Njarðvík áfram á toppnum eftir dramatískan sigur | Haukar upp að hlið Keflavíkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2021 21:16 Njarðvík er á toppi Subway-deildar kvenna í körfubolta. Vísir/Bára Dröfn Njarðvík og Haukar unnu góða sigra í Subway-deild kvenna í kvöld. Leikirnir í Njarðvík og Hafnafirði voru æsispennandi þó meira hafi verið um sterkar varnir en flæðandi sóknarleik. Í Njarðvík var Breiðablik í heimsókn. Toppliðið gegn liðinu í næstneðsta sæti, það var því fyrir fram reiknað með nokkuð öruggum sigri Njarðvíkur. Gestirnir voru hins vegar ekki á sama máli. Leikurinn var einkar jafn frá upphafi til enda en toppliðið ávallt hænuskrefi á undan. Það er þangað til seint í lokafjórðung leiksins þegar Breiðablik var allt í einu komið einu stigi yfir. Í stöðunni 66-67 var hins vegar brotið á Diane Diéné Oumou sem fór á vítalínuna og skoraði úr báðum skotum sínum. Breiðablik átti síðustu sókn leiksins en skotið geigaði, Diéné Oumou tók frákastið og Njarðvík fagnaði enn einum sigrinum. Lokatölur í Njarðvík 68-67 og heimaliðið trónir sem fyrr á toppi Subway-deildar kvenna. Aliyah A'taeya Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 24 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Diéné Oumou skoraði 14 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hjá Blikum var Michaela Lynn Kelly stigahæst með 19 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Haukar unnu góðan heimasigur á Grindavík í leik sem gestirnir byrjuðu betur. Staðan í hálfleik 30-35 og Grindavík með góð tök á leiknum. Jafnfræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en í fjórða leikhluta hrökk allt í baklás hjá Grindvíkingum á meðan Haukakonur fóru á kostum. Þær skoruðu alls 21 stig gegn aðeins 10 hjá gestunum og unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 68-63. Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka á meðan Haiden Denise Palmer skoraði 13 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Robbi Ryan einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hún skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Í Njarðvík var Breiðablik í heimsókn. Toppliðið gegn liðinu í næstneðsta sæti, það var því fyrir fram reiknað með nokkuð öruggum sigri Njarðvíkur. Gestirnir voru hins vegar ekki á sama máli. Leikurinn var einkar jafn frá upphafi til enda en toppliðið ávallt hænuskrefi á undan. Það er þangað til seint í lokafjórðung leiksins þegar Breiðablik var allt í einu komið einu stigi yfir. Í stöðunni 66-67 var hins vegar brotið á Diane Diéné Oumou sem fór á vítalínuna og skoraði úr báðum skotum sínum. Breiðablik átti síðustu sókn leiksins en skotið geigaði, Diéné Oumou tók frákastið og Njarðvík fagnaði enn einum sigrinum. Lokatölur í Njarðvík 68-67 og heimaliðið trónir sem fyrr á toppi Subway-deildar kvenna. Aliyah A'taeya Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur með 24 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Diéné Oumou skoraði 14 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hjá Blikum var Michaela Lynn Kelly stigahæst með 19 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Haukar unnu góðan heimasigur á Grindavík í leik sem gestirnir byrjuðu betur. Staðan í hálfleik 30-35 og Grindavík með góð tök á leiknum. Jafnfræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en í fjórða leikhluta hrökk allt í baklás hjá Grindvíkingum á meðan Haukakonur fóru á kostum. Þær skoruðu alls 21 stig gegn aðeins 10 hjá gestunum og unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 68-63. Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka á meðan Haiden Denise Palmer skoraði 13 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Robbi Ryan einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hún skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira