Kellogg hyggst ráða 1.400 starfsmenn í stað þeirra sem eru í verkfalli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2021 08:29 Starfsmennirnir segja betur farið með vélarnar en sig. AP/Lily Smith Stórfyrirtækið Kellogg hyggst ráða nýja starfsmenn í stað 1.400 starfsmanna sem hafa verið í verkfalli frá því í október síðastliðnum. Starfsmennirnir höfnuðu á dögunum samningi til fimm ára sem hljóðaði upp á 3 prósenta launahækkun. Að sögn talsmanna alþjóðaverkalýðssamtakanna BCTGM greiddi yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna atkvæði á móti tilboðinu, sem er það fyrsta sem fyrirtækið leggur fram í viðræðunum. Starfsmennirnir segja 3 prósent ekki nóg; þeim sé oft gert að vinna 80 stunda vinnuviku og fái ekki frí um helgar. Fyrst hafi fyrirtækið hrósað þeim sem hetjum fyrir að standa vaktina í kórónuveirufaraldrinum en nú sé komið annað hljóð í strokkinn. „Við fáum ekkert helgarfrí í raun. Við vinnum bara sjö daga vikunnar, stundum 100 til 130 daga í röð. Vélarnar ganga í 28 daga og svo eru þær hvíldar og þrifnar í þrjá daga. Þeir fara ekki einu sinni jafn vel með okkur og vélarnar,“ hefur Guardian eftir einum starfsmanna Kellogg. Starfsfólkið vinnur við framleiðslu morgunkorns í verksmiðjum í Michigan, Nebraska, Pennsylvaníu og Tennessee. Fyrirtækið hefur hingað til haldið framleiðslunni gangandi með því að fá utanaðkomandi verkamenn til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en hefur nú tilkynnt að það hyggist ráða aðra í störf þeirra. Todd Vachon, sem kennir vinnumarkaðsfræði við Rutgers University, segir fyrirtækið þó mögulega munu eiga í vandræðum með að fylla störfin. Til að mynda sé ekki víst að aðrir séu viljugir til að taka þátt í að grafa undan þeim sem eru í verkfalli. Þá virðist sú staðreynd að tilboði Kellogg var hafnað benda til þess að starfsmenn telji samningsstöðu sína góða. Bandaríkin Vinnumarkaður Kjaramál Matvælaframleiðsla Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira
Að sögn talsmanna alþjóðaverkalýðssamtakanna BCTGM greiddi yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna atkvæði á móti tilboðinu, sem er það fyrsta sem fyrirtækið leggur fram í viðræðunum. Starfsmennirnir segja 3 prósent ekki nóg; þeim sé oft gert að vinna 80 stunda vinnuviku og fái ekki frí um helgar. Fyrst hafi fyrirtækið hrósað þeim sem hetjum fyrir að standa vaktina í kórónuveirufaraldrinum en nú sé komið annað hljóð í strokkinn. „Við fáum ekkert helgarfrí í raun. Við vinnum bara sjö daga vikunnar, stundum 100 til 130 daga í röð. Vélarnar ganga í 28 daga og svo eru þær hvíldar og þrifnar í þrjá daga. Þeir fara ekki einu sinni jafn vel með okkur og vélarnar,“ hefur Guardian eftir einum starfsmanna Kellogg. Starfsfólkið vinnur við framleiðslu morgunkorns í verksmiðjum í Michigan, Nebraska, Pennsylvaníu og Tennessee. Fyrirtækið hefur hingað til haldið framleiðslunni gangandi með því að fá utanaðkomandi verkamenn til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en hefur nú tilkynnt að það hyggist ráða aðra í störf þeirra. Todd Vachon, sem kennir vinnumarkaðsfræði við Rutgers University, segir fyrirtækið þó mögulega munu eiga í vandræðum með að fylla störfin. Til að mynda sé ekki víst að aðrir séu viljugir til að taka þátt í að grafa undan þeim sem eru í verkfalli. Þá virðist sú staðreynd að tilboði Kellogg var hafnað benda til þess að starfsmenn telji samningsstöðu sína góða.
Bandaríkin Vinnumarkaður Kjaramál Matvælaframleiðsla Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira