Kynferðisbrotalaust Ísland? María Rún Bjarnadóttir skrifar 14. desember 2021 15:00 Aldamótamarkmiðin um Fíkniefnalaust Ísland og Frið árið 2000 náðust ekki. Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé mikill skaðvaldur í íslensku samfélagi hefur ekki verið ráðist í herferðina um kynferðisbrotalaust Ísland. Að ná þannig markmiði myndi þó fela í sér verulegan ábata, bæði fyrir einstaklinga og samfélag og almennt má telja víðtækan stuðning við markmiðið þótt einhverja greini á um leiðirnar að því. Skráðum kynferðisbrotum gegn börnum og tilkynningum vegna barnaníðsefnis fjölgaði árið 2020 samkvæmt nýlegri samantekt Ríkislögreglustjóra. Af þeim tilkynningum sem lögreglu hafa borist það sem af er þessu ári um kynferðisbrot eru um 61% þolenda börn. Þá er ljóst að með tæknivæðingunni eiga kynferðisbrot sér stað stafrænt í auknum mæli. Stjórnvöld fólu Ríkislögreglustjóra að vinna gegn stafrænum birtingarmyndum ofbeldis gegn börnum og ráðast meðal annars í forvarnir og fræðslu um efnið. Aðgerðin er í samræmi við aðgerðaráætlun um bætta meðferð kynferðisbrota 2018-2022. Frjáls félagasamtök á Íslandi hafa til margra ára verið í lykilhlutverki forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Nefna má Barnaheill sem starfrækir ábendingalínu í samvinnu við Ríkislögreglustjóra, Stígamót og verkefni þeirra Sjúk ást og SAFT sem fræðir börn um stafrænt öryggi. Í ljósi þessa hefur Ríkislögreglustjóri átt gott samstarf við félagasamtök við undirbúning yfirstandandi fræðsluverkefnis, en einnig verkefnisstjórn um framkvæmd þingsályktunar um samstillta og heildstæða nálgun á forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þá hefur embættið notið liðsinnis lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra við að heimsækja nemendur í 8. bekkjum grunnskóla samhliða dreifingu stafrænna upplýsingapakka til allra 8. bekkinga á landinu. Lögreglumenn hafa heimsótt rúmlega 700 nemendur í 8. bekkjum grunnskóla það sem af er þessu ári, en verkefninu verður haldið áfram eftir áramót. Í 8. bekk eru nemendur almennt orðnir 13 ára og því nógu gamlir til þess að nota samfélagsmiðla. Niðurstöður rannsóknamiðstöðvarinnar Rannsókna og greiningar benda til þess að þegar komið er í 9. bekk verði veruleg aukning í klámneyslu drengja og þrýstingur aukist á stelpur að deila kynferðislegu myndefni. Þá leiddi nýleg könnun Fjölmiðlanefndar í ljós að u.þ.b. ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 15-17 ára hefur verið þvinguð til myndsendinga og tæp 18% hafa lent í myndbirtingu gegn vilja sínum. Því er lagt upp með að fræða unglinga áður en þau byrja í 9. bekk og styrkja varnir þeirra áður en rannsóknir sýna að ytri þættir fari að reyna á þeirra mörk. Í fræðslunni er áhersla lögð á að samþykki sé kjarninn í öllum kynferðislegum samskiptum, hvort sem þau eru stafræn eða ekki. Frætt er um öryggi í stafrænum samskiptum og þá eru nemendur og aðstandendur þeirra hvattir til þess að hlaða niður nýlega endurbætti 112 appi Neyðarlínunnar sem einfaldar tilkynningar um hvers kyns brot gegn börnum. Neyðarverðir koma skilaboðum áfram til lögreglu eða barnaverndaryfirvalda eftir atvikum. Forvarnir og fræðsla fyrir unglinga hafa best áhrif ef aðstandendur barna styðja við skilaboðin sem þeim eru send. Því munu lögreglulið á fyrrgreindum svæðum bjóða upp á svæðisbundna stafræna foreldrafundi eftir því sem fræðslunni vindur áfram fyrir unglinga. Þá hefur vefsíðan 112.is verið uppfærð og þar má finna ríkulegar upplýsingar um ofbeldi gegn börnum, öryggi á netinu, stafrænar birtingarmyndir ofbeldis, ráð og leiðbeiningarfyrir brotaþola og aðstandendur þeirra og uppýsingar um úrræði fyrir gerendur. Að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum krefst margþættrar aðkomu. Foreldrar, skólasamfélagið, þau sem standa að félags- og tómstundastarfi og ýmsar stofnanir samfélagsins gegna þar stóru hlutverki, en stjórnvöld bera einnig ákveðnar skyldur til þess að bregðst við og berjast gegn kynferðisofbeldi. Það má vel vera að það verði erfitt að ná markmiði um kynferðisbrotalaust Ísland. Það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að við höldum áfram að reyna. Höfundur er verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rún Bjarnadóttir Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Lögreglan Klám Mest lesið Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Aldamótamarkmiðin um Fíkniefnalaust Ísland og Frið árið 2000 náðust ekki. Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé mikill skaðvaldur í íslensku samfélagi hefur ekki verið ráðist í herferðina um kynferðisbrotalaust Ísland. Að ná þannig markmiði myndi þó fela í sér verulegan ábata, bæði fyrir einstaklinga og samfélag og almennt má telja víðtækan stuðning við markmiðið þótt einhverja greini á um leiðirnar að því. Skráðum kynferðisbrotum gegn börnum og tilkynningum vegna barnaníðsefnis fjölgaði árið 2020 samkvæmt nýlegri samantekt Ríkislögreglustjóra. Af þeim tilkynningum sem lögreglu hafa borist það sem af er þessu ári um kynferðisbrot eru um 61% þolenda börn. Þá er ljóst að með tæknivæðingunni eiga kynferðisbrot sér stað stafrænt í auknum mæli. Stjórnvöld fólu Ríkislögreglustjóra að vinna gegn stafrænum birtingarmyndum ofbeldis gegn börnum og ráðast meðal annars í forvarnir og fræðslu um efnið. Aðgerðin er í samræmi við aðgerðaráætlun um bætta meðferð kynferðisbrota 2018-2022. Frjáls félagasamtök á Íslandi hafa til margra ára verið í lykilhlutverki forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Nefna má Barnaheill sem starfrækir ábendingalínu í samvinnu við Ríkislögreglustjóra, Stígamót og verkefni þeirra Sjúk ást og SAFT sem fræðir börn um stafrænt öryggi. Í ljósi þessa hefur Ríkislögreglustjóri átt gott samstarf við félagasamtök við undirbúning yfirstandandi fræðsluverkefnis, en einnig verkefnisstjórn um framkvæmd þingsályktunar um samstillta og heildstæða nálgun á forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þá hefur embættið notið liðsinnis lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra við að heimsækja nemendur í 8. bekkjum grunnskóla samhliða dreifingu stafrænna upplýsingapakka til allra 8. bekkinga á landinu. Lögreglumenn hafa heimsótt rúmlega 700 nemendur í 8. bekkjum grunnskóla það sem af er þessu ári, en verkefninu verður haldið áfram eftir áramót. Í 8. bekk eru nemendur almennt orðnir 13 ára og því nógu gamlir til þess að nota samfélagsmiðla. Niðurstöður rannsóknamiðstöðvarinnar Rannsókna og greiningar benda til þess að þegar komið er í 9. bekk verði veruleg aukning í klámneyslu drengja og þrýstingur aukist á stelpur að deila kynferðislegu myndefni. Þá leiddi nýleg könnun Fjölmiðlanefndar í ljós að u.þ.b. ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 15-17 ára hefur verið þvinguð til myndsendinga og tæp 18% hafa lent í myndbirtingu gegn vilja sínum. Því er lagt upp með að fræða unglinga áður en þau byrja í 9. bekk og styrkja varnir þeirra áður en rannsóknir sýna að ytri þættir fari að reyna á þeirra mörk. Í fræðslunni er áhersla lögð á að samþykki sé kjarninn í öllum kynferðislegum samskiptum, hvort sem þau eru stafræn eða ekki. Frætt er um öryggi í stafrænum samskiptum og þá eru nemendur og aðstandendur þeirra hvattir til þess að hlaða niður nýlega endurbætti 112 appi Neyðarlínunnar sem einfaldar tilkynningar um hvers kyns brot gegn börnum. Neyðarverðir koma skilaboðum áfram til lögreglu eða barnaverndaryfirvalda eftir atvikum. Forvarnir og fræðsla fyrir unglinga hafa best áhrif ef aðstandendur barna styðja við skilaboðin sem þeim eru send. Því munu lögreglulið á fyrrgreindum svæðum bjóða upp á svæðisbundna stafræna foreldrafundi eftir því sem fræðslunni vindur áfram fyrir unglinga. Þá hefur vefsíðan 112.is verið uppfærð og þar má finna ríkulegar upplýsingar um ofbeldi gegn börnum, öryggi á netinu, stafrænar birtingarmyndir ofbeldis, ráð og leiðbeiningarfyrir brotaþola og aðstandendur þeirra og uppýsingar um úrræði fyrir gerendur. Að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum krefst margþættrar aðkomu. Foreldrar, skólasamfélagið, þau sem standa að félags- og tómstundastarfi og ýmsar stofnanir samfélagsins gegna þar stóru hlutverki, en stjórnvöld bera einnig ákveðnar skyldur til þess að bregðst við og berjast gegn kynferðisofbeldi. Það má vel vera að það verði erfitt að ná markmiði um kynferðisbrotalaust Ísland. Það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að við höldum áfram að reyna. Höfundur er verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar