Niðurskurður á mannréttindum fatlaðs fólks Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar 10. desember 2021 18:00 Nýtt Alþingi hefur loks verið sett. Fyrsta verk þingsins er framlagning fjárlaga en þau vekja ekki von fyrir réttindabaráttu fatlaðs fólks. Þvert á móti, því þar er gert ráð fyrir 300 milljóna króna niðurskurði til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er alger bylting í þjónustu við fatlað fólk. Með NPA er notandinn við stjórnvölin og getur lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Þessi þjónusta er í raun andstaðan við stofnanavæðingu fortíðar með þeirri kúgun og ofbeldi sem henni fylgdi, eins og of mörg dæmi sýna. Þrátt fyrir að NPA sé nú lögfest mannréttindi fyrir fatlað fólk, þá þurfum við, fatlað fólk, að berjast stanslaust fyrir okkar lögbundna rétti. Fjölmörg eru á biðlistum eftir þjónustunni þrátt fyrir að ljóst sé að þau eigi á henni rétt. Afsökunin er nær ávallt sú sama: skortur á fjármagni. Fyrir ári síðan ákvað Alþingi að NPA samningum skyldi fjölgað um 30-40 á árinu 2021 og lagði til þess 300 milljóna viðbótarfjármagn við fjárlög. Það varð þó lítið úr fjölgun samninga þar sem í ljós kom að Alþingi hafði greinilega ekki verið upplýst um að nota þyrfti stóran hluta þessarar upphæðar til greiðslu vegna fyrri skuldbindinga. Raunveruleg fjölgun NPA samninga árið 2021 varð því lítil sem engin. Alþingi brýndi fyrir félagsmálaáðuneytinu að þessi 300 milljóna auka fjárheimild skyldi gerð varanleg í fjárlögum komandi ára. Nú þegar fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár liggur fyrir er hins vegar ljóst að þessar 300 milljónir hafa verið felldar niður og fatlað fólk þarf enn og aftur að berjast fyrir sínum lögfestu réttindum. Í lögum er gert ráð fyrir að NPA samningum fjölgi jafnt og þétt á milli ára, en verði þetta veruleikinn er hætt við að þeim fari fækkandi á næsta ári. Þetta mál snýst ekki einungis um ótta fatlaðs fólks við að missa NPA þjónustu. Fólks sem nú nýtur þessara réttinda eftir oft áralanga og harða baráttu við kerfi sem virðist haldið innbyggðri tregðu við að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem því ber. Þetta snýst einnig um þá 30-40 einstaklinga sem enn bíða eftir NPA samningum. Þessir einstaklingar hafa verið metnir með þörf fyrir þjónustu og hafa lagalegan rétt á NPA en eru á biðlista þar til ríkið tryggir fjárframlag inn í samninga þeirra. Þrátt fyrir að þessar tölur liggi allar fyrir í félagsmálaráðuneytinu, og hafi gert það frá því í sumar, er niðurskurður á borðinu og ekkert plan um að útrýma biðlistum eftir NPA, hvað þá fækka einstaklingum á þeim. Lögbundin réttindi fatlaðs fólks og mannréttindi eru fótum troðin og því gert að lifa án sjálfstæðis og stjórnar á eigin lífi, að lifa sem bagga á samfélaginu í stað þess að geta lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Slík staða er óbærileg. Fatlað fólk krefst þess að ríkið standi við skuldbindingar sínar gagnvart þeim einstaklingum sem hafa NPA þjónustu eða bíða eftir NPA samningum og veiti fullnægjandi fjármagn til þess að útrýma biðlistum fyrir NPA á árinu 2022, í samræmi við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Höfundur er formaður NPA miðstöðvarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Alþingi Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt Alþingi hefur loks verið sett. Fyrsta verk þingsins er framlagning fjárlaga en þau vekja ekki von fyrir réttindabaráttu fatlaðs fólks. Þvert á móti, því þar er gert ráð fyrir 300 milljóna króna niðurskurði til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er alger bylting í þjónustu við fatlað fólk. Með NPA er notandinn við stjórnvölin og getur lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Þessi þjónusta er í raun andstaðan við stofnanavæðingu fortíðar með þeirri kúgun og ofbeldi sem henni fylgdi, eins og of mörg dæmi sýna. Þrátt fyrir að NPA sé nú lögfest mannréttindi fyrir fatlað fólk, þá þurfum við, fatlað fólk, að berjast stanslaust fyrir okkar lögbundna rétti. Fjölmörg eru á biðlistum eftir þjónustunni þrátt fyrir að ljóst sé að þau eigi á henni rétt. Afsökunin er nær ávallt sú sama: skortur á fjármagni. Fyrir ári síðan ákvað Alþingi að NPA samningum skyldi fjölgað um 30-40 á árinu 2021 og lagði til þess 300 milljóna viðbótarfjármagn við fjárlög. Það varð þó lítið úr fjölgun samninga þar sem í ljós kom að Alþingi hafði greinilega ekki verið upplýst um að nota þyrfti stóran hluta þessarar upphæðar til greiðslu vegna fyrri skuldbindinga. Raunveruleg fjölgun NPA samninga árið 2021 varð því lítil sem engin. Alþingi brýndi fyrir félagsmálaáðuneytinu að þessi 300 milljóna auka fjárheimild skyldi gerð varanleg í fjárlögum komandi ára. Nú þegar fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár liggur fyrir er hins vegar ljóst að þessar 300 milljónir hafa verið felldar niður og fatlað fólk þarf enn og aftur að berjast fyrir sínum lögfestu réttindum. Í lögum er gert ráð fyrir að NPA samningum fjölgi jafnt og þétt á milli ára, en verði þetta veruleikinn er hætt við að þeim fari fækkandi á næsta ári. Þetta mál snýst ekki einungis um ótta fatlaðs fólks við að missa NPA þjónustu. Fólks sem nú nýtur þessara réttinda eftir oft áralanga og harða baráttu við kerfi sem virðist haldið innbyggðri tregðu við að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem því ber. Þetta snýst einnig um þá 30-40 einstaklinga sem enn bíða eftir NPA samningum. Þessir einstaklingar hafa verið metnir með þörf fyrir þjónustu og hafa lagalegan rétt á NPA en eru á biðlista þar til ríkið tryggir fjárframlag inn í samninga þeirra. Þrátt fyrir að þessar tölur liggi allar fyrir í félagsmálaráðuneytinu, og hafi gert það frá því í sumar, er niðurskurður á borðinu og ekkert plan um að útrýma biðlistum eftir NPA, hvað þá fækka einstaklingum á þeim. Lögbundin réttindi fatlaðs fólks og mannréttindi eru fótum troðin og því gert að lifa án sjálfstæðis og stjórnar á eigin lífi, að lifa sem bagga á samfélaginu í stað þess að geta lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Slík staða er óbærileg. Fatlað fólk krefst þess að ríkið standi við skuldbindingar sínar gagnvart þeim einstaklingum sem hafa NPA þjónustu eða bíða eftir NPA samningum og veiti fullnægjandi fjármagn til þess að útrýma biðlistum fyrir NPA á árinu 2022, í samræmi við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Höfundur er formaður NPA miðstöðvarinnar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun