Arnar Gunnlaugs í nýja Víkingsþættinum: Kemur hálfgert panikk ástand í klúbbinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 11:30 Arnar Gunnlaugsson fagnar marki í leik Víkingsliðsins sem hann hefur unnið þrjá titla með á síðustu þremur tímabilum. Vísir/Hulda Margrét Fyrsti þátturinn af nýrri þáttröð um magnað tímabil Víkinga í fótboltanum í ár er á dagskrá Stöð 2 Sport á morgun. Þættirnir heita „Víkingar - Fullkominn endir“ en þar er fjallað um tvöfaldan sigur Víkingsliðsins í sumar. Gunnlaugur Jónsson fékk einstakt aðgengi að Víkingsliðinu í sumar og auka myndavélar voru á Víkingum bæði inn á vellinum sem og inn í klefa. Nú verða þættirnir sýndir næstu helgar á Stöð 2 Sport. Víkingar höfðu ekki orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu síðan 1991 en ráðin var goðsögn frá Akranesi til að þjálfa liðið. Arnar Gunnlaugsson tekur við liðinu haustið 2018 og var með stóra drauma. Gulldrengir Víkinga, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen snúa heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku og ætla að ljúka ferli sínum heima, í Víkinni. Í þáttunum fékk Stöð 2 Sport einstakt tækifæri til að fylgja Kára og Sölva eftir síðustu mánuði á þeirra ferli og verða um leið vitni af ótrúlegum lokasprett hjá Víkingum í Pepsi Max deildinni og Mjólkurbikarnum sumarið 2021. Í fyrsta þættinum af fjórum kynnumst við meðal annars þjálfara liðsins Arnari Gunnlaugssyni en farið er yfir ráðningu hans til Víkings og fyrstu tímabil hans með liðið. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þessum fyrsta þætti en þar ræða Arnar, Kári og Sölvi meðal annars vonbrigðatímabilið 2020 eftir að Víkingsliðið hafði sett markið mjög hátt. Klippa: Arnar, Kári og Sölvi í þættinum Víkingar - Fullkominn endir „Það kemur hálfgert panikk ástand í klúbbinn. Þetta var eiginlega síðasta árið hjá Kára og Sölva. Menn missa móðinn einhvern veginn þrátt fyrir að það sé nóg eftir af mótinu. Covid er skollið þarna á af fullum þunga, fáir áhorfendur ef einhverjir voru,“ sagði Arnar Gunnlaugsson um um vonbrigðin sumarið 2020. „Ég ætla ekki að fara að kenna Covid um en það gekk bara ekkert. Við vorum slakir að búa til færi og liðin náðu að beita rosalega mikið af skyndisóknum gegn okkur. Það var eins og liðin væru búin að fatta hvernig ætti að spila á móti okkur. Þetta var svolítið barnalegt,“ sagði Kári Árnason. „Við vorum meira að reyna að halda boltanum en um leið og hann tapaðist þá fengum við á okkur skyndisókn, við vorum með fáa menn til baka og mörkin voru yfirleitt skoruð þannig gegn okkur. Liðin biðu bara eftir okkur og náðu okkur síðan á skyndisóknum,“ sagði Kári. Sérfræðingarnir í Pepsi Max mörkunum töluðum flestir um Víkinga sem vonbrigði sumarsins 2020. „Þeir töluðu digurbarkalega í byrjun móts og komu brattir inn í mótið. Það var engin innistæða fyrir því og þeir enda í tíunda sæti. Það hljóta að vera stærstu vonbrigði sumarsins,“ sagði Atli Viðar Björnsson meðal annars. „Síðasti leikurinn minn á þessu tímabili var fyrir framan tóma stúku, í skítaveðri á móti KA. Ég slit liðböndin í viðbeininu hjá mér. Ég lendi illa á öxlinni og liðbandið slitnar. Ég missi af restinni en ég held að mótið hafi verið flautað af tveimur til þremur leikjum eftir það,“ sagði Sölvi Geir Ottesen. Hér fyrir ofan má sjá þetta brot úr þættinum. Hann verður á dagskrá á morgun laugardag, fyrst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4 en svo verður hann líka sýndur eftir Subway Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport eða um klukkan 22.00. Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson fékk einstakt aðgengi að Víkingsliðinu í sumar og auka myndavélar voru á Víkingum bæði inn á vellinum sem og inn í klefa. Nú verða þættirnir sýndir næstu helgar á Stöð 2 Sport. Víkingar höfðu ekki orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu síðan 1991 en ráðin var goðsögn frá Akranesi til að þjálfa liðið. Arnar Gunnlaugsson tekur við liðinu haustið 2018 og var með stóra drauma. Gulldrengir Víkinga, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen snúa heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku og ætla að ljúka ferli sínum heima, í Víkinni. Í þáttunum fékk Stöð 2 Sport einstakt tækifæri til að fylgja Kára og Sölva eftir síðustu mánuði á þeirra ferli og verða um leið vitni af ótrúlegum lokasprett hjá Víkingum í Pepsi Max deildinni og Mjólkurbikarnum sumarið 2021. Í fyrsta þættinum af fjórum kynnumst við meðal annars þjálfara liðsins Arnari Gunnlaugssyni en farið er yfir ráðningu hans til Víkings og fyrstu tímabil hans með liðið. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þessum fyrsta þætti en þar ræða Arnar, Kári og Sölvi meðal annars vonbrigðatímabilið 2020 eftir að Víkingsliðið hafði sett markið mjög hátt. Klippa: Arnar, Kári og Sölvi í þættinum Víkingar - Fullkominn endir „Það kemur hálfgert panikk ástand í klúbbinn. Þetta var eiginlega síðasta árið hjá Kára og Sölva. Menn missa móðinn einhvern veginn þrátt fyrir að það sé nóg eftir af mótinu. Covid er skollið þarna á af fullum þunga, fáir áhorfendur ef einhverjir voru,“ sagði Arnar Gunnlaugsson um um vonbrigðin sumarið 2020. „Ég ætla ekki að fara að kenna Covid um en það gekk bara ekkert. Við vorum slakir að búa til færi og liðin náðu að beita rosalega mikið af skyndisóknum gegn okkur. Það var eins og liðin væru búin að fatta hvernig ætti að spila á móti okkur. Þetta var svolítið barnalegt,“ sagði Kári Árnason. „Við vorum meira að reyna að halda boltanum en um leið og hann tapaðist þá fengum við á okkur skyndisókn, við vorum með fáa menn til baka og mörkin voru yfirleitt skoruð þannig gegn okkur. Liðin biðu bara eftir okkur og náðu okkur síðan á skyndisóknum,“ sagði Kári. Sérfræðingarnir í Pepsi Max mörkunum töluðum flestir um Víkinga sem vonbrigði sumarsins 2020. „Þeir töluðu digurbarkalega í byrjun móts og komu brattir inn í mótið. Það var engin innistæða fyrir því og þeir enda í tíunda sæti. Það hljóta að vera stærstu vonbrigði sumarsins,“ sagði Atli Viðar Björnsson meðal annars. „Síðasti leikurinn minn á þessu tímabili var fyrir framan tóma stúku, í skítaveðri á móti KA. Ég slit liðböndin í viðbeininu hjá mér. Ég lendi illa á öxlinni og liðbandið slitnar. Ég missi af restinni en ég held að mótið hafi verið flautað af tveimur til þremur leikjum eftir það,“ sagði Sölvi Geir Ottesen. Hér fyrir ofan má sjá þetta brot úr þættinum. Hann verður á dagskrá á morgun laugardag, fyrst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4 en svo verður hann líka sýndur eftir Subway Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport eða um klukkan 22.00. Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira