Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. desember 2021 13:18 Birgir Ármannsson hefur tekið við sem forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. Birgir sagði í þakkarræðu sinni að hann muni gera allt sitt besta til að starfa í sátt við aðra þingmenn og standa undir því trausti sem honum hafi verið sýnt með kjörinu. Þingsetningarfundi mun ljúka í dag en hann hefur staðið yfir í rúma viku, sem hefur ekki gerst síðan um miðja síðustu öld. Þingsetningarfundur hófst á þriðjudaginn í síðustu viku á atkvæðagreiðslu um skipun í kjörbréfanefnd og atkvæðagreiðslu um tillögur nefndarinnar vegna annmarka á kosningum í Norðvesturkjördæmi. Fimm varaforsetar af sex konur Sex varaforsetar þingsins verða Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingar, Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokks, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks, Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Jódís Skúladóttir þingmaður VG. Þá verða Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokks áheyrnarfulltrúar sinna flokka í forsætisnefnd. Í allsherjar- og menntamálanefnd verður Bryndís Haraldsdóttir formaður, Jakob Frímann Magnússon fyrsti varaformaður og Jóhann Friðrik Friðriksson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Jódís Skúladóttir, Logi Einarsson og Bergþór Ólason eru aðalfulltrúar í nefndinni. Í atvinnuveganefnd er Stefán Vagn Stefánsson formaður, Gísli Rafn Ólafsson fyrsti varaformaður og Hildur Sverrisdóttir annar varaformaður. Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Tómas A. Tómasson eru aðalfulltrúar. Í efnahags- og viðskiptanefnd er Guðrún Hafsteinsdóttir formaður, Ágúst Bjarni Garðarsson fyrsti varaformaður og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir annar varaformaður. Diljá Mist Einarsdóttir, Hafdís Hrönnn Hafsteinsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Páll Jóhannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalfulltrúar í nefndinni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er formaður fjárlaganefndar, Haraldur Benediktsson fyrsti varaformaður og Inga Sæland annar varaformaður. Þá eru Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Ólöf Ísakssen, Kristrún Frostadóttir og Björn Leví Gunnarsson aðalfulltrúar í nefndinni. Sjálfstæðisflokkur með formennsku í flestum fastanefndum Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður, Steinunn Þóra Árnadóttir fyrsti varaformaður og Sigmar Guðmundsson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalmenn í nefndinni. Vilhjálmur Árnason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fyrsti varaformaður og Bjarni Jónsson annar varaformaður. Andrés Ingi Jónsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Orri Páll Jóhannsson og Helga Vala Helgadóttir eru aðalfulltrúar. Í utanríkismálanefnd er Bjarni Jónsson formaður, Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti varaformaður og Logi Einarsson annar varaformaður. Eyjólfur Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnlaugsdóttir eru aðalmenn. Líneik Anna Sævarsdóttir er formaður velferðarnefndar, Oddný G. Harðardóttir fyrsti varaformaður og Ásmundur Friðriksson annar varaformaður. Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Óli Björn Kárason, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halldóra Mogensen og Jódís Skúladóttir eru aðalmenn í nefndinni. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Sjá meira
Birgir sagði í þakkarræðu sinni að hann muni gera allt sitt besta til að starfa í sátt við aðra þingmenn og standa undir því trausti sem honum hafi verið sýnt með kjörinu. Þingsetningarfundi mun ljúka í dag en hann hefur staðið yfir í rúma viku, sem hefur ekki gerst síðan um miðja síðustu öld. Þingsetningarfundur hófst á þriðjudaginn í síðustu viku á atkvæðagreiðslu um skipun í kjörbréfanefnd og atkvæðagreiðslu um tillögur nefndarinnar vegna annmarka á kosningum í Norðvesturkjördæmi. Fimm varaforsetar af sex konur Sex varaforsetar þingsins verða Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingar, Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokks, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks, Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Jódís Skúladóttir þingmaður VG. Þá verða Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokks áheyrnarfulltrúar sinna flokka í forsætisnefnd. Í allsherjar- og menntamálanefnd verður Bryndís Haraldsdóttir formaður, Jakob Frímann Magnússon fyrsti varaformaður og Jóhann Friðrik Friðriksson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Jódís Skúladóttir, Logi Einarsson og Bergþór Ólason eru aðalfulltrúar í nefndinni. Í atvinnuveganefnd er Stefán Vagn Stefánsson formaður, Gísli Rafn Ólafsson fyrsti varaformaður og Hildur Sverrisdóttir annar varaformaður. Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Tómas A. Tómasson eru aðalfulltrúar. Í efnahags- og viðskiptanefnd er Guðrún Hafsteinsdóttir formaður, Ágúst Bjarni Garðarsson fyrsti varaformaður og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir annar varaformaður. Diljá Mist Einarsdóttir, Hafdís Hrönnn Hafsteinsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Páll Jóhannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalfulltrúar í nefndinni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er formaður fjárlaganefndar, Haraldur Benediktsson fyrsti varaformaður og Inga Sæland annar varaformaður. Þá eru Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Ólöf Ísakssen, Kristrún Frostadóttir og Björn Leví Gunnarsson aðalfulltrúar í nefndinni. Sjálfstæðisflokkur með formennsku í flestum fastanefndum Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður, Steinunn Þóra Árnadóttir fyrsti varaformaður og Sigmar Guðmundsson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalmenn í nefndinni. Vilhjálmur Árnason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fyrsti varaformaður og Bjarni Jónsson annar varaformaður. Andrés Ingi Jónsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Orri Páll Jóhannsson og Helga Vala Helgadóttir eru aðalfulltrúar. Í utanríkismálanefnd er Bjarni Jónsson formaður, Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti varaformaður og Logi Einarsson annar varaformaður. Eyjólfur Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnlaugsdóttir eru aðalmenn. Líneik Anna Sævarsdóttir er formaður velferðarnefndar, Oddný G. Harðardóttir fyrsti varaformaður og Ásmundur Friðriksson annar varaformaður. Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Óli Björn Kárason, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halldóra Mogensen og Jódís Skúladóttir eru aðalmenn í nefndinni.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Sjá meira