Einar Jónsson: Þetta er bara áfram gakk, það er bara svoleiðis Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 4. desember 2021 22:00 Einar Jónsson, þjálfari Fram var sáttur með að ná einu stigi í æsispennandi leik í kvöld. Vísir: Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram var sáttur með að ná stigi í hörkuspennandi leik á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Kaflaskiptur leikur en Framarar skoruðu nánast á loka sekúndu leiksins. Lokatölur 27-27. „Við skorum hérna á síðustu sekúndunni og náum þessu jafntefli. Mér fannst við hérna í seinni hálfleik, helvíti flottir og leiddum nánast allan seinni hálfleikinn. Ég var svona að gæla við að vinna þetta en úr því sem komið var þá tek ég stigið.“ „Mér fannst bæði lið spila hörku vörn, við lentum reyndar í basli með Þránd á línunni. Afturelding er hörku lið og vel þjálfað og drullu flottir. En við vorum líka flottir í dag, fyrir utan kannski fyrstu 15 mínúturnar, þar erum við klaufar en í 45 mínútur finnst mér við flottir.“ Aðspurður hvað Einar hefði viljað gera öðruvísi til þess að landa tveimur stigum í staðinn fyrir einu sagði Einar þetta: „Ég hefði viljað byrja þennan leik betur. Við erum með of marga tæknifeila, það er spurning hvernig þú gerir tæknifeilana og þeir töldu stundum tvöfalt. Annaðhvort áttum við að skora en köstum boltanum útaf og fáum mark í bakið, það telur grimmt. Við tökum það góða út úr þessu og vinnum með það. Þetta er bara áfram gakk, það er bara svoleiðis.“ Næsti leikur er á móti Hauka sem eru með öfluga línumenn og vill Einar leggja áherslu á að passa betur línuna og fækka tæknifeilum. „Við þurfum að halda áfram á sömu braut. Auðvitað er eitt og annað sem við þurfum að laga en margir hlutir sem við erum að gera mjög vel. Bæði í dag og í síðasta leik og við þurfum að halda því áfram. Það er aðalatriði. Við lentum í basli með Þránd á línunni og það atriði sem við getum klárlega lagað fyrir næsta leik. Haukar næst og það eru engir smá línumenn þar. En eins og ég sagði þá eru tæknufeilarnir of margir en ég er nokkuð sáttur, í fullri hreinskilni.“ Fram Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 27-27| Jafntefli niðurstaðan í hörkuleik Framarar tóku á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Hörkuleikur og niðurstaðan jafntefli 27-27. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. desember 2021 19:16 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
„Við skorum hérna á síðustu sekúndunni og náum þessu jafntefli. Mér fannst við hérna í seinni hálfleik, helvíti flottir og leiddum nánast allan seinni hálfleikinn. Ég var svona að gæla við að vinna þetta en úr því sem komið var þá tek ég stigið.“ „Mér fannst bæði lið spila hörku vörn, við lentum reyndar í basli með Þránd á línunni. Afturelding er hörku lið og vel þjálfað og drullu flottir. En við vorum líka flottir í dag, fyrir utan kannski fyrstu 15 mínúturnar, þar erum við klaufar en í 45 mínútur finnst mér við flottir.“ Aðspurður hvað Einar hefði viljað gera öðruvísi til þess að landa tveimur stigum í staðinn fyrir einu sagði Einar þetta: „Ég hefði viljað byrja þennan leik betur. Við erum með of marga tæknifeila, það er spurning hvernig þú gerir tæknifeilana og þeir töldu stundum tvöfalt. Annaðhvort áttum við að skora en köstum boltanum útaf og fáum mark í bakið, það telur grimmt. Við tökum það góða út úr þessu og vinnum með það. Þetta er bara áfram gakk, það er bara svoleiðis.“ Næsti leikur er á móti Hauka sem eru með öfluga línumenn og vill Einar leggja áherslu á að passa betur línuna og fækka tæknifeilum. „Við þurfum að halda áfram á sömu braut. Auðvitað er eitt og annað sem við þurfum að laga en margir hlutir sem við erum að gera mjög vel. Bæði í dag og í síðasta leik og við þurfum að halda því áfram. Það er aðalatriði. Við lentum í basli með Þránd á línunni og það atriði sem við getum klárlega lagað fyrir næsta leik. Haukar næst og það eru engir smá línumenn þar. En eins og ég sagði þá eru tæknufeilarnir of margir en ég er nokkuð sáttur, í fullri hreinskilni.“
Fram Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 27-27| Jafntefli niðurstaðan í hörkuleik Framarar tóku á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Hörkuleikur og niðurstaðan jafntefli 27-27. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. desember 2021 19:16 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 27-27| Jafntefli niðurstaðan í hörkuleik Framarar tóku á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Hörkuleikur og niðurstaðan jafntefli 27-27. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. desember 2021 19:16