Hannes skammaði ríkisstjórnina fyrir að íþróttamálaráðherra sé ekki titlaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2021 12:30 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, með Jóni Arnóri Stefánssyni og Hlyni Bæringssyni þegar tveir af bestu leikmönnum sögunnar kvöddu íslenska landsliðið. Vísir/Bára Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur ofurtrú á því að íþróttamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason komi því í gegn að byggja nýjan þjóðarleikvang Íslands en ekki er ekki ánægður með það virðingarleysi sem ríkisstjórnin sýnir íþróttunum með því að hafa íþróttirnar ekki í titla ráðherra. Ásmundur Einar Daðason íþróttamálaráðherra, Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mættu í Pallborðið hjá Henry Birgi Gunnarssyni á Vísi og ræddu framtíðarhorfur varðandi þjóðarleikvang fyrir íslensk landslið. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hefur verið lengi í forystustarfi í körfuboltanum og hefur því heyrt margar ræðurnar frá stjórnmálamönnum sem eru jafnan allir að vilja gerðir. Veit að hann er áhugamaður um íþróttir Henry Birgir Gunnarsson spurði Hannes út í það hvernig þessi ræða frá Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, eins og starfsheiti hans hljómar á vef stjórnarráðsins. „Það sem hefur gerst á undanförnum árum að pólitíkusarnir eru allir að vilja gerðir og gefa okkur öll þessi fallegu orð og þessu fallegu svör sem koma eins og Ásmundur er að gera núna,“ sagði Hannes S. Jónsson. „Málið er það að ég hef trú á Ásmundi núna af því að ég veit að hann er mikill áhugamaður um íþróttir. Ég veit að honum langar að koma mörgu af þessu í gegn og hann hefur sýnt það og sannað að hann er maður sem kemur ýmsu í verk,“ sagði Hannes. Það má heyra orð hans hér fyrir neðan. Klippa: Hannes hefur ofurtrú á Ásmundi en vill að hann sé titlaður rétt Hefur ofurtrú á Ásmundi „Þess vegna hef ég ofurtrú á því, af því að hann situr hérna með okkur og segir þetta, að hann ætli að standa við þetta. Það er ekki nóg að það sé bara Ásmundur því öll ríkisstjórnin þarf að vera tilbúin í þetta,“ sagði Hannes. „Það er vandamálið. Þetta hefur alltaf verið sá ráðherra sem er með íþróttamálin. Mér finnst ríkisstjórnin núna, sem var verið að mynda, hún fór í ýmsar breytingar varðandi nöfn á ráðuneytum. Ég sakna þess að eins öflugasta og stærsta fjöldahreyfing landsins eigi ekki beint ráðherra að nafninu til vegna þess í dag heitir þetta mennta- og barnamálaráðherra. Menning og listir eru komið annað sem og ýmislegt annað eins og vísindi og háskólar,“ sagði Hannes. Sýnir hvernig þeir líta á íþróttahreyfinguna „Af hverju höfum við ekki meiri virðingu fyrir íþróttum en að ríkisstjórnin skíri þetta mennta-, barna- og íþróttamálaráðuneyti. Mér finnst það svolítið sýna hvernig stjórnmálamennirnir líta á íþróttahreyfinguna sem sjálfsagðan hlut í þessu samfélagi og að við séum alltaf til hliðar,“ sagði Hannes. „Núna er ekkert til lengur sem heitir orð. Þess vegna tek ég heilshugar undir það sem Ásmundur sagði. Það er nóg komið af nefndum. Nú þurfum við að setja fjármagn í þetta. Í dag er ekki ein króna tengd þjóðarleikvöngum í fjárhagsáætlun ríkisins fyrir næsta ár. Ég hef þá trú að Ásmundur og þá ríkisstjórnin reyni að koma því í gagnið að við fáum peninga til að byrja að vinna þetta. Þetta mun ekki vinnast á loftinu einu saman,“ sagði Hannes. Fótbolti Körfubolti Pallborðið KSÍ Handbolti Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason íþróttamálaráðherra, Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mættu í Pallborðið hjá Henry Birgi Gunnarssyni á Vísi og ræddu framtíðarhorfur varðandi þjóðarleikvang fyrir íslensk landslið. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hefur verið lengi í forystustarfi í körfuboltanum og hefur því heyrt margar ræðurnar frá stjórnmálamönnum sem eru jafnan allir að vilja gerðir. Veit að hann er áhugamaður um íþróttir Henry Birgir Gunnarsson spurði Hannes út í það hvernig þessi ræða frá Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, eins og starfsheiti hans hljómar á vef stjórnarráðsins. „Það sem hefur gerst á undanförnum árum að pólitíkusarnir eru allir að vilja gerðir og gefa okkur öll þessi fallegu orð og þessu fallegu svör sem koma eins og Ásmundur er að gera núna,“ sagði Hannes S. Jónsson. „Málið er það að ég hef trú á Ásmundi núna af því að ég veit að hann er mikill áhugamaður um íþróttir. Ég veit að honum langar að koma mörgu af þessu í gegn og hann hefur sýnt það og sannað að hann er maður sem kemur ýmsu í verk,“ sagði Hannes. Það má heyra orð hans hér fyrir neðan. Klippa: Hannes hefur ofurtrú á Ásmundi en vill að hann sé titlaður rétt Hefur ofurtrú á Ásmundi „Þess vegna hef ég ofurtrú á því, af því að hann situr hérna með okkur og segir þetta, að hann ætli að standa við þetta. Það er ekki nóg að það sé bara Ásmundur því öll ríkisstjórnin þarf að vera tilbúin í þetta,“ sagði Hannes. „Það er vandamálið. Þetta hefur alltaf verið sá ráðherra sem er með íþróttamálin. Mér finnst ríkisstjórnin núna, sem var verið að mynda, hún fór í ýmsar breytingar varðandi nöfn á ráðuneytum. Ég sakna þess að eins öflugasta og stærsta fjöldahreyfing landsins eigi ekki beint ráðherra að nafninu til vegna þess í dag heitir þetta mennta- og barnamálaráðherra. Menning og listir eru komið annað sem og ýmislegt annað eins og vísindi og háskólar,“ sagði Hannes. Sýnir hvernig þeir líta á íþróttahreyfinguna „Af hverju höfum við ekki meiri virðingu fyrir íþróttum en að ríkisstjórnin skíri þetta mennta-, barna- og íþróttamálaráðuneyti. Mér finnst það svolítið sýna hvernig stjórnmálamennirnir líta á íþróttahreyfinguna sem sjálfsagðan hlut í þessu samfélagi og að við séum alltaf til hliðar,“ sagði Hannes. „Núna er ekkert til lengur sem heitir orð. Þess vegna tek ég heilshugar undir það sem Ásmundur sagði. Það er nóg komið af nefndum. Nú þurfum við að setja fjármagn í þetta. Í dag er ekki ein króna tengd þjóðarleikvöngum í fjárhagsáætlun ríkisins fyrir næsta ár. Ég hef þá trú að Ásmundur og þá ríkisstjórnin reyni að koma því í gagnið að við fáum peninga til að byrja að vinna þetta. Þetta mun ekki vinnast á loftinu einu saman,“ sagði Hannes.
Fótbolti Körfubolti Pallborðið KSÍ Handbolti Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti