„Eru ekki allir í stuði?“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2021 21:28 Tómas Tómasson í pontu á Alþingi í fyrsta sinn. Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Verið var að ræða fjáraukalög þegar Tómas steig í pontu og byrjaði hann ræðu sína á því að tala um Harry S. Truman, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það að kjörorð hans hefðu verið að hann sjálfur bæri ábyrgð á því sem gert var í forsetatíð hans. „The buck stops here,“ sagði Truman iðulega. Því næst sagðist Tómas hafa lofað Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, því á sínum tíma að hann myndi ekki segja: „Eru ekki allir í stuði?“ í jómfrúarræðu sinni. „En ég segi nú samt: Eru ekki allir í stuði?“ sagði Tómas. Þá sagði Tómas frá því að hann hefði eitt sinn verið kokkur um borð í skipinu Gullfossi. Þar um borð hefðu verið þrjú farrými. Fólkið á fyrsta farrými hefði fengið flottasta matinn og fólkið á öðru farrými hefði fengið matinn sem fólkið á fyrsta farrými borðaði ekki. Þá hefði fólkið á þriðja farrými fengið matinn sem fólkið á öðru farrými borðaði ekki deginum áður. „Þannig er nú þetta þjóðfélag okkar,“ sagði Tómas. „Við sem meira höfum milli handanna fáum alltaf það besta.“ Hann sagðist þó ekki vilja líkja Íslandi við farþega skip, heldur björgunarbát. „Ef við værum í björgunarbát myndum við þá sem höfum meira sitja í skutnum og njóta góðs af og láta fólkið sem hefur lítið sem ekkert sitja fram í stefninu og súpa dauðan úr skel? Ég held ekki.“ Hann sagði að í björgunarbát myndu allir njóta sömu fríðinda. Á leið i jómfrúarræðuna i nýju boss fötunum pic.twitter.com/M5o1Df2ROO— Tómas A Tómasson (@a_tomasson) December 15, 2021 Tómas sagði einni að sífellt væri verið að röfla um peninga en suma hluti yrði bara að kaupa og borga. Hann hefði staðið í stórræðum í gegnum tíðina, með enga peninga milli handanna en samt hefði hann komið hlutunum í verk. Þó ríkissjóður yrði rekinn með halla næsta árið yrði bara að hafa það. Hann gæti ekki sætt sig við það að fátækir eins og öryrkjar gætu ekki haldið gleðileg jól. „Kommon,“ sletti Tómas. „Við getum ekki verið þekkt fyrir það.“ Þá sagðist Tómas hafa farið á þing til að láta gott af sér leiða, eins og aðrir, og sagðist ætla að gera sitt besta. Hann sagðist vonast til þess að aðrir þingmenn myndu hjálpa honum. „Svo tökum við saman höndum og höfum bara gaman af þessu.“ Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. 13. desember 2021 23:44 Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Verið var að ræða fjáraukalög þegar Tómas steig í pontu og byrjaði hann ræðu sína á því að tala um Harry S. Truman, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það að kjörorð hans hefðu verið að hann sjálfur bæri ábyrgð á því sem gert var í forsetatíð hans. „The buck stops here,“ sagði Truman iðulega. Því næst sagðist Tómas hafa lofað Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, því á sínum tíma að hann myndi ekki segja: „Eru ekki allir í stuði?“ í jómfrúarræðu sinni. „En ég segi nú samt: Eru ekki allir í stuði?“ sagði Tómas. Þá sagði Tómas frá því að hann hefði eitt sinn verið kokkur um borð í skipinu Gullfossi. Þar um borð hefðu verið þrjú farrými. Fólkið á fyrsta farrými hefði fengið flottasta matinn og fólkið á öðru farrými hefði fengið matinn sem fólkið á fyrsta farrými borðaði ekki. Þá hefði fólkið á þriðja farrými fengið matinn sem fólkið á öðru farrými borðaði ekki deginum áður. „Þannig er nú þetta þjóðfélag okkar,“ sagði Tómas. „Við sem meira höfum milli handanna fáum alltaf það besta.“ Hann sagðist þó ekki vilja líkja Íslandi við farþega skip, heldur björgunarbát. „Ef við værum í björgunarbát myndum við þá sem höfum meira sitja í skutnum og njóta góðs af og láta fólkið sem hefur lítið sem ekkert sitja fram í stefninu og súpa dauðan úr skel? Ég held ekki.“ Hann sagði að í björgunarbát myndu allir njóta sömu fríðinda. Á leið i jómfrúarræðuna i nýju boss fötunum pic.twitter.com/M5o1Df2ROO— Tómas A Tómasson (@a_tomasson) December 15, 2021 Tómas sagði einni að sífellt væri verið að röfla um peninga en suma hluti yrði bara að kaupa og borga. Hann hefði staðið í stórræðum í gegnum tíðina, með enga peninga milli handanna en samt hefði hann komið hlutunum í verk. Þó ríkissjóður yrði rekinn með halla næsta árið yrði bara að hafa það. Hann gæti ekki sætt sig við það að fátækir eins og öryrkjar gætu ekki haldið gleðileg jól. „Kommon,“ sletti Tómas. „Við getum ekki verið þekkt fyrir það.“ Þá sagðist Tómas hafa farið á þing til að láta gott af sér leiða, eins og aðrir, og sagðist ætla að gera sitt besta. Hann sagðist vonast til þess að aðrir þingmenn myndu hjálpa honum. „Svo tökum við saman höndum og höfum bara gaman af þessu.“
Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. 13. desember 2021 23:44 Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. 13. desember 2021 23:44
Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58
Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29