Ekki margir möguleikar eftir fyrir Trump til að koma í veg fyrir að gögnin verði afhent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2021 22:08 Donald Trump var eitt sinn forseti Bandaríkjanna. Ekki lengur. Michael Zarrilli/Getty Images) Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar fái ekki að sjá tiltekin skjöl frá forsetatíð Trump. Dómstóllinn hefur þó ákveðið að fresta endanlegri dómsuppkvaðningu um tvær vikur til þess að veita Trump færi á að leita á náðir Hæstaréttar Bandaríkjanna vegna málsins. Trump hefur kvartað sáran undan því að Joe Biden, arftaki Trump á forsetastól, hafi ákveðið að hafna því beita forsetavaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að nefndin gæti fengið aðgang að skjölunum vegna rannsóknarinnar. Hefur Biden sagt að árásin á þinghúsið hafi verið svo einstök og óvenjulegt að algjört gagnsæi þurfi að ríkja vegna rannsóknar málsins. Dómari áfrýjunardómstólsins segir að Trump og lögmenn hans hafi ekki fært nein haldbær rök fyrir því af hverju víkja ætti til hliðar þessu mati Biden. Spurning sem þingnefndin rannsakar er sú hvort forsetinn fyrrverrandi hafi haft vitneskju um það fyrirfram að til stæði að ráðast inn í þinghúsið og vilja nefndarmenn því fá aðgang að símtalaskrá Trumps, sjá lista yfir þá sem heimsóttu hann dagana fyrir atvikið og önnur gögn úr Hvíta húsinu sem gætu varpað ljósi á málið. Mörghundruð stuðningsmenn Trumps ruddust inn í húsið dagið sem þingið átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta og freistuðu mótmælendurnir þess að koma í veg fyrir athöfnina. Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42 Þingnefndin sem rannsakar árásina á þinghúsið fær gögn Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna megi fá aðgang að skjölum er varða Donald Trump fyrrverandi forseta. 10. nóvember 2021 06:56 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Dómstóllinn hefur þó ákveðið að fresta endanlegri dómsuppkvaðningu um tvær vikur til þess að veita Trump færi á að leita á náðir Hæstaréttar Bandaríkjanna vegna málsins. Trump hefur kvartað sáran undan því að Joe Biden, arftaki Trump á forsetastól, hafi ákveðið að hafna því beita forsetavaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að nefndin gæti fengið aðgang að skjölunum vegna rannsóknarinnar. Hefur Biden sagt að árásin á þinghúsið hafi verið svo einstök og óvenjulegt að algjört gagnsæi þurfi að ríkja vegna rannsóknar málsins. Dómari áfrýjunardómstólsins segir að Trump og lögmenn hans hafi ekki fært nein haldbær rök fyrir því af hverju víkja ætti til hliðar þessu mati Biden. Spurning sem þingnefndin rannsakar er sú hvort forsetinn fyrrverrandi hafi haft vitneskju um það fyrirfram að til stæði að ráðast inn í þinghúsið og vilja nefndarmenn því fá aðgang að símtalaskrá Trumps, sjá lista yfir þá sem heimsóttu hann dagana fyrir atvikið og önnur gögn úr Hvíta húsinu sem gætu varpað ljósi á málið. Mörghundruð stuðningsmenn Trumps ruddust inn í húsið dagið sem þingið átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta og freistuðu mótmælendurnir þess að koma í veg fyrir athöfnina.
Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42 Þingnefndin sem rannsakar árásina á þinghúsið fær gögn Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna megi fá aðgang að skjölum er varða Donald Trump fyrrverandi forseta. 10. nóvember 2021 06:56 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42
Þingnefndin sem rannsakar árásina á þinghúsið fær gögn Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna megi fá aðgang að skjölum er varða Donald Trump fyrrverandi forseta. 10. nóvember 2021 06:56