Mikilvægar lagabreytingar fyrir félög sem starfa að almannaheillum Haraldur Flosi Tryggvason Klein og Oddur Ástráðsson skrifa 30. nóvember 2021 08:00 Þann 1. nóvember tóku gildi lög sem breyta rekstrarumhverfi félaga sem starfa til almannaheilla með mikilvægum hætti. Lög 110/2021 um félög til almannaheilla fjalla um þær kröfur sem gerðar eru til félaga sem kalla mega sig „félög til almannaheilla“ og stofnun sérstakrar almannaheillafélagaskrár sem fyrirtækjaskrá Skattsins heldur utan um. Lengi hefur verið beðið réttarbóta á þessu sviði og ber að þakka áralanga baráttu samtakanna Almannaheilla og fleiri aðila sem hafa látið sig málið varða. Með tilkomu laganna mun komast betri regla á stjórnhætti félaga sem starfa á þessu sviði. Þær kröfur sem nýju lögin gera til slíkra félaga munu þó gera bæði félagsmönnum og styrktaraðilum auðveldara að fylgjast betur með bæði verkefnum og hvernig fjármunir nýtast. Er vonandi að opinberir aðilar nýti sem oftast þá heimild sem að lögin færa þeim til að binda styrkveitingar og úthlutun rekstrarsamninga til félaga því skilyrði að þau séu á almannaheillaskrá. Skattaívilnanir á gjafafé auknar Hina hliðina á peningnum er að finna í lögum 32/2021 sem breyta ýmsum lögum um skatta og gjöld. Þar er fjallað um skattaívilnanir og kerfisbreytingar sem gerðar eru með það að markmiði að bæta eða létta rekstrarumhverfi félaga sem vinna að almannaheillum og auka möguleika þeirra til að safna gjafafé. Má nefna sem mikilvægt dæmi að heimild fyrirtækja til að draga gjafir til almannaheillafélaga frá tekjuskattsstofni sínum er hækkuð úr 0,75% í 1,5% af tekjum. Þá er það nýnæmi tekið upp að einstaklingar geta nú árlega dregið frá tekjuskattsskattsstofni allt að kr. 350.000 í gjafir til almannaheillafélaga. Auk þess er erfðafjárskattur felldur niður af erfðafé og fjármagnstekuskattur takmarkaður, þó háð skilyrðum á borð við að félag sem þiggur gjafafé þarf á almannaheillafélagskrá til að njóta slíkra ívilnana. Nýtt félagaform verður til Nú er dauðafæri fyrir félög sem starfa að almannaheillum að skrá sig á almannaheillaskrá. Það ætti í flestum tilvikum ekki að vera flókið mál en mun alltaf skila sér í bættri umgjörð í rekstri, vera til hagsbóta fyrir félögin og auka möguleika þeirra til að safna styrkjum og gjafafé. Frá fræðilegu sjónarhorni er þetta löggjafarstarf sérlega áhugavert þar sem segja má að til verði nýtt félagaform. Sérstaklega verður áhugavert að fylgjast með því hvernig samband styrktaraðila og almannaheillafélaga muni þróast og hvernig opinberir aðilar munu beita heimild til að skilyrða styrki og rekstrarsamninga við skráningu félaga á almannaheillafélagaskrá. Sjálfsagt verða til við þessar breytingar fjöldi álitamála sem þarfnast lögfræðilegrar úrlausnar og þá um leið eftirsótt tækifæri fyrir lögmenn til að nýta þekkingu sína til almannaheilla. Höfundar eru starfandi lögmenn á LMG lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Félagasamtök Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 1. nóvember tóku gildi lög sem breyta rekstrarumhverfi félaga sem starfa til almannaheilla með mikilvægum hætti. Lög 110/2021 um félög til almannaheilla fjalla um þær kröfur sem gerðar eru til félaga sem kalla mega sig „félög til almannaheilla“ og stofnun sérstakrar almannaheillafélagaskrár sem fyrirtækjaskrá Skattsins heldur utan um. Lengi hefur verið beðið réttarbóta á þessu sviði og ber að þakka áralanga baráttu samtakanna Almannaheilla og fleiri aðila sem hafa látið sig málið varða. Með tilkomu laganna mun komast betri regla á stjórnhætti félaga sem starfa á þessu sviði. Þær kröfur sem nýju lögin gera til slíkra félaga munu þó gera bæði félagsmönnum og styrktaraðilum auðveldara að fylgjast betur með bæði verkefnum og hvernig fjármunir nýtast. Er vonandi að opinberir aðilar nýti sem oftast þá heimild sem að lögin færa þeim til að binda styrkveitingar og úthlutun rekstrarsamninga til félaga því skilyrði að þau séu á almannaheillaskrá. Skattaívilnanir á gjafafé auknar Hina hliðina á peningnum er að finna í lögum 32/2021 sem breyta ýmsum lögum um skatta og gjöld. Þar er fjallað um skattaívilnanir og kerfisbreytingar sem gerðar eru með það að markmiði að bæta eða létta rekstrarumhverfi félaga sem vinna að almannaheillum og auka möguleika þeirra til að safna gjafafé. Má nefna sem mikilvægt dæmi að heimild fyrirtækja til að draga gjafir til almannaheillafélaga frá tekjuskattsstofni sínum er hækkuð úr 0,75% í 1,5% af tekjum. Þá er það nýnæmi tekið upp að einstaklingar geta nú árlega dregið frá tekjuskattsskattsstofni allt að kr. 350.000 í gjafir til almannaheillafélaga. Auk þess er erfðafjárskattur felldur niður af erfðafé og fjármagnstekuskattur takmarkaður, þó háð skilyrðum á borð við að félag sem þiggur gjafafé þarf á almannaheillafélagskrá til að njóta slíkra ívilnana. Nýtt félagaform verður til Nú er dauðafæri fyrir félög sem starfa að almannaheillum að skrá sig á almannaheillaskrá. Það ætti í flestum tilvikum ekki að vera flókið mál en mun alltaf skila sér í bættri umgjörð í rekstri, vera til hagsbóta fyrir félögin og auka möguleika þeirra til að safna styrkjum og gjafafé. Frá fræðilegu sjónarhorni er þetta löggjafarstarf sérlega áhugavert þar sem segja má að til verði nýtt félagaform. Sérstaklega verður áhugavert að fylgjast með því hvernig samband styrktaraðila og almannaheillafélaga muni þróast og hvernig opinberir aðilar munu beita heimild til að skilyrða styrki og rekstrarsamninga við skráningu félaga á almannaheillafélagaskrá. Sjálfsagt verða til við þessar breytingar fjöldi álitamála sem þarfnast lögfræðilegrar úrlausnar og þá um leið eftirsótt tækifæri fyrir lögmenn til að nýta þekkingu sína til almannaheilla. Höfundar eru starfandi lögmenn á LMG lögmannsstofu.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar