verð að passa að ég sofi rétt, borði rétt og æfi nógu mikið. Samkeppni og álag Samskipti við þjálfara Ofþjálfun og meiðsli Kvíði og áhyggjur getur haft neikvæð áhrif á frammistöðu og stýrt hegðuninni. Áherslan verður meira á að passa sig, leikmenn verða hikandi í aðgerðum, þora ekki að taka áhættur, vera jafnvel óhreyfanlegir og einhæfir. Tilfinningar eins og ótti, hræðsla, kvíði og vonleysi gerir vart við sig. Athyglin verður meiri á utanaðkomandi aðstæður, neikvæðum hugsunum og tilfinningum. Slíkt getur verið sérstaklega áberandi ef sjálfstraustið er lítið – og að fá neikvætt umtal getur orðið sem einhverskonar staðfesting fyrir viðkomandi (ég vissi það, ég er ekki nógu góður…) og í sumum tilfellum mikið áfall eða leitt til þunglyndis. Núna erum við með sjúkraþjálfara sem vinna fyrir flest öll félög í landinu en hvað með sálfræðinga? Ég er þeirra skoðunar að sálfræðingar ættu að vera hluti af teyminu sem starfar í kringum liðið, eða þá að félögin hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu og jafnvel taki þátt í kostnað varðandi sálfræðiþjónustu. Ég tel að félögin og íþróttahreyfingin geti stutt enn betur við leikmenn hvað varðar andlega heilsu. Það er mikilvægt að það sé skýr leið fyrir leikmenn um það hvert þeir geti leitað og við hvern þau eiga að tala. Það er margt gert vel en það er hægt að gera betur. Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun