Arnar Gunnlaugs í nýja Víkingsþættinum: Kemur hálfgert panikk ástand í klúbbinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 11:30 Arnar Gunnlaugsson fagnar marki í leik Víkingsliðsins sem hann hefur unnið þrjá titla með á síðustu þremur tímabilum. Vísir/Hulda Margrét Fyrsti þátturinn af nýrri þáttröð um magnað tímabil Víkinga í fótboltanum í ár er á dagskrá Stöð 2 Sport á morgun. Þættirnir heita „Víkingar - Fullkominn endir“ en þar er fjallað um tvöfaldan sigur Víkingsliðsins í sumar. Gunnlaugur Jónsson fékk einstakt aðgengi að Víkingsliðinu í sumar og auka myndavélar voru á Víkingum bæði inn á vellinum sem og inn í klefa. Nú verða þættirnir sýndir næstu helgar á Stöð 2 Sport. Víkingar höfðu ekki orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu síðan 1991 en ráðin var goðsögn frá Akranesi til að þjálfa liðið. Arnar Gunnlaugsson tekur við liðinu haustið 2018 og var með stóra drauma. Gulldrengir Víkinga, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen snúa heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku og ætla að ljúka ferli sínum heima, í Víkinni. Í þáttunum fékk Stöð 2 Sport einstakt tækifæri til að fylgja Kára og Sölva eftir síðustu mánuði á þeirra ferli og verða um leið vitni af ótrúlegum lokasprett hjá Víkingum í Pepsi Max deildinni og Mjólkurbikarnum sumarið 2021. Í fyrsta þættinum af fjórum kynnumst við meðal annars þjálfara liðsins Arnari Gunnlaugssyni en farið er yfir ráðningu hans til Víkings og fyrstu tímabil hans með liðið. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þessum fyrsta þætti en þar ræða Arnar, Kári og Sölvi meðal annars vonbrigðatímabilið 2020 eftir að Víkingsliðið hafði sett markið mjög hátt. Klippa: Arnar, Kári og Sölvi í þættinum Víkingar - Fullkominn endir „Það kemur hálfgert panikk ástand í klúbbinn. Þetta var eiginlega síðasta árið hjá Kára og Sölva. Menn missa móðinn einhvern veginn þrátt fyrir að það sé nóg eftir af mótinu. Covid er skollið þarna á af fullum þunga, fáir áhorfendur ef einhverjir voru,“ sagði Arnar Gunnlaugsson um um vonbrigðin sumarið 2020. „Ég ætla ekki að fara að kenna Covid um en það gekk bara ekkert. Við vorum slakir að búa til færi og liðin náðu að beita rosalega mikið af skyndisóknum gegn okkur. Það var eins og liðin væru búin að fatta hvernig ætti að spila á móti okkur. Þetta var svolítið barnalegt,“ sagði Kári Árnason. „Við vorum meira að reyna að halda boltanum en um leið og hann tapaðist þá fengum við á okkur skyndisókn, við vorum með fáa menn til baka og mörkin voru yfirleitt skoruð þannig gegn okkur. Liðin biðu bara eftir okkur og náðu okkur síðan á skyndisóknum,“ sagði Kári. Sérfræðingarnir í Pepsi Max mörkunum töluðum flestir um Víkinga sem vonbrigði sumarsins 2020. „Þeir töluðu digurbarkalega í byrjun móts og komu brattir inn í mótið. Það var engin innistæða fyrir því og þeir enda í tíunda sæti. Það hljóta að vera stærstu vonbrigði sumarsins,“ sagði Atli Viðar Björnsson meðal annars. „Síðasti leikurinn minn á þessu tímabili var fyrir framan tóma stúku, í skítaveðri á móti KA. Ég slit liðböndin í viðbeininu hjá mér. Ég lendi illa á öxlinni og liðbandið slitnar. Ég missi af restinni en ég held að mótið hafi verið flautað af tveimur til þremur leikjum eftir það,“ sagði Sölvi Geir Ottesen. Hér fyrir ofan má sjá þetta brot úr þættinum. Hann verður á dagskrá á morgun laugardag, fyrst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4 en svo verður hann líka sýndur eftir Subway Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport eða um klukkan 22.00. Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson fékk einstakt aðgengi að Víkingsliðinu í sumar og auka myndavélar voru á Víkingum bæði inn á vellinum sem og inn í klefa. Nú verða þættirnir sýndir næstu helgar á Stöð 2 Sport. Víkingar höfðu ekki orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu síðan 1991 en ráðin var goðsögn frá Akranesi til að þjálfa liðið. Arnar Gunnlaugsson tekur við liðinu haustið 2018 og var með stóra drauma. Gulldrengir Víkinga, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen snúa heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku og ætla að ljúka ferli sínum heima, í Víkinni. Í þáttunum fékk Stöð 2 Sport einstakt tækifæri til að fylgja Kára og Sölva eftir síðustu mánuði á þeirra ferli og verða um leið vitni af ótrúlegum lokasprett hjá Víkingum í Pepsi Max deildinni og Mjólkurbikarnum sumarið 2021. Í fyrsta þættinum af fjórum kynnumst við meðal annars þjálfara liðsins Arnari Gunnlaugssyni en farið er yfir ráðningu hans til Víkings og fyrstu tímabil hans með liðið. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þessum fyrsta þætti en þar ræða Arnar, Kári og Sölvi meðal annars vonbrigðatímabilið 2020 eftir að Víkingsliðið hafði sett markið mjög hátt. Klippa: Arnar, Kári og Sölvi í þættinum Víkingar - Fullkominn endir „Það kemur hálfgert panikk ástand í klúbbinn. Þetta var eiginlega síðasta árið hjá Kára og Sölva. Menn missa móðinn einhvern veginn þrátt fyrir að það sé nóg eftir af mótinu. Covid er skollið þarna á af fullum þunga, fáir áhorfendur ef einhverjir voru,“ sagði Arnar Gunnlaugsson um um vonbrigðin sumarið 2020. „Ég ætla ekki að fara að kenna Covid um en það gekk bara ekkert. Við vorum slakir að búa til færi og liðin náðu að beita rosalega mikið af skyndisóknum gegn okkur. Það var eins og liðin væru búin að fatta hvernig ætti að spila á móti okkur. Þetta var svolítið barnalegt,“ sagði Kári Árnason. „Við vorum meira að reyna að halda boltanum en um leið og hann tapaðist þá fengum við á okkur skyndisókn, við vorum með fáa menn til baka og mörkin voru yfirleitt skoruð þannig gegn okkur. Liðin biðu bara eftir okkur og náðu okkur síðan á skyndisóknum,“ sagði Kári. Sérfræðingarnir í Pepsi Max mörkunum töluðum flestir um Víkinga sem vonbrigði sumarsins 2020. „Þeir töluðu digurbarkalega í byrjun móts og komu brattir inn í mótið. Það var engin innistæða fyrir því og þeir enda í tíunda sæti. Það hljóta að vera stærstu vonbrigði sumarsins,“ sagði Atli Viðar Björnsson meðal annars. „Síðasti leikurinn minn á þessu tímabili var fyrir framan tóma stúku, í skítaveðri á móti KA. Ég slit liðböndin í viðbeininu hjá mér. Ég lendi illa á öxlinni og liðbandið slitnar. Ég missi af restinni en ég held að mótið hafi verið flautað af tveimur til þremur leikjum eftir það,“ sagði Sölvi Geir Ottesen. Hér fyrir ofan má sjá þetta brot úr þættinum. Hann verður á dagskrá á morgun laugardag, fyrst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4 en svo verður hann líka sýndur eftir Subway Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport eða um klukkan 22.00. Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira