Lífið

Bylgja Babýlons þriðji fyndnasti grín­istinn í Skot­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bylgja Babýlons hefur greinilega gert það gott í Skotlandi.
Bylgja Babýlons hefur greinilega gert það gott í Skotlandi. Skjáskot/Youtube

Grínistinn Bylgja Babýlons hafnaði í þriðja sæti á lista Rotunda Comedy Club í Skotlandi yfir bestu grínistana árið 2021. 

Bylgja hefur undanfarin þrjú ár búið í Skotlandi en áður var hún tíður uppistandari hér á Íslandi. Fram kemur í dómi Skotanna, sem birtist á fréttasíðu The Scotsman, að þurr og hæðinn húmor Bylgju hafi landað henni í þriðja sæti. 

„Íslendingurinn fjallar um menningarmuninn, fer yfir árin þrjú sem hún hefur búið í Skotlandi á beittann hátt og rýnir í útlendingahatrið sem hún hefur orðið fyrir,“ segir í dómnum. 

Þá sé Bylgja ekki hrædd við að tala um krabbameinið sem hún greindist með og lyfjameðferðina sem því fylgdi, sem hún uppskeri iðulega hlátur fyrir. 

Í öðru sæti á listanum er Richard Pulsford og sigurvegari keppninnar, besti uppistandarinn í Skotlandi, er Liam Farrelly. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×