Birkir Blær sigurvegari sænska Idolsins 2021 Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 10. desember 2021 21:44 Birkir Blær stóð uppi sem sigurvegari Gudmund Svansson Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson fór með sigur af hólmi þegar hann mætti söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í úrslitum sænska Idol í kvöld. „Ég er svo þakklátur öllum þeim sem kusu Íslending. Ég er svo stoltur,“ sagði Birkir Blær við fjölmiðla eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð. „Ég hef lært svo svo mikið á þessu, ekki síst nýtt tungumál. Þetta er draumur sem hefur ræst,“ bætti hann við. Þá segir hann keppinaut sinn, Jacqueline Mossberg Mounkassa, vera frábæran listamann og að hann hafi haldið að það yrði hún sem fagnaði sigri að keppni lokinni. Okkar maður ásamt Jacqueline Mossberg Mounkassa.Gudmund Svansson Keppendurnir fluttu þrjú lög til að heilla sænska kjósendur. Fyrsta lag Birkis Blæs var All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless sem keppendur fluttu báðir. Hlusta má á flutning Birkis Blæs á Weightless í spilaranum hér að neðan: Allt ætlaði um koll að keyra á skemmtistaðnum Vamos í miðbæ Akureyrar þegar tilkynnt var að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson hafi sigrað sænska Idolið árið 2021. Myndband af fagnaðarlátunum má sjá í spilaranum hér að neðan: Í sigurlaun fær Birkir Blær plötusamning hjá útgáfurisanum Universal sem er með stærstu plötufyrirtækjum í heimi. Ljóst er að hann á framtíðina fyrir sér í Svíþjóð og þótt víðar væri leitað. Hann hefur nú þegar gefið út nokkur lög á seinustu árum og breiðskífuna Patient. Birkir Blær sagði í samtali við fréttastofu fyrir keppnina að hann hefði lítið sofið í nótt enda spennan mikil. Mikið var í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Stórfjölskyldan var í salnum í kvöld; meðal annars Rannveig Katrín Arnarsdóttir, kærasta hans, og móðir hans Elvý Guðríður Hreinsdóttir sem flaug utan til Svíþjóðar frá Íslandi í morgun. Fréttastofa ræddi við Elvý skömmu áður en hún fór út. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Sjónvarpsstöðin TV4 tók saman Idol-ævintýri Birkis Blæs í aðdraganda úrslitakvöldsins. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Hópur fólks kom saman á skemmtistaðnum Vamos á Akureyri í kvöld til að fylgjast með þættinum og einnig horfði hópur fólks á úrslitin í Keiluhöllinni í Egilshöll. Vísir var með puttann á púlsinum, bæði í Svíþjóð og á Akureyri, og má fylgjast með framvindunni í Vaktinni hér að neðan.
„Ég er svo þakklátur öllum þeim sem kusu Íslending. Ég er svo stoltur,“ sagði Birkir Blær við fjölmiðla eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð. „Ég hef lært svo svo mikið á þessu, ekki síst nýtt tungumál. Þetta er draumur sem hefur ræst,“ bætti hann við. Þá segir hann keppinaut sinn, Jacqueline Mossberg Mounkassa, vera frábæran listamann og að hann hafi haldið að það yrði hún sem fagnaði sigri að keppni lokinni. Okkar maður ásamt Jacqueline Mossberg Mounkassa.Gudmund Svansson Keppendurnir fluttu þrjú lög til að heilla sænska kjósendur. Fyrsta lag Birkis Blæs var All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless sem keppendur fluttu báðir. Hlusta má á flutning Birkis Blæs á Weightless í spilaranum hér að neðan: Allt ætlaði um koll að keyra á skemmtistaðnum Vamos í miðbæ Akureyrar þegar tilkynnt var að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson hafi sigrað sænska Idolið árið 2021. Myndband af fagnaðarlátunum má sjá í spilaranum hér að neðan: Í sigurlaun fær Birkir Blær plötusamning hjá útgáfurisanum Universal sem er með stærstu plötufyrirtækjum í heimi. Ljóst er að hann á framtíðina fyrir sér í Svíþjóð og þótt víðar væri leitað. Hann hefur nú þegar gefið út nokkur lög á seinustu árum og breiðskífuna Patient. Birkir Blær sagði í samtali við fréttastofu fyrir keppnina að hann hefði lítið sofið í nótt enda spennan mikil. Mikið var í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Stórfjölskyldan var í salnum í kvöld; meðal annars Rannveig Katrín Arnarsdóttir, kærasta hans, og móðir hans Elvý Guðríður Hreinsdóttir sem flaug utan til Svíþjóðar frá Íslandi í morgun. Fréttastofa ræddi við Elvý skömmu áður en hún fór út. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Sjónvarpsstöðin TV4 tók saman Idol-ævintýri Birkis Blæs í aðdraganda úrslitakvöldsins. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Hópur fólks kom saman á skemmtistaðnum Vamos á Akureyri í kvöld til að fylgjast með þættinum og einnig horfði hópur fólks á úrslitin í Keiluhöllinni í Egilshöll. Vísir var með puttann á púlsinum, bæði í Svíþjóð og á Akureyri, og má fylgjast með framvindunni í Vaktinni hér að neðan.
Birkir Blær í sænska Idol Svíþjóð Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira