Arnar Gunnlaugs í nýja Víkingsþættinum: Kemur hálfgert panikk ástand í klúbbinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 11:30 Arnar Gunnlaugsson fagnar marki í leik Víkingsliðsins sem hann hefur unnið þrjá titla með á síðustu þremur tímabilum. Vísir/Hulda Margrét Fyrsti þátturinn af nýrri þáttröð um magnað tímabil Víkinga í fótboltanum í ár er á dagskrá Stöð 2 Sport á morgun. Þættirnir heita „Víkingar - Fullkominn endir“ en þar er fjallað um tvöfaldan sigur Víkingsliðsins í sumar. Gunnlaugur Jónsson fékk einstakt aðgengi að Víkingsliðinu í sumar og auka myndavélar voru á Víkingum bæði inn á vellinum sem og inn í klefa. Nú verða þættirnir sýndir næstu helgar á Stöð 2 Sport. Víkingar höfðu ekki orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu síðan 1991 en ráðin var goðsögn frá Akranesi til að þjálfa liðið. Arnar Gunnlaugsson tekur við liðinu haustið 2018 og var með stóra drauma. Gulldrengir Víkinga, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen snúa heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku og ætla að ljúka ferli sínum heima, í Víkinni. Í þáttunum fékk Stöð 2 Sport einstakt tækifæri til að fylgja Kára og Sölva eftir síðustu mánuði á þeirra ferli og verða um leið vitni af ótrúlegum lokasprett hjá Víkingum í Pepsi Max deildinni og Mjólkurbikarnum sumarið 2021. Í fyrsta þættinum af fjórum kynnumst við meðal annars þjálfara liðsins Arnari Gunnlaugssyni en farið er yfir ráðningu hans til Víkings og fyrstu tímabil hans með liðið. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þessum fyrsta þætti en þar ræða Arnar, Kári og Sölvi meðal annars vonbrigðatímabilið 2020 eftir að Víkingsliðið hafði sett markið mjög hátt. Klippa: Arnar, Kári og Sölvi í þættinum Víkingar - Fullkominn endir „Það kemur hálfgert panikk ástand í klúbbinn. Þetta var eiginlega síðasta árið hjá Kára og Sölva. Menn missa móðinn einhvern veginn þrátt fyrir að það sé nóg eftir af mótinu. Covid er skollið þarna á af fullum þunga, fáir áhorfendur ef einhverjir voru,“ sagði Arnar Gunnlaugsson um um vonbrigðin sumarið 2020. „Ég ætla ekki að fara að kenna Covid um en það gekk bara ekkert. Við vorum slakir að búa til færi og liðin náðu að beita rosalega mikið af skyndisóknum gegn okkur. Það var eins og liðin væru búin að fatta hvernig ætti að spila á móti okkur. Þetta var svolítið barnalegt,“ sagði Kári Árnason. „Við vorum meira að reyna að halda boltanum en um leið og hann tapaðist þá fengum við á okkur skyndisókn, við vorum með fáa menn til baka og mörkin voru yfirleitt skoruð þannig gegn okkur. Liðin biðu bara eftir okkur og náðu okkur síðan á skyndisóknum,“ sagði Kári. Sérfræðingarnir í Pepsi Max mörkunum töluðum flestir um Víkinga sem vonbrigði sumarsins 2020. „Þeir töluðu digurbarkalega í byrjun móts og komu brattir inn í mótið. Það var engin innistæða fyrir því og þeir enda í tíunda sæti. Það hljóta að vera stærstu vonbrigði sumarsins,“ sagði Atli Viðar Björnsson meðal annars. „Síðasti leikurinn minn á þessu tímabili var fyrir framan tóma stúku, í skítaveðri á móti KA. Ég slit liðböndin í viðbeininu hjá mér. Ég lendi illa á öxlinni og liðbandið slitnar. Ég missi af restinni en ég held að mótið hafi verið flautað af tveimur til þremur leikjum eftir það,“ sagði Sölvi Geir Ottesen. Hér fyrir ofan má sjá þetta brot úr þættinum. Hann verður á dagskrá á morgun laugardag, fyrst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4 en svo verður hann líka sýndur eftir Subway Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport eða um klukkan 22.00. Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson fékk einstakt aðgengi að Víkingsliðinu í sumar og auka myndavélar voru á Víkingum bæði inn á vellinum sem og inn í klefa. Nú verða þættirnir sýndir næstu helgar á Stöð 2 Sport. Víkingar höfðu ekki orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu síðan 1991 en ráðin var goðsögn frá Akranesi til að þjálfa liðið. Arnar Gunnlaugsson tekur við liðinu haustið 2018 og var með stóra drauma. Gulldrengir Víkinga, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen snúa heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku og ætla að ljúka ferli sínum heima, í Víkinni. Í þáttunum fékk Stöð 2 Sport einstakt tækifæri til að fylgja Kára og Sölva eftir síðustu mánuði á þeirra ferli og verða um leið vitni af ótrúlegum lokasprett hjá Víkingum í Pepsi Max deildinni og Mjólkurbikarnum sumarið 2021. Í fyrsta þættinum af fjórum kynnumst við meðal annars þjálfara liðsins Arnari Gunnlaugssyni en farið er yfir ráðningu hans til Víkings og fyrstu tímabil hans með liðið. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þessum fyrsta þætti en þar ræða Arnar, Kári og Sölvi meðal annars vonbrigðatímabilið 2020 eftir að Víkingsliðið hafði sett markið mjög hátt. Klippa: Arnar, Kári og Sölvi í þættinum Víkingar - Fullkominn endir „Það kemur hálfgert panikk ástand í klúbbinn. Þetta var eiginlega síðasta árið hjá Kára og Sölva. Menn missa móðinn einhvern veginn þrátt fyrir að það sé nóg eftir af mótinu. Covid er skollið þarna á af fullum þunga, fáir áhorfendur ef einhverjir voru,“ sagði Arnar Gunnlaugsson um um vonbrigðin sumarið 2020. „Ég ætla ekki að fara að kenna Covid um en það gekk bara ekkert. Við vorum slakir að búa til færi og liðin náðu að beita rosalega mikið af skyndisóknum gegn okkur. Það var eins og liðin væru búin að fatta hvernig ætti að spila á móti okkur. Þetta var svolítið barnalegt,“ sagði Kári Árnason. „Við vorum meira að reyna að halda boltanum en um leið og hann tapaðist þá fengum við á okkur skyndisókn, við vorum með fáa menn til baka og mörkin voru yfirleitt skoruð þannig gegn okkur. Liðin biðu bara eftir okkur og náðu okkur síðan á skyndisóknum,“ sagði Kári. Sérfræðingarnir í Pepsi Max mörkunum töluðum flestir um Víkinga sem vonbrigði sumarsins 2020. „Þeir töluðu digurbarkalega í byrjun móts og komu brattir inn í mótið. Það var engin innistæða fyrir því og þeir enda í tíunda sæti. Það hljóta að vera stærstu vonbrigði sumarsins,“ sagði Atli Viðar Björnsson meðal annars. „Síðasti leikurinn minn á þessu tímabili var fyrir framan tóma stúku, í skítaveðri á móti KA. Ég slit liðböndin í viðbeininu hjá mér. Ég lendi illa á öxlinni og liðbandið slitnar. Ég missi af restinni en ég held að mótið hafi verið flautað af tveimur til þremur leikjum eftir það,“ sagði Sölvi Geir Ottesen. Hér fyrir ofan má sjá þetta brot úr þættinum. Hann verður á dagskrá á morgun laugardag, fyrst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4 en svo verður hann líka sýndur eftir Subway Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport eða um klukkan 22.00. Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira