Kellogg hyggst ráða 1.400 starfsmenn í stað þeirra sem eru í verkfalli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2021 08:29 Starfsmennirnir segja betur farið með vélarnar en sig. AP/Lily Smith Stórfyrirtækið Kellogg hyggst ráða nýja starfsmenn í stað 1.400 starfsmanna sem hafa verið í verkfalli frá því í október síðastliðnum. Starfsmennirnir höfnuðu á dögunum samningi til fimm ára sem hljóðaði upp á 3 prósenta launahækkun. Að sögn talsmanna alþjóðaverkalýðssamtakanna BCTGM greiddi yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna atkvæði á móti tilboðinu, sem er það fyrsta sem fyrirtækið leggur fram í viðræðunum. Starfsmennirnir segja 3 prósent ekki nóg; þeim sé oft gert að vinna 80 stunda vinnuviku og fái ekki frí um helgar. Fyrst hafi fyrirtækið hrósað þeim sem hetjum fyrir að standa vaktina í kórónuveirufaraldrinum en nú sé komið annað hljóð í strokkinn. „Við fáum ekkert helgarfrí í raun. Við vinnum bara sjö daga vikunnar, stundum 100 til 130 daga í röð. Vélarnar ganga í 28 daga og svo eru þær hvíldar og þrifnar í þrjá daga. Þeir fara ekki einu sinni jafn vel með okkur og vélarnar,“ hefur Guardian eftir einum starfsmanna Kellogg. Starfsfólkið vinnur við framleiðslu morgunkorns í verksmiðjum í Michigan, Nebraska, Pennsylvaníu og Tennessee. Fyrirtækið hefur hingað til haldið framleiðslunni gangandi með því að fá utanaðkomandi verkamenn til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en hefur nú tilkynnt að það hyggist ráða aðra í störf þeirra. Todd Vachon, sem kennir vinnumarkaðsfræði við Rutgers University, segir fyrirtækið þó mögulega munu eiga í vandræðum með að fylla störfin. Til að mynda sé ekki víst að aðrir séu viljugir til að taka þátt í að grafa undan þeim sem eru í verkfalli. Þá virðist sú staðreynd að tilboði Kellogg var hafnað benda til þess að starfsmenn telji samningsstöðu sína góða. Bandaríkin Vinnumarkaður Kjaramál Matvælaframleiðsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Að sögn talsmanna alþjóðaverkalýðssamtakanna BCTGM greiddi yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna atkvæði á móti tilboðinu, sem er það fyrsta sem fyrirtækið leggur fram í viðræðunum. Starfsmennirnir segja 3 prósent ekki nóg; þeim sé oft gert að vinna 80 stunda vinnuviku og fái ekki frí um helgar. Fyrst hafi fyrirtækið hrósað þeim sem hetjum fyrir að standa vaktina í kórónuveirufaraldrinum en nú sé komið annað hljóð í strokkinn. „Við fáum ekkert helgarfrí í raun. Við vinnum bara sjö daga vikunnar, stundum 100 til 130 daga í röð. Vélarnar ganga í 28 daga og svo eru þær hvíldar og þrifnar í þrjá daga. Þeir fara ekki einu sinni jafn vel með okkur og vélarnar,“ hefur Guardian eftir einum starfsmanna Kellogg. Starfsfólkið vinnur við framleiðslu morgunkorns í verksmiðjum í Michigan, Nebraska, Pennsylvaníu og Tennessee. Fyrirtækið hefur hingað til haldið framleiðslunni gangandi með því að fá utanaðkomandi verkamenn til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en hefur nú tilkynnt að það hyggist ráða aðra í störf þeirra. Todd Vachon, sem kennir vinnumarkaðsfræði við Rutgers University, segir fyrirtækið þó mögulega munu eiga í vandræðum með að fylla störfin. Til að mynda sé ekki víst að aðrir séu viljugir til að taka þátt í að grafa undan þeim sem eru í verkfalli. Þá virðist sú staðreynd að tilboði Kellogg var hafnað benda til þess að starfsmenn telji samningsstöðu sína góða.
Bandaríkin Vinnumarkaður Kjaramál Matvælaframleiðsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira