Fimmtán vikna viðmiðið fær líklega að standa en spurning um Roe gegn Wade Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2021 20:03 Niðurstaða Mississippi í vil, ekki síst ef Roe verður snúið, mun hafa það í för með sér að þúsundir kvenna munu þurfa að ferðast langa leið til að eiga kost á því að gangast undir þungunarrof. Getty/Chip Somodevilla Allt útlit er fyrir að Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmi yfirvöldum í Mississippi í vil og láti löggjöf sem bannar þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu standa óhreyfða. Því er þó ósvarað hvort dómstóllinn gengur svo langt að láta það í hendur einstakra ríkja að ákvarða alfarið hvernig lögum um þungunarrof er háttað. Málflutningur um löggjöfina í Mississippi fór fram í gær og mátti greina það á spurningum dómaranna að rétturinn er klofinn eftir hugmyndafræðilegum línum. Íhaldssömu dómararnir sex gáfu til kynna að þeir séu fylgjandi því að staðfesta löggjöfina, á meðan frjálslyndu dómararnir þrír vöktu meðal annars máls á því að það gæti grafið stórkostlega undan trúverðugleika dómstólsins að vega með svo alvarlegum hætti að rétti kvenna til þungunarrofs, stuttu eftir afar umdeilda skipan þriggja dómara. Löggjöfin í Mississippi kveður á um að konum sé bannað að gangast undir þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu. Ef hún verður látin standa mun Hæstiréttur hafa farið gegn fyrri úrskurði í hinu heimsfræga máli Roe gegn Wade, þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til þess að ráða yfir eigin líkama og gangast undir þungunarrof fram að þeim tíma sem fóstrið gæti lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar. Á þeim tíma lágu þau mörk við 28. viku en vegna læknisfræðilegra framfara eru þau nú almennt talinn vera við 22. til 24. viku. Bara það að heimila Mississippi að banna konum að gangast undir þungunarrof við 15. viku myndi strika með einu pennastriki yfir áratugi dómafordæma en flestir íhaldssömu dómaranna virtust jafnvel vera reiðubúnir til að ganga enn lengra og heimila ríkjunum að ákveða sjálf hvort þau bönnuðu þungunarrof og hvernig slík lög yrðu útfærð. Fjölmiðlar vestanhafs segja að sú niðurstaða myndi leiða til þess að þungunarrof yrði líklega bannað, eða allt að því, í um 20 ríkjum, þar sem stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að þrengja löggjöfina verulega. Málinu snúið upp í spurningu um Roe gegn Wade Þungunarrof er eitt af umdeildustu samfélagsmálum Bandaríkjanna og hefur verið í áratugi. Íhaldsmenn hafa sótt hart að fá Roe gegn Wade snúið en lítið orðið ágengt fyrr en nú. Það sem hefur skipt sköpum eru útnefningar íhaldssamra dómara og þá ekki síst skipan þriggja Hæstaréttardómara, sem átti sér stað þegar Donald Trump sat á forsetastóli. „Mun þessi stofnun lifa þá tilfinningu sem þetta skapar meðal fólks að stjórnarskráin og túlkun hennar séu ekkert nema pólítískur gjörningur?“ spurði hæstaréttardómarinn Sonia Sotomayor í gær um afleiðingar þess ef Roe yrði snúið. „Ef fólk telur þetta allt vera pólitík, hvernig á dómstóllinn að standa það af sér?“ Fráfall Ruth Bader Ginsburg markaði vatnaskil í baráttunni um þungunarrof.Getty/Leigh Vogel New York times segir andlát Ruth Bader Ginsburg hafa markað vatnaskil en þegar Trump útnefndi Amy Coney Barrett í hennar stað og valdahlutföllin urðu 6 á móti 3, hafi stjórnvöld í einstaka ríkjum fengið byr undir báða vængi til að skerða rétt kvenna til þungunarrofs og freista þess að fara með mál alla leið til Hæstaréttar í þeirri von að fá Roe snúið. Við málflutninginn í gær var John G. Roberts Jr., forseti Hæstaréttar, sá eini íhaldssömu dómarana sem virtist vilja taka skrefið til hálfs, það er að segja dæma löggjöfina í Mississippi gilda en ganga ekki svo langt að ákveða að ríkjum væri í sjálfsvald sett við hvaða tímamörk þau miðuðu. „Sú spurning sem liggur fyrir okkur nú eru 15 vikur,“ sagði hann og gaf til kynna að umræðurnar ættu að snúast um hvers vegna 15 vikur væru ásættanlegt viðmið. Þá spurði hann margra spurninga sem vörðuðu það hvort viðmiðið sem slegið var á fast með Roe, það er að segja hvenær fóstrið gæti lifað utan líkama konunnar, væri óaðskiljanlegur hluti af ákvörðuninni í því máli. Virtist hann ýja að því að breyta mætti viðmiðinu án þess að snúa Roe alfarið. Robert virtist einnig nokkuð óánægður með málatilbúnað lögmanna Mississippi og sagði að í gögnum hefði hvergi verið vísað til þess að málið snérist um að snúa Roe gegn Wade. Nú snérist allur málflutningur þeirra hins vegar um að ráðast gegn því fordæmi og öðru máli, Planned Parenthood gegn Casey, þar sem meðal annars var tekist á um rétt kvenna til þungunarrofs óháð samþykki maka eða foreldra. Andstæðingar þungunarrofs söfnuðust einnig saman fyrir utan Hæstarétt í gær.Getty/Chip Somodevilla Horft til aðferða og afleiðinga Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við niðurstöðuna í Roe en er ekki talinn reiðubúinn til að gera breytingar á Hæstarétti sem marga frjálslynda dreymir um, til að mynda að fjölga dómurum. Hvað sem gerist, og alveg örugglega ef Roe verður snúið, er ljóst að þungunarrof verður meðal helstu hitamálanna í þingkosningunum á næsta ári. Scott G. Stewart, ríkissaksóknari Mississippi, sagði við málflutninginn í gær að Roe og Casey hefði valdið sundrung í samfélaginu og að dómarnir vofðu yfir þjóðinni. „Þeir eiga sér enga stoð í stjórnarskránni. Þeir eiga ekki heima í sögu okkar eða hefð. Þeir hafa skaðað hið lýðræðislega ferli. Þeir hafa eitrað löggjöfina. Þeir hafa kaffært alla málamiðlun,“ sagði hann. Stewart sagði aðgengi að þungunarrofi úrlausnarefni stjórnmálanna, ekki pólitíkurinnar. „Þungunarrof er erfitt mál. Það krefst hins besta af okkur öllum, ekki dóms af hálfu nokkurra.“ Julie Rikelman, lögmaður þungunarrofsmiðstöðvarinnar sem sótti málið gegn Mississippi, hvatti dómarana hins vegar til að virða dómafordæmi og sjálfsákvörðunarrétt kvenna. „Fyrir ríki að taka sér vald yfir líkama konu og krefjast þess að hún gangi í gegnum meðgöngu og fæðingu, með allri þeirri líkamlegu áhættu og umbyltandi afleiðingum sem því fylgir, er grundvallar aðför að frelsi hennar,“ sagði hún. „Að standa vörð um rétt konu til að taka þessa ákvörðun fram að þeim tíma að fóstrið er orðið lífvænlegt varðveitir frelsi hennar á sama tíma og rökrétt tillit er tekið til annarra hagsmuna sem undir eru.“ Hér og hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Kvenheilsa Fréttaskýringar Tengdar fréttir Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01 „Þeir munu ekki geta gert mikið við þessu í langan tíma“ Þegar þessu kjörtímabili Donalds Trumps lýkur, mun Trump hafa skipað tæpan þriðjung umdæmisdómara Bandaríkjanna. 27. október 2020 07:01 Tilnefning Barrett í Hæstarétt Bandaríkjanna samþykkt af þinginu Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Amy Coney Barrett í embætti Hæstaréttardómara. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi Barrett eftir að Ruth Bader Ginsburg dómari lést í síðasta mánuði. 27. október 2020 00:26 Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. 13. október 2020 14:58 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Málflutningur um löggjöfina í Mississippi fór fram í gær og mátti greina það á spurningum dómaranna að rétturinn er klofinn eftir hugmyndafræðilegum línum. Íhaldssömu dómararnir sex gáfu til kynna að þeir séu fylgjandi því að staðfesta löggjöfina, á meðan frjálslyndu dómararnir þrír vöktu meðal annars máls á því að það gæti grafið stórkostlega undan trúverðugleika dómstólsins að vega með svo alvarlegum hætti að rétti kvenna til þungunarrofs, stuttu eftir afar umdeilda skipan þriggja dómara. Löggjöfin í Mississippi kveður á um að konum sé bannað að gangast undir þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu. Ef hún verður látin standa mun Hæstiréttur hafa farið gegn fyrri úrskurði í hinu heimsfræga máli Roe gegn Wade, þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til þess að ráða yfir eigin líkama og gangast undir þungunarrof fram að þeim tíma sem fóstrið gæti lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar. Á þeim tíma lágu þau mörk við 28. viku en vegna læknisfræðilegra framfara eru þau nú almennt talinn vera við 22. til 24. viku. Bara það að heimila Mississippi að banna konum að gangast undir þungunarrof við 15. viku myndi strika með einu pennastriki yfir áratugi dómafordæma en flestir íhaldssömu dómaranna virtust jafnvel vera reiðubúnir til að ganga enn lengra og heimila ríkjunum að ákveða sjálf hvort þau bönnuðu þungunarrof og hvernig slík lög yrðu útfærð. Fjölmiðlar vestanhafs segja að sú niðurstaða myndi leiða til þess að þungunarrof yrði líklega bannað, eða allt að því, í um 20 ríkjum, þar sem stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að þrengja löggjöfina verulega. Málinu snúið upp í spurningu um Roe gegn Wade Þungunarrof er eitt af umdeildustu samfélagsmálum Bandaríkjanna og hefur verið í áratugi. Íhaldsmenn hafa sótt hart að fá Roe gegn Wade snúið en lítið orðið ágengt fyrr en nú. Það sem hefur skipt sköpum eru útnefningar íhaldssamra dómara og þá ekki síst skipan þriggja Hæstaréttardómara, sem átti sér stað þegar Donald Trump sat á forsetastóli. „Mun þessi stofnun lifa þá tilfinningu sem þetta skapar meðal fólks að stjórnarskráin og túlkun hennar séu ekkert nema pólítískur gjörningur?“ spurði hæstaréttardómarinn Sonia Sotomayor í gær um afleiðingar þess ef Roe yrði snúið. „Ef fólk telur þetta allt vera pólitík, hvernig á dómstóllinn að standa það af sér?“ Fráfall Ruth Bader Ginsburg markaði vatnaskil í baráttunni um þungunarrof.Getty/Leigh Vogel New York times segir andlát Ruth Bader Ginsburg hafa markað vatnaskil en þegar Trump útnefndi Amy Coney Barrett í hennar stað og valdahlutföllin urðu 6 á móti 3, hafi stjórnvöld í einstaka ríkjum fengið byr undir báða vængi til að skerða rétt kvenna til þungunarrofs og freista þess að fara með mál alla leið til Hæstaréttar í þeirri von að fá Roe snúið. Við málflutninginn í gær var John G. Roberts Jr., forseti Hæstaréttar, sá eini íhaldssömu dómarana sem virtist vilja taka skrefið til hálfs, það er að segja dæma löggjöfina í Mississippi gilda en ganga ekki svo langt að ákveða að ríkjum væri í sjálfsvald sett við hvaða tímamörk þau miðuðu. „Sú spurning sem liggur fyrir okkur nú eru 15 vikur,“ sagði hann og gaf til kynna að umræðurnar ættu að snúast um hvers vegna 15 vikur væru ásættanlegt viðmið. Þá spurði hann margra spurninga sem vörðuðu það hvort viðmiðið sem slegið var á fast með Roe, það er að segja hvenær fóstrið gæti lifað utan líkama konunnar, væri óaðskiljanlegur hluti af ákvörðuninni í því máli. Virtist hann ýja að því að breyta mætti viðmiðinu án þess að snúa Roe alfarið. Robert virtist einnig nokkuð óánægður með málatilbúnað lögmanna Mississippi og sagði að í gögnum hefði hvergi verið vísað til þess að málið snérist um að snúa Roe gegn Wade. Nú snérist allur málflutningur þeirra hins vegar um að ráðast gegn því fordæmi og öðru máli, Planned Parenthood gegn Casey, þar sem meðal annars var tekist á um rétt kvenna til þungunarrofs óháð samþykki maka eða foreldra. Andstæðingar þungunarrofs söfnuðust einnig saman fyrir utan Hæstarétt í gær.Getty/Chip Somodevilla Horft til aðferða og afleiðinga Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við niðurstöðuna í Roe en er ekki talinn reiðubúinn til að gera breytingar á Hæstarétti sem marga frjálslynda dreymir um, til að mynda að fjölga dómurum. Hvað sem gerist, og alveg örugglega ef Roe verður snúið, er ljóst að þungunarrof verður meðal helstu hitamálanna í þingkosningunum á næsta ári. Scott G. Stewart, ríkissaksóknari Mississippi, sagði við málflutninginn í gær að Roe og Casey hefði valdið sundrung í samfélaginu og að dómarnir vofðu yfir þjóðinni. „Þeir eiga sér enga stoð í stjórnarskránni. Þeir eiga ekki heima í sögu okkar eða hefð. Þeir hafa skaðað hið lýðræðislega ferli. Þeir hafa eitrað löggjöfina. Þeir hafa kaffært alla málamiðlun,“ sagði hann. Stewart sagði aðgengi að þungunarrofi úrlausnarefni stjórnmálanna, ekki pólitíkurinnar. „Þungunarrof er erfitt mál. Það krefst hins besta af okkur öllum, ekki dóms af hálfu nokkurra.“ Julie Rikelman, lögmaður þungunarrofsmiðstöðvarinnar sem sótti málið gegn Mississippi, hvatti dómarana hins vegar til að virða dómafordæmi og sjálfsákvörðunarrétt kvenna. „Fyrir ríki að taka sér vald yfir líkama konu og krefjast þess að hún gangi í gegnum meðgöngu og fæðingu, með allri þeirri líkamlegu áhættu og umbyltandi afleiðingum sem því fylgir, er grundvallar aðför að frelsi hennar,“ sagði hún. „Að standa vörð um rétt konu til að taka þessa ákvörðun fram að þeim tíma að fóstrið er orðið lífvænlegt varðveitir frelsi hennar á sama tíma og rökrétt tillit er tekið til annarra hagsmuna sem undir eru.“ Hér og hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Kvenheilsa Fréttaskýringar Tengdar fréttir Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01 „Þeir munu ekki geta gert mikið við þessu í langan tíma“ Þegar þessu kjörtímabili Donalds Trumps lýkur, mun Trump hafa skipað tæpan þriðjung umdæmisdómara Bandaríkjanna. 27. október 2020 07:01 Tilnefning Barrett í Hæstarétt Bandaríkjanna samþykkt af þinginu Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Amy Coney Barrett í embætti Hæstaréttardómara. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi Barrett eftir að Ruth Bader Ginsburg dómari lést í síðasta mánuði. 27. október 2020 00:26 Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. 13. október 2020 14:58 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01
„Þeir munu ekki geta gert mikið við þessu í langan tíma“ Þegar þessu kjörtímabili Donalds Trumps lýkur, mun Trump hafa skipað tæpan þriðjung umdæmisdómara Bandaríkjanna. 27. október 2020 07:01
Tilnefning Barrett í Hæstarétt Bandaríkjanna samþykkt af þinginu Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Amy Coney Barrett í embætti Hæstaréttardómara. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi Barrett eftir að Ruth Bader Ginsburg dómari lést í síðasta mánuði. 27. október 2020 00:26
Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. 13. október 2020 14:58