Takk kæra þjóð Einar Hermannsson skrifar 7. desember 2021 10:30 Jólaálfasölu SÁÁ lauk nú á sunnudaginn og fór hún fram úr björtustu vonum þrátt fyrir veður. Mig langar að nota tækifærið og þakka okkar dygga sölufólki og stuðningsfólki sem keypti jólaálfinn. Með ykkar framlagi getum við tryggt heilsársopnun árið 2022 á göngudeildum okkar og eftirmeðferðastöð á Vík. Sjálfsaflarfé sem SÁÁ safnar á hverju ári skilar sér beint í meðferðarstarfið og gerir okkur kleift að bjóða uppá meiri þjónustu en ríkið greiðir fyrir. Nýr heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, sagði í viðtali við upphaf jólaálfasölunnar að slíkt framtak væri mikilvægt og að almennt gengi vel að afla sjálfsaflarfé hjá SÁÁ svo og öðrum almennaheilasamtökum. Það eru orð að sönnu en breytir ekki þeirri staðreynd að árlega greiðir SÁÁ að stærstum hluta þær 300 milljónir króna sem nauðsynlegar eru fyrir 600 innlagnir á Vog og viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn.Hlýtur það að vera forgangsverkefni hjá nýrri fjárlaganefnd að tryggja það fé til reksturs SÁÁ enda næg önnur verkefni sem samtökin greiða fyrir með sjálfsaflarfé að fullu eða að hluta til. Má þar m.a. nefna sálfræðiþjónustu barna, meðferð við spilafíkn, eftirmeðferðastöðina á Vík, sem er skilgreind sem dagdeild hjá Sjúkratryggingum Íslands en er í raun 28 daga innlagnarmeðferð, fjarþónusta sem er mjög mikilvæg þeim sem búa úti á landi, og menntun áfengis- og vímuefnaráðgjafa sem er eina menntunin innan heilbrigðisgeirans sem ríkið greiðir ekki fyrir. Ég hef þá trú að með sameiginlegu átaki þjóðar,alþingis og fagfólks getum við því gert miklu betur. Munum að sjúkdómurinn hefur ekki bara áhrif á þann sem glímir við hann heldur einnig fjölskyldu hans, vinnu og heilbrigðis- félagskerfið. Ég óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar. Jólaálfakveðja, Einar Hermannsson Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Rannsóknir í ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Skoðun Stórþingskosningar í Noregi Fastir pennar Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stóristyrkur Sigurður Árni Þórðarson Bakþankar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Jólaálfasölu SÁÁ lauk nú á sunnudaginn og fór hún fram úr björtustu vonum þrátt fyrir veður. Mig langar að nota tækifærið og þakka okkar dygga sölufólki og stuðningsfólki sem keypti jólaálfinn. Með ykkar framlagi getum við tryggt heilsársopnun árið 2022 á göngudeildum okkar og eftirmeðferðastöð á Vík. Sjálfsaflarfé sem SÁÁ safnar á hverju ári skilar sér beint í meðferðarstarfið og gerir okkur kleift að bjóða uppá meiri þjónustu en ríkið greiðir fyrir. Nýr heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, sagði í viðtali við upphaf jólaálfasölunnar að slíkt framtak væri mikilvægt og að almennt gengi vel að afla sjálfsaflarfé hjá SÁÁ svo og öðrum almennaheilasamtökum. Það eru orð að sönnu en breytir ekki þeirri staðreynd að árlega greiðir SÁÁ að stærstum hluta þær 300 milljónir króna sem nauðsynlegar eru fyrir 600 innlagnir á Vog og viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn.Hlýtur það að vera forgangsverkefni hjá nýrri fjárlaganefnd að tryggja það fé til reksturs SÁÁ enda næg önnur verkefni sem samtökin greiða fyrir með sjálfsaflarfé að fullu eða að hluta til. Má þar m.a. nefna sálfræðiþjónustu barna, meðferð við spilafíkn, eftirmeðferðastöðina á Vík, sem er skilgreind sem dagdeild hjá Sjúkratryggingum Íslands en er í raun 28 daga innlagnarmeðferð, fjarþónusta sem er mjög mikilvæg þeim sem búa úti á landi, og menntun áfengis- og vímuefnaráðgjafa sem er eina menntunin innan heilbrigðisgeirans sem ríkið greiðir ekki fyrir. Ég hef þá trú að með sameiginlegu átaki þjóðar,alþingis og fagfólks getum við því gert miklu betur. Munum að sjúkdómurinn hefur ekki bara áhrif á þann sem glímir við hann heldur einnig fjölskyldu hans, vinnu og heilbrigðis- félagskerfið. Ég óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar. Jólaálfakveðja, Einar Hermannsson Höfundur er formaður SÁÁ.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar