Dauðsföll af völdum Covid-19 mun tíðari meðal stuðningsmanna Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2021 11:37 Repúblikanar eru sá hópur Bandaríkjamanna þar sem fæstir eru bólusettir. Getty/Scott Olson Frá því í maí á þessu ári hafa íbúar í sýslum þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, naut mikils stuðnings í síðustu forsetakosningum verið þrisvar sinnum líklegri til að deyja sökum Covid-19 en íbúar sýsla þar sem stuðningur við Joe Biden var verulegur. Þetta eru niðurstöður rannsóknar NPR en horft var til dauðsfalla á hverja 100.000 íbúa í 3.000 sýslum Bandaríkjanna frá því í vor, þegar bólusetningar voru almennt orðar aðgengilegar íbúum landsins. Einstaklingar sem bjuggu í sýslum þar sem stuðningur við Trump mældist 60 prósent eða meiri í forsetakosningunum í nóvember í fyrra voru 2,7 sinnum líklegri til að deyja af völdum Covid-19 en íbúar í sýslum þar sem Biden naut yfirgnæfandi stuðnings. Þá virðist fylgni vera milli fylgis Trumps og dauðsfalla af völdum Covid-19 en því meiri stuðnings sem hann naut í kosningunum því hærri var dánartíðnin af völdum kórónuveirunnar. Í október síðastliðnum var dánartíðnin í „rauðasta“ tíundahluta landsins sex sinnum meiri en í „bláasta“ tíundahlutanum. Í þessu samhengi stendur rauður fyrir Repúblikana og blár fyrir Demókrata. Þess ber að geta að þarna er að sjálfsögðu eingöngu horft til búsetu; það er ekki vitað hvernig þeir sem létust kusu í forsetkosningunum. Fylgnin var sterk jafnvel þegar leiðrétt var fyrir aldri, sem er helsti áhættuþátturinn þegar kemur að dánarlíkum í tengslum við Covid-19. Þá leiddi rannsóknin í ljós hvað það er sem veldur muninum; bólusetningartíðnin lækkar eftir því sem stuðningur við Trump eykst. Verulegur munur er á fjölda bólusettra meðal Repúblikana og Demókrata.Getty Samkvæmt NPR benda nýlegar skoðanakannanir til þess að Repúblikanar séu nú sá hópur Bandaríkjamanna sem er minnst bólusettur. Það má meðal annars rekja til falsfrétta og vantrausts á upplýsingum frá opinberum stofnunum. Liz Hamel, yfirmaður hjá Kaiser Family Foundation, segir pólitíska afstöðu nú sterkustu ábendinguna um hvort einstaklinur sé bólusettur. „Ef ég ætlaði að giska á hvort einhver væri bólusettur eða ekki og ég gæti bara fengið að vita eitt atriði um hann þá myndi ég sennilega spyrja hvaða flokk hann styddi,“ segir hún. Um 59 prósent Repúblikana eru bólusett en 91 prósent Demókrata. Könnun sem Kaiser framkvæmdi í október síðastliðnum leiddi í ljós að 94 prósent Repúblikana töldu að minnsta kosti eina ranga staðhæfingu um Covid-19 mögulega vera sanna. 46 prósent töldu að fjórar eða fleiri rangar staðhæfingar gætu verið sannar en sama hlutfall meðal Demókrata var 14%. Staðhæfingarnar vörðuðu meðal annars lyfið ivermectin og áhrif bólusetninga á óléttar konur og frjósemi. Sú ranga staðhæfing sem flestir trúðu var hins vegar: „Stjórnvöld eru að ýkja fjölda látinna af völdum Covid-19“. Hér má finna frétt NPR og uppýsingar um rannsóknina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar NPR en horft var til dauðsfalla á hverja 100.000 íbúa í 3.000 sýslum Bandaríkjanna frá því í vor, þegar bólusetningar voru almennt orðar aðgengilegar íbúum landsins. Einstaklingar sem bjuggu í sýslum þar sem stuðningur við Trump mældist 60 prósent eða meiri í forsetakosningunum í nóvember í fyrra voru 2,7 sinnum líklegri til að deyja af völdum Covid-19 en íbúar í sýslum þar sem Biden naut yfirgnæfandi stuðnings. Þá virðist fylgni vera milli fylgis Trumps og dauðsfalla af völdum Covid-19 en því meiri stuðnings sem hann naut í kosningunum því hærri var dánartíðnin af völdum kórónuveirunnar. Í október síðastliðnum var dánartíðnin í „rauðasta“ tíundahluta landsins sex sinnum meiri en í „bláasta“ tíundahlutanum. Í þessu samhengi stendur rauður fyrir Repúblikana og blár fyrir Demókrata. Þess ber að geta að þarna er að sjálfsögðu eingöngu horft til búsetu; það er ekki vitað hvernig þeir sem létust kusu í forsetkosningunum. Fylgnin var sterk jafnvel þegar leiðrétt var fyrir aldri, sem er helsti áhættuþátturinn þegar kemur að dánarlíkum í tengslum við Covid-19. Þá leiddi rannsóknin í ljós hvað það er sem veldur muninum; bólusetningartíðnin lækkar eftir því sem stuðningur við Trump eykst. Verulegur munur er á fjölda bólusettra meðal Repúblikana og Demókrata.Getty Samkvæmt NPR benda nýlegar skoðanakannanir til þess að Repúblikanar séu nú sá hópur Bandaríkjamanna sem er minnst bólusettur. Það má meðal annars rekja til falsfrétta og vantrausts á upplýsingum frá opinberum stofnunum. Liz Hamel, yfirmaður hjá Kaiser Family Foundation, segir pólitíska afstöðu nú sterkustu ábendinguna um hvort einstaklinur sé bólusettur. „Ef ég ætlaði að giska á hvort einhver væri bólusettur eða ekki og ég gæti bara fengið að vita eitt atriði um hann þá myndi ég sennilega spyrja hvaða flokk hann styddi,“ segir hún. Um 59 prósent Repúblikana eru bólusett en 91 prósent Demókrata. Könnun sem Kaiser framkvæmdi í október síðastliðnum leiddi í ljós að 94 prósent Repúblikana töldu að minnsta kosti eina ranga staðhæfingu um Covid-19 mögulega vera sanna. 46 prósent töldu að fjórar eða fleiri rangar staðhæfingar gætu verið sannar en sama hlutfall meðal Demókrata var 14%. Staðhæfingarnar vörðuðu meðal annars lyfið ivermectin og áhrif bólusetninga á óléttar konur og frjósemi. Sú ranga staðhæfing sem flestir trúðu var hins vegar: „Stjórnvöld eru að ýkja fjölda látinna af völdum Covid-19“. Hér má finna frétt NPR og uppýsingar um rannsóknina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira