Kynferðisbrotalaust Ísland? María Rún Bjarnadóttir skrifar 14. desember 2021 15:00 Aldamótamarkmiðin um Fíkniefnalaust Ísland og Frið árið 2000 náðust ekki. Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé mikill skaðvaldur í íslensku samfélagi hefur ekki verið ráðist í herferðina um kynferðisbrotalaust Ísland. Að ná þannig markmiði myndi þó fela í sér verulegan ábata, bæði fyrir einstaklinga og samfélag og almennt má telja víðtækan stuðning við markmiðið þótt einhverja greini á um leiðirnar að því. Skráðum kynferðisbrotum gegn börnum og tilkynningum vegna barnaníðsefnis fjölgaði árið 2020 samkvæmt nýlegri samantekt Ríkislögreglustjóra. Af þeim tilkynningum sem lögreglu hafa borist það sem af er þessu ári um kynferðisbrot eru um 61% þolenda börn. Þá er ljóst að með tæknivæðingunni eiga kynferðisbrot sér stað stafrænt í auknum mæli. Stjórnvöld fólu Ríkislögreglustjóra að vinna gegn stafrænum birtingarmyndum ofbeldis gegn börnum og ráðast meðal annars í forvarnir og fræðslu um efnið. Aðgerðin er í samræmi við aðgerðaráætlun um bætta meðferð kynferðisbrota 2018-2022. Frjáls félagasamtök á Íslandi hafa til margra ára verið í lykilhlutverki forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Nefna má Barnaheill sem starfrækir ábendingalínu í samvinnu við Ríkislögreglustjóra, Stígamót og verkefni þeirra Sjúk ást og SAFT sem fræðir börn um stafrænt öryggi. Í ljósi þessa hefur Ríkislögreglustjóri átt gott samstarf við félagasamtök við undirbúning yfirstandandi fræðsluverkefnis, en einnig verkefnisstjórn um framkvæmd þingsályktunar um samstillta og heildstæða nálgun á forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þá hefur embættið notið liðsinnis lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra við að heimsækja nemendur í 8. bekkjum grunnskóla samhliða dreifingu stafrænna upplýsingapakka til allra 8. bekkinga á landinu. Lögreglumenn hafa heimsótt rúmlega 700 nemendur í 8. bekkjum grunnskóla það sem af er þessu ári, en verkefninu verður haldið áfram eftir áramót. Í 8. bekk eru nemendur almennt orðnir 13 ára og því nógu gamlir til þess að nota samfélagsmiðla. Niðurstöður rannsóknamiðstöðvarinnar Rannsókna og greiningar benda til þess að þegar komið er í 9. bekk verði veruleg aukning í klámneyslu drengja og þrýstingur aukist á stelpur að deila kynferðislegu myndefni. Þá leiddi nýleg könnun Fjölmiðlanefndar í ljós að u.þ.b. ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 15-17 ára hefur verið þvinguð til myndsendinga og tæp 18% hafa lent í myndbirtingu gegn vilja sínum. Því er lagt upp með að fræða unglinga áður en þau byrja í 9. bekk og styrkja varnir þeirra áður en rannsóknir sýna að ytri þættir fari að reyna á þeirra mörk. Í fræðslunni er áhersla lögð á að samþykki sé kjarninn í öllum kynferðislegum samskiptum, hvort sem þau eru stafræn eða ekki. Frætt er um öryggi í stafrænum samskiptum og þá eru nemendur og aðstandendur þeirra hvattir til þess að hlaða niður nýlega endurbætti 112 appi Neyðarlínunnar sem einfaldar tilkynningar um hvers kyns brot gegn börnum. Neyðarverðir koma skilaboðum áfram til lögreglu eða barnaverndaryfirvalda eftir atvikum. Forvarnir og fræðsla fyrir unglinga hafa best áhrif ef aðstandendur barna styðja við skilaboðin sem þeim eru send. Því munu lögreglulið á fyrrgreindum svæðum bjóða upp á svæðisbundna stafræna foreldrafundi eftir því sem fræðslunni vindur áfram fyrir unglinga. Þá hefur vefsíðan 112.is verið uppfærð og þar má finna ríkulegar upplýsingar um ofbeldi gegn börnum, öryggi á netinu, stafrænar birtingarmyndir ofbeldis, ráð og leiðbeiningarfyrir brotaþola og aðstandendur þeirra og uppýsingar um úrræði fyrir gerendur. Að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum krefst margþættrar aðkomu. Foreldrar, skólasamfélagið, þau sem standa að félags- og tómstundastarfi og ýmsar stofnanir samfélagsins gegna þar stóru hlutverki, en stjórnvöld bera einnig ákveðnar skyldur til þess að bregðst við og berjast gegn kynferðisofbeldi. Það má vel vera að það verði erfitt að ná markmiði um kynferðisbrotalaust Ísland. Það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að við höldum áfram að reyna. Höfundur er verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rún Bjarnadóttir Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Lögreglan Klám Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Aldamótamarkmiðin um Fíkniefnalaust Ísland og Frið árið 2000 náðust ekki. Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé mikill skaðvaldur í íslensku samfélagi hefur ekki verið ráðist í herferðina um kynferðisbrotalaust Ísland. Að ná þannig markmiði myndi þó fela í sér verulegan ábata, bæði fyrir einstaklinga og samfélag og almennt má telja víðtækan stuðning við markmiðið þótt einhverja greini á um leiðirnar að því. Skráðum kynferðisbrotum gegn börnum og tilkynningum vegna barnaníðsefnis fjölgaði árið 2020 samkvæmt nýlegri samantekt Ríkislögreglustjóra. Af þeim tilkynningum sem lögreglu hafa borist það sem af er þessu ári um kynferðisbrot eru um 61% þolenda börn. Þá er ljóst að með tæknivæðingunni eiga kynferðisbrot sér stað stafrænt í auknum mæli. Stjórnvöld fólu Ríkislögreglustjóra að vinna gegn stafrænum birtingarmyndum ofbeldis gegn börnum og ráðast meðal annars í forvarnir og fræðslu um efnið. Aðgerðin er í samræmi við aðgerðaráætlun um bætta meðferð kynferðisbrota 2018-2022. Frjáls félagasamtök á Íslandi hafa til margra ára verið í lykilhlutverki forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Nefna má Barnaheill sem starfrækir ábendingalínu í samvinnu við Ríkislögreglustjóra, Stígamót og verkefni þeirra Sjúk ást og SAFT sem fræðir börn um stafrænt öryggi. Í ljósi þessa hefur Ríkislögreglustjóri átt gott samstarf við félagasamtök við undirbúning yfirstandandi fræðsluverkefnis, en einnig verkefnisstjórn um framkvæmd þingsályktunar um samstillta og heildstæða nálgun á forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þá hefur embættið notið liðsinnis lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra við að heimsækja nemendur í 8. bekkjum grunnskóla samhliða dreifingu stafrænna upplýsingapakka til allra 8. bekkinga á landinu. Lögreglumenn hafa heimsótt rúmlega 700 nemendur í 8. bekkjum grunnskóla það sem af er þessu ári, en verkefninu verður haldið áfram eftir áramót. Í 8. bekk eru nemendur almennt orðnir 13 ára og því nógu gamlir til þess að nota samfélagsmiðla. Niðurstöður rannsóknamiðstöðvarinnar Rannsókna og greiningar benda til þess að þegar komið er í 9. bekk verði veruleg aukning í klámneyslu drengja og þrýstingur aukist á stelpur að deila kynferðislegu myndefni. Þá leiddi nýleg könnun Fjölmiðlanefndar í ljós að u.þ.b. ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 15-17 ára hefur verið þvinguð til myndsendinga og tæp 18% hafa lent í myndbirtingu gegn vilja sínum. Því er lagt upp með að fræða unglinga áður en þau byrja í 9. bekk og styrkja varnir þeirra áður en rannsóknir sýna að ytri þættir fari að reyna á þeirra mörk. Í fræðslunni er áhersla lögð á að samþykki sé kjarninn í öllum kynferðislegum samskiptum, hvort sem þau eru stafræn eða ekki. Frætt er um öryggi í stafrænum samskiptum og þá eru nemendur og aðstandendur þeirra hvattir til þess að hlaða niður nýlega endurbætti 112 appi Neyðarlínunnar sem einfaldar tilkynningar um hvers kyns brot gegn börnum. Neyðarverðir koma skilaboðum áfram til lögreglu eða barnaverndaryfirvalda eftir atvikum. Forvarnir og fræðsla fyrir unglinga hafa best áhrif ef aðstandendur barna styðja við skilaboðin sem þeim eru send. Því munu lögreglulið á fyrrgreindum svæðum bjóða upp á svæðisbundna stafræna foreldrafundi eftir því sem fræðslunni vindur áfram fyrir unglinga. Þá hefur vefsíðan 112.is verið uppfærð og þar má finna ríkulegar upplýsingar um ofbeldi gegn börnum, öryggi á netinu, stafrænar birtingarmyndir ofbeldis, ráð og leiðbeiningarfyrir brotaþola og aðstandendur þeirra og uppýsingar um úrræði fyrir gerendur. Að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum krefst margþættrar aðkomu. Foreldrar, skólasamfélagið, þau sem standa að félags- og tómstundastarfi og ýmsar stofnanir samfélagsins gegna þar stóru hlutverki, en stjórnvöld bera einnig ákveðnar skyldur til þess að bregðst við og berjast gegn kynferðisofbeldi. Það má vel vera að það verði erfitt að ná markmiði um kynferðisbrotalaust Ísland. Það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að við höldum áfram að reyna. Höfundur er verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun