Mikilvægar lagabreytingar fyrir félög sem starfa að almannaheillum Haraldur Flosi Tryggvason Klein og Oddur Ástráðsson skrifa 30. nóvember 2021 08:00 Þann 1. nóvember tóku gildi lög sem breyta rekstrarumhverfi félaga sem starfa til almannaheilla með mikilvægum hætti. Lög 110/2021 um félög til almannaheilla fjalla um þær kröfur sem gerðar eru til félaga sem kalla mega sig „félög til almannaheilla“ og stofnun sérstakrar almannaheillafélagaskrár sem fyrirtækjaskrá Skattsins heldur utan um. Lengi hefur verið beðið réttarbóta á þessu sviði og ber að þakka áralanga baráttu samtakanna Almannaheilla og fleiri aðila sem hafa látið sig málið varða. Með tilkomu laganna mun komast betri regla á stjórnhætti félaga sem starfa á þessu sviði. Þær kröfur sem nýju lögin gera til slíkra félaga munu þó gera bæði félagsmönnum og styrktaraðilum auðveldara að fylgjast betur með bæði verkefnum og hvernig fjármunir nýtast. Er vonandi að opinberir aðilar nýti sem oftast þá heimild sem að lögin færa þeim til að binda styrkveitingar og úthlutun rekstrarsamninga til félaga því skilyrði að þau séu á almannaheillaskrá. Skattaívilnanir á gjafafé auknar Hina hliðina á peningnum er að finna í lögum 32/2021 sem breyta ýmsum lögum um skatta og gjöld. Þar er fjallað um skattaívilnanir og kerfisbreytingar sem gerðar eru með það að markmiði að bæta eða létta rekstrarumhverfi félaga sem vinna að almannaheillum og auka möguleika þeirra til að safna gjafafé. Má nefna sem mikilvægt dæmi að heimild fyrirtækja til að draga gjafir til almannaheillafélaga frá tekjuskattsstofni sínum er hækkuð úr 0,75% í 1,5% af tekjum. Þá er það nýnæmi tekið upp að einstaklingar geta nú árlega dregið frá tekjuskattsskattsstofni allt að kr. 350.000 í gjafir til almannaheillafélaga. Auk þess er erfðafjárskattur felldur niður af erfðafé og fjármagnstekuskattur takmarkaður, þó háð skilyrðum á borð við að félag sem þiggur gjafafé þarf á almannaheillafélagskrá til að njóta slíkra ívilnana. Nýtt félagaform verður til Nú er dauðafæri fyrir félög sem starfa að almannaheillum að skrá sig á almannaheillaskrá. Það ætti í flestum tilvikum ekki að vera flókið mál en mun alltaf skila sér í bættri umgjörð í rekstri, vera til hagsbóta fyrir félögin og auka möguleika þeirra til að safna styrkjum og gjafafé. Frá fræðilegu sjónarhorni er þetta löggjafarstarf sérlega áhugavert þar sem segja má að til verði nýtt félagaform. Sérstaklega verður áhugavert að fylgjast með því hvernig samband styrktaraðila og almannaheillafélaga muni þróast og hvernig opinberir aðilar munu beita heimild til að skilyrða styrki og rekstrarsamninga við skráningu félaga á almannaheillafélagaskrá. Sjálfsagt verða til við þessar breytingar fjöldi álitamála sem þarfnast lögfræðilegrar úrlausnar og þá um leið eftirsótt tækifæri fyrir lögmenn til að nýta þekkingu sína til almannaheilla. Höfundar eru starfandi lögmenn á LMG lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Félagasamtök Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þann 1. nóvember tóku gildi lög sem breyta rekstrarumhverfi félaga sem starfa til almannaheilla með mikilvægum hætti. Lög 110/2021 um félög til almannaheilla fjalla um þær kröfur sem gerðar eru til félaga sem kalla mega sig „félög til almannaheilla“ og stofnun sérstakrar almannaheillafélagaskrár sem fyrirtækjaskrá Skattsins heldur utan um. Lengi hefur verið beðið réttarbóta á þessu sviði og ber að þakka áralanga baráttu samtakanna Almannaheilla og fleiri aðila sem hafa látið sig málið varða. Með tilkomu laganna mun komast betri regla á stjórnhætti félaga sem starfa á þessu sviði. Þær kröfur sem nýju lögin gera til slíkra félaga munu þó gera bæði félagsmönnum og styrktaraðilum auðveldara að fylgjast betur með bæði verkefnum og hvernig fjármunir nýtast. Er vonandi að opinberir aðilar nýti sem oftast þá heimild sem að lögin færa þeim til að binda styrkveitingar og úthlutun rekstrarsamninga til félaga því skilyrði að þau séu á almannaheillaskrá. Skattaívilnanir á gjafafé auknar Hina hliðina á peningnum er að finna í lögum 32/2021 sem breyta ýmsum lögum um skatta og gjöld. Þar er fjallað um skattaívilnanir og kerfisbreytingar sem gerðar eru með það að markmiði að bæta eða létta rekstrarumhverfi félaga sem vinna að almannaheillum og auka möguleika þeirra til að safna gjafafé. Má nefna sem mikilvægt dæmi að heimild fyrirtækja til að draga gjafir til almannaheillafélaga frá tekjuskattsstofni sínum er hækkuð úr 0,75% í 1,5% af tekjum. Þá er það nýnæmi tekið upp að einstaklingar geta nú árlega dregið frá tekjuskattsskattsstofni allt að kr. 350.000 í gjafir til almannaheillafélaga. Auk þess er erfðafjárskattur felldur niður af erfðafé og fjármagnstekuskattur takmarkaður, þó háð skilyrðum á borð við að félag sem þiggur gjafafé þarf á almannaheillafélagskrá til að njóta slíkra ívilnana. Nýtt félagaform verður til Nú er dauðafæri fyrir félög sem starfa að almannaheillum að skrá sig á almannaheillaskrá. Það ætti í flestum tilvikum ekki að vera flókið mál en mun alltaf skila sér í bættri umgjörð í rekstri, vera til hagsbóta fyrir félögin og auka möguleika þeirra til að safna styrkjum og gjafafé. Frá fræðilegu sjónarhorni er þetta löggjafarstarf sérlega áhugavert þar sem segja má að til verði nýtt félagaform. Sérstaklega verður áhugavert að fylgjast með því hvernig samband styrktaraðila og almannaheillafélaga muni þróast og hvernig opinberir aðilar munu beita heimild til að skilyrða styrki og rekstrarsamninga við skráningu félaga á almannaheillafélagaskrá. Sjálfsagt verða til við þessar breytingar fjöldi álitamála sem þarfnast lögfræðilegrar úrlausnar og þá um leið eftirsótt tækifæri fyrir lögmenn til að nýta þekkingu sína til almannaheilla. Höfundar eru starfandi lögmenn á LMG lögmannsstofu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun