Njarðvík áfram á toppnum eftir dramatískan sigur | Haukar upp að hlið Keflavíkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2021 21:16 Njarðvík er á toppi Subway-deildar kvenna í körfubolta. Vísir/Bára Dröfn Njarðvík og Haukar unnu góða sigra í Subway-deild kvenna í kvöld. Leikirnir í Njarðvík og Hafnafirði voru æsispennandi þó meira hafi verið um sterkar varnir en flæðandi sóknarleik. Í Njarðvík var Breiðablik í heimsókn. Toppliðið gegn liðinu í næstneðsta sæti, það var því fyrir fram reiknað með nokkuð öruggum sigri Njarðvíkur. Gestirnir voru hins vegar ekki á sama máli. Leikurinn var einkar jafn frá upphafi til enda en toppliðið ávallt hænuskrefi á undan. Það er þangað til seint í lokafjórðung leiksins þegar Breiðablik var allt í einu komið einu stigi yfir. Í stöðunni 66-67 var hins vegar brotið á Diane Diéné Oumou sem fór á vítalínuna og skoraði úr báðum skotum sínum. Breiðablik átti síðustu sókn leiksins en skotið geigaði, Diéné Oumou tók frákastið og Njarðvík fagnaði enn einum sigrinum. Lokatölur í Njarðvík 68-67 og heimaliðið trónir sem fyrr á toppi Subway-deildar kvenna. Aliyah A'taeya Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 24 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Diéné Oumou skoraði 14 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hjá Blikum var Michaela Lynn Kelly stigahæst með 19 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Haukar unnu góðan heimasigur á Grindavík í leik sem gestirnir byrjuðu betur. Staðan í hálfleik 30-35 og Grindavík með góð tök á leiknum. Jafnfræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en í fjórða leikhluta hrökk allt í baklás hjá Grindvíkingum á meðan Haukakonur fóru á kostum. Þær skoruðu alls 21 stig gegn aðeins 10 hjá gestunum og unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 68-63. Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka á meðan Haiden Denise Palmer skoraði 13 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Robbi Ryan einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hún skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Í Njarðvík var Breiðablik í heimsókn. Toppliðið gegn liðinu í næstneðsta sæti, það var því fyrir fram reiknað með nokkuð öruggum sigri Njarðvíkur. Gestirnir voru hins vegar ekki á sama máli. Leikurinn var einkar jafn frá upphafi til enda en toppliðið ávallt hænuskrefi á undan. Það er þangað til seint í lokafjórðung leiksins þegar Breiðablik var allt í einu komið einu stigi yfir. Í stöðunni 66-67 var hins vegar brotið á Diane Diéné Oumou sem fór á vítalínuna og skoraði úr báðum skotum sínum. Breiðablik átti síðustu sókn leiksins en skotið geigaði, Diéné Oumou tók frákastið og Njarðvík fagnaði enn einum sigrinum. Lokatölur í Njarðvík 68-67 og heimaliðið trónir sem fyrr á toppi Subway-deildar kvenna. Aliyah A'taeya Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 24 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Diéné Oumou skoraði 14 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hjá Blikum var Michaela Lynn Kelly stigahæst með 19 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Haukar unnu góðan heimasigur á Grindavík í leik sem gestirnir byrjuðu betur. Staðan í hálfleik 30-35 og Grindavík með góð tök á leiknum. Jafnfræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en í fjórða leikhluta hrökk allt í baklás hjá Grindvíkingum á meðan Haukakonur fóru á kostum. Þær skoruðu alls 21 stig gegn aðeins 10 hjá gestunum og unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 68-63. Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka á meðan Haiden Denise Palmer skoraði 13 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Robbi Ryan einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hún skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira