Lokum opnum kælum strax! Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2021 09:01 Opnir kælar eru, í stuttu máli sagt, ömurlegir og þjóna engum tilgangi. Þeir eru óskilvirkir, óumhverfisvænir og eiginlega bara óþolandi. Þeir þjóna ekki einu sinni þeirra helsta tilgangi, að kæla. Ég man ekki til þess að hafa nokkurn tímann gengið inn í verslun eða á veitingastað og fagnað því að geta keypt þar drykki úr opnum kæli. Þessir kælar, ef svo má kalla, eru ætlaðir til að auðvelda kaupendum aðgengi að vöru. Eru þau þægindi og tímasparnaður sem felst í því að sleppa við að opna dyr þess virði að maður fái aldrei neitt kalt að drekka? Ég segi nei! Þar að auki er lítill sem enginn tímasparnaður sem felst í opnum kælum þar sem fólk ver iðulega dágóðum tíma í að sækja sér drykkjarföng í þá. Maður teygir sig inn í kælinn og reynir að taka aftast úr honum, því þar finnur maður oftar en ekki kaldasta drykkinn, ef svo má segja því yfirleitt er aldrei neitt kalt í þessum kælum. Minna volgt, er rétta lýsingin. Ég veit fyrir víst að ég er ekki einn þessarar skoðunar, því í hvert einasta sinn sem maður neyðist til að fá sér eitthvað úr opnum kæli, er auðséð að flestir aðrir reyna að næla í öftustu drykkina. Lengi hefur legið fyrir að opnir kælar noti meiri orku en lokaðir. Munurinn er allt að 25 til þrjátíu prósent. Það verður seint sagt að sóun af þessu tagi sé réttlætanleg. Mér finnst ég og tugir þúsunda annarra Íslendinga (geri ég ráð fyrir) ekki vera að biðja um mikið. Við erum bara að biðja um það að opnum kælum verði fargað á öskuhaugum sögunnar. Höfundur er/verður kannski forseti samtakanna Lokum opnum kælum strax eða LOKS. Samtökin hafa ekki verið stofnuð enn og verða það eflaust ekki. Hugmyndin er samt ágæt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Verslun Neytendur Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Opnir kælar eru, í stuttu máli sagt, ömurlegir og þjóna engum tilgangi. Þeir eru óskilvirkir, óumhverfisvænir og eiginlega bara óþolandi. Þeir þjóna ekki einu sinni þeirra helsta tilgangi, að kæla. Ég man ekki til þess að hafa nokkurn tímann gengið inn í verslun eða á veitingastað og fagnað því að geta keypt þar drykki úr opnum kæli. Þessir kælar, ef svo má kalla, eru ætlaðir til að auðvelda kaupendum aðgengi að vöru. Eru þau þægindi og tímasparnaður sem felst í því að sleppa við að opna dyr þess virði að maður fái aldrei neitt kalt að drekka? Ég segi nei! Þar að auki er lítill sem enginn tímasparnaður sem felst í opnum kælum þar sem fólk ver iðulega dágóðum tíma í að sækja sér drykkjarföng í þá. Maður teygir sig inn í kælinn og reynir að taka aftast úr honum, því þar finnur maður oftar en ekki kaldasta drykkinn, ef svo má segja því yfirleitt er aldrei neitt kalt í þessum kælum. Minna volgt, er rétta lýsingin. Ég veit fyrir víst að ég er ekki einn þessarar skoðunar, því í hvert einasta sinn sem maður neyðist til að fá sér eitthvað úr opnum kæli, er auðséð að flestir aðrir reyna að næla í öftustu drykkina. Lengi hefur legið fyrir að opnir kælar noti meiri orku en lokaðir. Munurinn er allt að 25 til þrjátíu prósent. Það verður seint sagt að sóun af þessu tagi sé réttlætanleg. Mér finnst ég og tugir þúsunda annarra Íslendinga (geri ég ráð fyrir) ekki vera að biðja um mikið. Við erum bara að biðja um það að opnum kælum verði fargað á öskuhaugum sögunnar. Höfundur er/verður kannski forseti samtakanna Lokum opnum kælum strax eða LOKS. Samtökin hafa ekki verið stofnuð enn og verða það eflaust ekki. Hugmyndin er samt ágæt.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar